Ritstjóri Pressunnar biðst afsökunar Jón Hákon Halldórsson skrifar 8. desember 2011 17:08 Steingrímur Sævarr Ólafsson er ritstjóri Pressunnar. Vísi hefur borist yfirlýsing frá Steingrími Sævarri Ólafssyni, ritstjóra Pressunnar, vegna fréttar sem birtist á vef Pressunnar í gær. Yfirlýsingin er svohljóðandi. „Pressunni urðu á stór mistök í gær. Um það er ekki deilt. Frétt með mynd um unga stúlku sem lagt hefur fram kæru um nauðgun var óvönduð og tillitslaus. Í afsökunarbeiðni minni fyrir hönd Pressunnar, þegar fréttin var fjarlægð af vefnum, fólst einlæg afsökunarbeiðni og er hún ítrekuð nú. Í henni var hins vegar leitast við að útskýra en alls ekki afsaka hvers vegna fór sem fór. Ásetningurinn var ekki að verja kynferðisofbeldi heldur að upplýsa um málsatvik í aðdraganda brots sem fengið hefur mikla umfjöllun. Ásetningurinn skilaði sér ekki. Pressan gekk allt of langt og tók ekki tillit til málsaðila. Afsökunarbeiðnin skilaði sér heldur ekki. Því er hún endurtekin svo að enginn velkist í vafa um að hún er sett fram í fyllstu einlægni. Sem ritstjóri Pressunnar ber ég ábyrgð á öllum skrifum á miðlinum og þar af leiðandi á þessum stóru mistökum. Pressan tekur þau mjög alvarlega. Það vita lesendur að hún hefur gagnrýnt harðlega kynferðisbrotamenn og stutt einarðlega við bakið á fórnarlömbum kynferðisofbeldis með margvíslegum hætti og fjölmörgum fréttum. Mistökin, sem ég, bæði sem ritstjóri og faðir, harma af öllu hjarta eru því ekki vottur um ritstjórnarstefnu Pressunnar. Þvert á móti. Þetta er alls ekki líkt okkur. Ef ég gæti tekið þennan atburð til baka, þá myndi ég svo sannarlega gera það. Ég get hins vegar fullvissað lesendur Pressunnar um það að hún hefur dregið lærdóm af þessu máli. Öllum þeim, sem Pressan brást, einkum hlutaðeigendur, bið ég forláts á birtingu þessarar fréttar. Ég biðst afsökunar.“ Við þetta er að bæta að Vísir hefur ítrekað reynt að ná tali af forsvarsmönnum Pressunnar í dag en án árangurs. Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Fleiri fréttir „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Sjá meira
Vísi hefur borist yfirlýsing frá Steingrími Sævarri Ólafssyni, ritstjóra Pressunnar, vegna fréttar sem birtist á vef Pressunnar í gær. Yfirlýsingin er svohljóðandi. „Pressunni urðu á stór mistök í gær. Um það er ekki deilt. Frétt með mynd um unga stúlku sem lagt hefur fram kæru um nauðgun var óvönduð og tillitslaus. Í afsökunarbeiðni minni fyrir hönd Pressunnar, þegar fréttin var fjarlægð af vefnum, fólst einlæg afsökunarbeiðni og er hún ítrekuð nú. Í henni var hins vegar leitast við að útskýra en alls ekki afsaka hvers vegna fór sem fór. Ásetningurinn var ekki að verja kynferðisofbeldi heldur að upplýsa um málsatvik í aðdraganda brots sem fengið hefur mikla umfjöllun. Ásetningurinn skilaði sér ekki. Pressan gekk allt of langt og tók ekki tillit til málsaðila. Afsökunarbeiðnin skilaði sér heldur ekki. Því er hún endurtekin svo að enginn velkist í vafa um að hún er sett fram í fyllstu einlægni. Sem ritstjóri Pressunnar ber ég ábyrgð á öllum skrifum á miðlinum og þar af leiðandi á þessum stóru mistökum. Pressan tekur þau mjög alvarlega. Það vita lesendur að hún hefur gagnrýnt harðlega kynferðisbrotamenn og stutt einarðlega við bakið á fórnarlömbum kynferðisofbeldis með margvíslegum hætti og fjölmörgum fréttum. Mistökin, sem ég, bæði sem ritstjóri og faðir, harma af öllu hjarta eru því ekki vottur um ritstjórnarstefnu Pressunnar. Þvert á móti. Þetta er alls ekki líkt okkur. Ef ég gæti tekið þennan atburð til baka, þá myndi ég svo sannarlega gera það. Ég get hins vegar fullvissað lesendur Pressunnar um það að hún hefur dregið lærdóm af þessu máli. Öllum þeim, sem Pressan brást, einkum hlutaðeigendur, bið ég forláts á birtingu þessarar fréttar. Ég biðst afsökunar.“ Við þetta er að bæta að Vísir hefur ítrekað reynt að ná tali af forsvarsmönnum Pressunnar í dag en án árangurs.
Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Fleiri fréttir „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Sjá meira