Fleiri fréttir Fjórtán ráðherrar frá kosningum Fyrirhugaðar breytingar á ríkisstjórn hafa verið í umræðunni síðustu daga. Allt bendir til að Jón Bjarnason hverfi af ráðherrastóli á næstunni. Fjölmargar breytingar hafa verið gerðar á ráðherraliði stjórnarflokkanna frá kosningunum 2009. Stjórnmálafræðingur segir hrókeringar í ráðherraliði merki um veikleika ríkisstjórnar. 8.12.2011 11:14 Leita uppi óbólusett börn vegna mislinga Haraldur Briem sóttvarnalæknir hvetur foreldra til að bólusetja börn sín við mislingum. Embættið leitar nú óbólusettra barna á grunni fullkomins upplýsingabanka. Hann segir ljóst að hlutfall bólusetninga megi ekki minnka að ráði hér á landi ef ekki eigi að skapast hætta á að mislingar blossi upp hér. Á þremur árum hefur mislingafaraldur náð til allra Evrópulanda nema Íslands, Ungverjalands og Kýpur. 8.12.2011 11:00 Er talinn hafa skorið sig sjálfur Karlmaður á sextugsaldri, sem lögreglumenn fundu alvarlega slasaðan á heimili hans í fjölbýlishúsi við Skúlagötu í fyrrinótt, er talinn hafa skorið sig sjálfur með glerbrotum. 8.12.2011 11:00 Mikil framleiðsla á amfetamíni hér á landi „Það liggur fyrir að hér á landi er framleitt mikið af marijúana og amfetamíni og mjög lítið af þessum efnum flutt inn, að minnsta kosti tilbúið til neyslu.“ Þetta segir Karl Steinar Valsson, yfirmaður fíkniefnadeildar LRH, spurður um hugsanlegar skýringar á því að umræddar tegundir fíkniefna hafa hrapað í verði á götunni. 8.12.2011 11:00 Fjörutíu ára afmæli samskipta við Kína Forsetar Íslands og Kína skiptust í dag á heillaskeytum í tilefni af því að í dag eru fjörutíu ár liðin frá því að ríkin tóku upp formleg samskipti. Hu Jintao forseti Kína segir að samskipti þjóðanna hefðu þróast jafnt og þétt í gegnum árin á grundvelli virðingar í garð hvors annars og hagsbóta fyrir bæði ríkin. Ólafur Ragnar talaði á svipuðum nótum í sínu skeyti og sagði að tvíhliða samstarfið hefði gengið vel í þessa fjóra áratugi. 8.12.2011 10:24 Vitni voru yfirheyrð í gær - leigubílstjórinn ófundinn Vitni voru yfirheyrð í gær í kjölfar nauðgunarkæru sem átján ára stúlka hefur lagt fram á hendur Agli Einarssyni og unnustu hans. 8.12.2011 08:00 Íslenskir bændur kenni Norðmönnum að forðast smjörskort Ungir jafnaðarmenn hafa miklar áhyggjur af smjörskortinum í Noregi og skora á íslensku bændasamtökin að senda menn til Noregs til að ausa úr viskubrunni sínum á sviði fæðuöryggis, segir í tilkynningu. 8.12.2011 07:43 Telja bókasölu matvöruverslana rýra möguleika nýrra höfunda Stjórnendur Eymundsson telja að hið takmarkaða úrval bókatitla, sem er á boðstólnum í matvöruverslunum nokkrar vikur fyrir jól, sé til þess fallið að draga úr möguleikum nýrra höfunda til að koma sér á farmfæri, þar sem bækur þeirra séu ekki valdar til sölu í matvöruverslunum. 8.12.2011 07:41 Hörku frost áfram á Norðurlandi Enn er hörku frost fyrir norðan og mældist rúmlega 21 stigs frost við Mývatn í nótt, röskar 24 gráður á Brú á Jökuldal og 12 stig á Akureyri. Mun hlýrra er á Suðurlandi, en á móti kemur að þæfings færð er víða á Suðurnesjum. Snjómokstur hófst þar snemma í morgun. 8.12.2011 07:25 Óvissuástandi lýst á Keflavíkurflugvelli Svonefndu óvissuásatndi var lýst á Keflavíkurflugvelli í gærkvöldi, eftir að flugstjóri Hercules flutningavélar óskaði eftir að fá að lenda, eftir að það drapst á einum af fjórum hreyflum hennar. Ellefu manns voru um borð. 8.12.2011 07:23 Þrjú ungmenni sluppu ómeidd úr bílveltu Fólksbíll með þremur ungmennum um borð, valt á Bústaðavegi á móts við Réttarholtsveg á þriðja tímanum í nótt. 8.12.2011 07:16 Ekkert gengur á loðnuveiðum Loðnuveiðin á þessari vertíð er vart um talandi, þar sem aðeins rúmlega 8.500 tonn eru komin að landi síðan í byrjun október af rúmlega 180 þúsund tonna kvóta. Illa hefur gengið að staðsetja loðnu í veiðanlegu magni, en brælur hafa líka gert mönnum lífið leitt. Lítið hefur fundist af loðnu í veiðanlegu magni úti af Vestfjörðum eftir að áhöfn rannsóknaskipsins Árna Friðrikssonar varð vör við álitlegar torfur af stórri og góðri loðnu á þessum slóðum á mánudag. 8.12.2011 07:00 Stofna flokk á landsvísu Félag áhugafólks um bjarta framtíð boðar til blaðamannafundar í dag en þá verður nýju stjórnmálaafli formlega hleypt af stokkunum. Undir tilkynningu um fundinn rita þau Heiða Helgadóttir og Gaukur Úlfarsson, sem bæði eru framáfólk í Besta flokknum. Heiða var meðal annars kosningastjóri flokksins fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar. Þingmaðurinn Guðmundur Steingrímsson mun einnig standa að stofnun flokksins. 8.12.2011 06:54 Fá skerðingu á launum til baka Draga á til baka launaskerðingu sem starfsmenn Ríkisútvarpsins tóku á sig í ársbyrjun 2009 í kjölfar bankahrunsins. Þetta tilkynnti Páll Magnússon útvarpsstjóri á fundi sem hann boðaði til með starfsmönnunum í síðustu viku. 8.12.2011 06:30 Foreldrar setji ekki börn ofan í innkaupakerrur Fjöldi barna slasast árlega við það að falla úr innkaupakerrum eða klemma sig á hlutum í og á kerrunum. Niðurstöður rannsókna sýna að séu viðvörunarspjöld í kerrunum láta foreldrar börn sín síður sitja innan um vörurnar í þeim. 8.12.2011 06:00 Bremsa brást er vindmylla fauk af mastri „Það er ekki mikið sem hægt er að segja við svona uppákomu,“ segir Friðrik Sigurðsson, talsmaður sænska fyrirtækisins Hannevind, sem framleiddi vindmylluna sem stórskemmdist í Belgsholti í Leirársveit. 8.12.2011 06:00 Aðgerðaáætlun OR staðist á þessu ári Útlit er fyrir að Orkuveita Reykjavíkur (OR) nái markmiðum sínum um hagræðingu í rekstri og gott betur á þessu ári. Í lok þriðja ársfjórðungs hafði fyrirtækið þegar sparað sem jafngildir rúmum 97 prósentum af markmiði ársins. 8.12.2011 05:00 Vöktuðu risaolíuskip við Ísland Landhelgisgæslan vaktaði olíuskipið St. Heritage frá fimmtudegi til þriðjudags þar sem það beið af sér veður 40 mílur austur af Stokksnesi. Olíuskipið, sem er 40 þúsund tonna tankskip, var á siglingu með fullfermi frá Múrmansk í Rússlandi til Hjaltlandseyja en vegna veðurs við eyjarnar fékk skipið fyrirmæli frá útgerðarfélagi sínu um að bíða á þessu svæði eftir hagstæðari veðurskilyrðum. 8.12.2011 05:00 4G er framtíðin í fjarskiptum Íslensk fjarskiptafyrirtæki hafa hafið undirbúning fyrir innreið 4G, fjórðu kynslóðar farskiptakerfisins, sem mun bjóða upp á aukinn hraða í gagnaflutningum fyrir neytendur á næstu misserum. Enn sem komið er eru fyrirtækin þó enn á undirbúningsstigi. Kjartan Briem, framkvæmdastjóri tæknisviðs hjá Vodafone, segir í samtali við Fréttablaðið að þau séu í startholunum og hafi litið til Vodafone Global og reynslu þess í uppbyggingu þess konar kerfa. 8.12.2011 04:00 Nemar geta lært við fjóra skóla Opinberu háskólarnir fjórir hafa gert með sér samning um gagnkvæman aðgang nemenda að námskeiðum við skólana. Forsvarsmenn Háskóla Íslands, Háskólans á Akureyri, Landbúnaðarháskólans og Háskólans á Hólum skrifuðu undir samninginn ásamt menntamálaráðherra á mánudag. 8.12.2011 03:30 Auglýst eftir nýjum fangelsisstjóra Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra auglýsti í dag embætti forstöðumanns fangelsisins á Kvíabryggju laust til umsóknar. Geirmundur Vilhjálmsson, fyrrverandi forstöðumaður á staðnum, lét af störfum þegar grunur vaknaði um að hann hefði dregið sér fé frá stofnuninni. Hann er sakaður um að hafa dregið sér á aðra milljón króna á árunum 2008 til 2010, þegar þau uppgötvuðust. Innanríkisráðherra mun skipa í embættið frá og með 31. janúar á næsta ári til fimm ára. 7.12.2011 22:21 Bandaríkjamenn brutu ekki gegn Íslendingum Ekkert bendir til þess að að starfsmenn öryggissveitar sendiráðs Bandaríkjanna í Reykjavík hafi brotið íslensk lög né að starfsemi sveitarinnar brjóti í bága við þær heimildir sem sendiráðið hefur á grundvelli Vínarsamningsins um stjórnmálasamband ríkja. Þetta er niðurstaða ríkissaksóknara sem tilkynnt hefur verið innanríkisráðuneytinu. 7.12.2011 20:03 Kolka í aðgerð Kolka, fimm mánaða gömul tík, þjáðist vegna misvaxtar á beinum í framfæti og gekkst undir aðgerð á Dýraspítalanum í Víðidal. Anton Brink ljósmyndari fylgdi henni þangað. 7.12.2011 20:00 Fjárlagafrumvarpið samþykkt með minnihluta atkvæða Fjárlagafrumvarpið var samþykkt á Alþingi fyrir stundu. Fjárlagafrumvarpið er jafnan stærsta þingmál á hverju þingi fyrir jól og var engin untantekning núna. Á morgun eru svo önnur stór þingmál til umræðu. Meðal annars er sérstök umræða um aga í ríkisfjármálum. Næstu daga þar á eftir verða svo nefndardagar á Alþingi. 7.12.2011 19:01 Dagbókarbrot Páls Óskars: Öll börn eiga rétt Dagbókarbrot frá Páli Óskari Hjálmtýssyni í Síerra Leóne birtast þessa dagana á Vísi, eitt á dag, fram að söfnunar- og skemmtiþætti UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, sem sýndur verður á föstudag, á degi rauða nefsins. Dagur rauða nefsins verður í opinni útsendingu á Stöð 2 og hér á Vísi. 7.12.2011 16:45 Um 40% krabbameinstilfella tengd lífsstíl Um 40% krabbameinstilfella má tengja lífsstíl, eftir því sem fram kemur í frétt á vef BBC. Guðmundur Björnsson endurhæfingarlæknir sagði í samtali við Reykjavík síðdegis í dag að þarna væri ekki um ný sannindi að ræða. Lfstílsþættir hafi klárlega áhrif á sjúkdóma. Þar á meðal krabbamein. 7.12.2011 21:34 Sendu persónuupplýsingar um sjúklinga í fjöldapósti Starfsmaður á vegum Háskóla Íslands sendi í fyrradag út tölvupóst með boði um þátttöku í rannsókn á vegum Háskóla Íslands, Landspítala og Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins með þeim hætti að viðtakendur póstsins sáu netföng hvers annars. Afleiðingarnar eru þær að sjá má netföng fólks sem hefur leitað á vissar göngudeildir Landspítala, meðal annars göngudeild geðsviðs, á ákveðnu tímabili. 7.12.2011 18:20 Atkvæði greidd um fjárlagafrumvarpið Nú stendur yfir atkvæðagreiðsla um fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar á Alþingi. Atkvæðagreiðslan hófst klukkan hálffjögur og hefur því staðið yfir í einn og hálfan tíma. Þriðju og síðustu umræðu um fjárlögin lauk á Alþingi í gær. Stjórnarandstaðan hefur gagnrýnt niðurskurð í heilbrigðismálum en samkvæmt breytingartillögu meirihluta fjárlaganefndar voru útgjöld til heilbrigðismálum aukin um rúmar 940 milljónir. 7.12.2011 17:04 Engin ákvörðun um sameiningu ráðherraembætta Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sagði á Alþingi að það væri ekki búið að taka nýjan ákvörðun um frekari sameiningu ráðuneyta. Þannig hafa verið uppi getgátur og umræður hjá þingmönnum og fjölmiðlum um að það standi til að sameina efnahags- og viðskiptaráðuneytið við fjármálaráðuneytið. 7.12.2011 15:57 Stefnt að opnun Bláfjalla um helgina Stefnt er að því að opna skíðasvæðið í Bláfjöllum fyrir almenning um næstu helgi. Einar Bjarnason rekstrarstjóri Bláfjalla segir að til standi að opna um það bil 70 prósent svæðisins. Snjórinn sé ekki mjög mikill en færið þó gott. Stólalyftan í Kóngsgili verður opin og nokkrar diskalyftur á suðursvæðinu einnig. Þá verður barnalyftan við skíðaskálann að sjálfsögðu opin einnig. 7.12.2011 15:18 Leitar vitna að árekstri þegar ökumaður klessti á lögreglubíl Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir vitnum að umferðarslysi sem varð á Hafnarfjarðarvegi, skammt frá bensínstöð N1 í Fossvogi, klukkan 7.41 í morgun. Þar var grárri BMW-bifreið ekið aftan á kyrrstæða lögreglubifreið í vegkantinum. 7.12.2011 15:16 Óprúttnir aðilar reyna að selja miða á ókeypis tónleika Aðeins var hægt að skrá fjóra miða á hverja kennitölu þegar sótt var um miða á tónleika Mugison í Hörpunni. Samkvæmt heimildum Vísis hafa einhverjir aðilar boðið miða til sölu á Facebook-reikningum sínum. Í einu tilvikinu reyndi óprúttinn aðili að bjóða miðana til sölu á 2000 krónur. 7.12.2011 16:18 Allir Mugison miðarnir búnir Miðasölusíðan Miði.is fór á hliðina í dag þegar fólk reyndi að ná sér í miða með tónlistarmanninum Mugison sem ákvað að halda ókeypis tónleika í Hörpu fyrir jól. Til að svara þeirri gífurlegu eftirspurn sem var eftir miðum á viðburðinn hefur Mugison ákveðið að þriðju tónleikana þann 22.desember, á miðnætti. Það breytti því ekki að miðarnir ruku út og nú er orðið fullt á alla tónleikana þrjá. 7.12.2011 14:47 Ríkið selur Reykhóla Jón Bjarnason skrifaði um síðastliðna helgi undir sölu á 98 hektara landi úr jörðinni Reykhólum til Reykhólahrepps. Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að um sé að ræða landið sem Reykhólaþorp stendur á og var söluverð 17,5 milljónir króna. "Undanskilið í sölunni er lóð Reykhólakirkju, kirkjugarðs, prestshúss og fjárhúsa sem fylgja prestssetri. Þá verður gatan Maríutröð sem liggur í gegnum þorpið eftir sem áður á forræði Vegagerðar,“ segir ennfremur. 7.12.2011 14:38 Íhugar að kæra Pressuna til lögreglunnar vegna myndbirtingar "Ég held að það séu engin fordæmi fyrir því að brotaþolendur í kynferðisafbrotamálum séu myndbirtir," segir Katrín Oddsdóttir lögmaður sem ætlar að kæra fréttamiðilinn Pressuna.is til blaðamannafélags Íslands og lögreglunnar fyrir að myndbirta stúlku sem hefur kært Egil Gillz Einarsson og unnustu fyrir nauðgun. 7.12.2011 14:30 Ingibjörg Sólrún ekki hætt í Samfylkingunni Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar og utanríkisráðherra, er ekki hætt í Samfylkingunni eins og fullyrt var á dv.is. Þar sagði að Ingibjörg væri hætt í flokknum og að ástæðan væri námskeið sem Jón Baldvin Hannibalsson fyrrverandi ráðherra var fenginn til að halda. Fréttastofa Ríkisútvarpsins náði símasambandi við Ingibjörgu, sem var þá nýlent í Kabúl höfuðborg Afganistans þar sem hún er að hefja störf, og segir hún ekki rétt að hún sé hætt í flokknum. 7.12.2011 13:53 Mugison setur miðasölukerfið á hliðina Miðasölusíðan Miði.is fór á hliðina í dag þegar fólk reyndi að ná sér í miða með tónlistarmanninum Mugison sem ákvað að halda ókeypis tónleika í Hörpu fyrir jól. Á heimasíðu Hörpu er fólk vinsamlegast beðið um að sýna þolinmæði, menn séu að gera sitt ýtrasta til þess að koma kerfinu í lag. Og til að svara þeirri gífurlegu eftirspurn sem er eftir miðum á viðburðinn hefur Mugison ákveðið að þriðju tónleikana þann 22.desember, á miðnætti. 7.12.2011 13:37 Segir álit Skipulagsstofnunar reginhneyksli Einar K. Guðfinnsson, þingmaður Norðvesturkjördæmis, segir álit Skipulagsstofnunar um Vestfjarðaveg reginhneyksli og segir tíma til kominn að opinberar stofnanir taki tillit til þarfa fólksins, sem þarf að búa við vegina. Skipulagsstofnun hefur lýst því áliti sínu að fyrirhugaðar endurbætur á þjóðveginum um Kjálkafjörð og Kerlingarfjörð á sunnanverðum Vestfjörðum valdi óbætanlegum skaða á landslagi. 7.12.2011 12:24 Ingibjörg Sólrún segir sig úr Samfylkingunni Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar og utanríkisráðherra, sagði sig úr flokknum í vikunni. Þetta kemur fram á fréttavef DV. 7.12.2011 12:07 Fannst alvarlega slasaður á heimili sínu - árásarmenn hvergi sjáanlegir Karlmaður, sem lögreglumenn fundu alvarlega slasaðan á heimili hans í fjölbýlishúsi við Skúlagötu í nótt, gengst nú undir aðgerð á Landsspítalanum og er atburðarrásin óljós. 7.12.2011 11:58 Mokið tröppurnar - það auðveldar störf bréfbera til muna Pósturinn hvetur fólk núna fyrir jólin að moka tröppur og aðgengi að húsum þegar svona mikill snjór er og koma í veg fyrir hálkubletti. 7.12.2011 11:40 Kerfið var þanið til hins ýtrasta í morgun "Það urðu tveir ammoníaklekar og allir sjúkrabílar voru úti í einu,“ segir varðstjóri slökkviliðsins en gríðarlegt álag var á slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu í morgun. Í raun mildi að ekki fór verr. 7.12.2011 11:03 Lögreglan leitar leigubílstjóra - gæti skipt miklu í nauðgunarrannsókn Lögreglan leitar leigubílstjórans sem ók Agli Gillz Einarssyni, unnustu hans og átján ára stúlku heim til Egils í Kópavogi þann 25. nóvember síðastliðinn. Egill og unnustan hafa, eins og kunnugt er, verið kærð fyrir að nauðga og beita stúlkuna kynferðisofbeldi á heimili Egils sama kvöld. 7.12.2011 10:05 Shoplifter fær Prins Eugen verðlaunin Íslenska listakonan Hrafnhildur Arnardóttir, eða Shoplifter, er meðal þeirra fimm listamanna, sem hljóta hin virtu sænsku Prins Eugen verðlaun í ár. Karl Gústaf Svíakonungur afhenti verðlaunin við hátíðlega athöfn í Stokkhólmi í gær. Hrafnhildur hlýtur verðlaunin fyrir framúrskarandi listsköpun. 7.12.2011 09:57 Ekið aftan á lögreglubíl á slysstað Ekið var aftan á kyrrstæða lögreglubifreið á Hafnarfjarðarvegi við Nýbýlaveg um klukkan átta í morgun. Lögreglan var á vettvangi vegna áreksturs. Fjórir slösuðust í árekstrunum en talið er að um minniháttar meiðsl sé að ræða. Allir hinir slösuðu voru engu að síðu færðir á spítala til aðhlynningar. Bifreiðarnar voru í kjölfarið fluttar af vettvangi með dráttarbifreið og eru mikið skemmdar. 7.12.2011 09:33 Sjá næstu 50 fréttir
Fjórtán ráðherrar frá kosningum Fyrirhugaðar breytingar á ríkisstjórn hafa verið í umræðunni síðustu daga. Allt bendir til að Jón Bjarnason hverfi af ráðherrastóli á næstunni. Fjölmargar breytingar hafa verið gerðar á ráðherraliði stjórnarflokkanna frá kosningunum 2009. Stjórnmálafræðingur segir hrókeringar í ráðherraliði merki um veikleika ríkisstjórnar. 8.12.2011 11:14
Leita uppi óbólusett börn vegna mislinga Haraldur Briem sóttvarnalæknir hvetur foreldra til að bólusetja börn sín við mislingum. Embættið leitar nú óbólusettra barna á grunni fullkomins upplýsingabanka. Hann segir ljóst að hlutfall bólusetninga megi ekki minnka að ráði hér á landi ef ekki eigi að skapast hætta á að mislingar blossi upp hér. Á þremur árum hefur mislingafaraldur náð til allra Evrópulanda nema Íslands, Ungverjalands og Kýpur. 8.12.2011 11:00
Er talinn hafa skorið sig sjálfur Karlmaður á sextugsaldri, sem lögreglumenn fundu alvarlega slasaðan á heimili hans í fjölbýlishúsi við Skúlagötu í fyrrinótt, er talinn hafa skorið sig sjálfur með glerbrotum. 8.12.2011 11:00
Mikil framleiðsla á amfetamíni hér á landi „Það liggur fyrir að hér á landi er framleitt mikið af marijúana og amfetamíni og mjög lítið af þessum efnum flutt inn, að minnsta kosti tilbúið til neyslu.“ Þetta segir Karl Steinar Valsson, yfirmaður fíkniefnadeildar LRH, spurður um hugsanlegar skýringar á því að umræddar tegundir fíkniefna hafa hrapað í verði á götunni. 8.12.2011 11:00
Fjörutíu ára afmæli samskipta við Kína Forsetar Íslands og Kína skiptust í dag á heillaskeytum í tilefni af því að í dag eru fjörutíu ár liðin frá því að ríkin tóku upp formleg samskipti. Hu Jintao forseti Kína segir að samskipti þjóðanna hefðu þróast jafnt og þétt í gegnum árin á grundvelli virðingar í garð hvors annars og hagsbóta fyrir bæði ríkin. Ólafur Ragnar talaði á svipuðum nótum í sínu skeyti og sagði að tvíhliða samstarfið hefði gengið vel í þessa fjóra áratugi. 8.12.2011 10:24
Vitni voru yfirheyrð í gær - leigubílstjórinn ófundinn Vitni voru yfirheyrð í gær í kjölfar nauðgunarkæru sem átján ára stúlka hefur lagt fram á hendur Agli Einarssyni og unnustu hans. 8.12.2011 08:00
Íslenskir bændur kenni Norðmönnum að forðast smjörskort Ungir jafnaðarmenn hafa miklar áhyggjur af smjörskortinum í Noregi og skora á íslensku bændasamtökin að senda menn til Noregs til að ausa úr viskubrunni sínum á sviði fæðuöryggis, segir í tilkynningu. 8.12.2011 07:43
Telja bókasölu matvöruverslana rýra möguleika nýrra höfunda Stjórnendur Eymundsson telja að hið takmarkaða úrval bókatitla, sem er á boðstólnum í matvöruverslunum nokkrar vikur fyrir jól, sé til þess fallið að draga úr möguleikum nýrra höfunda til að koma sér á farmfæri, þar sem bækur þeirra séu ekki valdar til sölu í matvöruverslunum. 8.12.2011 07:41
Hörku frost áfram á Norðurlandi Enn er hörku frost fyrir norðan og mældist rúmlega 21 stigs frost við Mývatn í nótt, röskar 24 gráður á Brú á Jökuldal og 12 stig á Akureyri. Mun hlýrra er á Suðurlandi, en á móti kemur að þæfings færð er víða á Suðurnesjum. Snjómokstur hófst þar snemma í morgun. 8.12.2011 07:25
Óvissuástandi lýst á Keflavíkurflugvelli Svonefndu óvissuásatndi var lýst á Keflavíkurflugvelli í gærkvöldi, eftir að flugstjóri Hercules flutningavélar óskaði eftir að fá að lenda, eftir að það drapst á einum af fjórum hreyflum hennar. Ellefu manns voru um borð. 8.12.2011 07:23
Þrjú ungmenni sluppu ómeidd úr bílveltu Fólksbíll með þremur ungmennum um borð, valt á Bústaðavegi á móts við Réttarholtsveg á þriðja tímanum í nótt. 8.12.2011 07:16
Ekkert gengur á loðnuveiðum Loðnuveiðin á þessari vertíð er vart um talandi, þar sem aðeins rúmlega 8.500 tonn eru komin að landi síðan í byrjun október af rúmlega 180 þúsund tonna kvóta. Illa hefur gengið að staðsetja loðnu í veiðanlegu magni, en brælur hafa líka gert mönnum lífið leitt. Lítið hefur fundist af loðnu í veiðanlegu magni úti af Vestfjörðum eftir að áhöfn rannsóknaskipsins Árna Friðrikssonar varð vör við álitlegar torfur af stórri og góðri loðnu á þessum slóðum á mánudag. 8.12.2011 07:00
Stofna flokk á landsvísu Félag áhugafólks um bjarta framtíð boðar til blaðamannafundar í dag en þá verður nýju stjórnmálaafli formlega hleypt af stokkunum. Undir tilkynningu um fundinn rita þau Heiða Helgadóttir og Gaukur Úlfarsson, sem bæði eru framáfólk í Besta flokknum. Heiða var meðal annars kosningastjóri flokksins fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar. Þingmaðurinn Guðmundur Steingrímsson mun einnig standa að stofnun flokksins. 8.12.2011 06:54
Fá skerðingu á launum til baka Draga á til baka launaskerðingu sem starfsmenn Ríkisútvarpsins tóku á sig í ársbyrjun 2009 í kjölfar bankahrunsins. Þetta tilkynnti Páll Magnússon útvarpsstjóri á fundi sem hann boðaði til með starfsmönnunum í síðustu viku. 8.12.2011 06:30
Foreldrar setji ekki börn ofan í innkaupakerrur Fjöldi barna slasast árlega við það að falla úr innkaupakerrum eða klemma sig á hlutum í og á kerrunum. Niðurstöður rannsókna sýna að séu viðvörunarspjöld í kerrunum láta foreldrar börn sín síður sitja innan um vörurnar í þeim. 8.12.2011 06:00
Bremsa brást er vindmylla fauk af mastri „Það er ekki mikið sem hægt er að segja við svona uppákomu,“ segir Friðrik Sigurðsson, talsmaður sænska fyrirtækisins Hannevind, sem framleiddi vindmylluna sem stórskemmdist í Belgsholti í Leirársveit. 8.12.2011 06:00
Aðgerðaáætlun OR staðist á þessu ári Útlit er fyrir að Orkuveita Reykjavíkur (OR) nái markmiðum sínum um hagræðingu í rekstri og gott betur á þessu ári. Í lok þriðja ársfjórðungs hafði fyrirtækið þegar sparað sem jafngildir rúmum 97 prósentum af markmiði ársins. 8.12.2011 05:00
Vöktuðu risaolíuskip við Ísland Landhelgisgæslan vaktaði olíuskipið St. Heritage frá fimmtudegi til þriðjudags þar sem það beið af sér veður 40 mílur austur af Stokksnesi. Olíuskipið, sem er 40 þúsund tonna tankskip, var á siglingu með fullfermi frá Múrmansk í Rússlandi til Hjaltlandseyja en vegna veðurs við eyjarnar fékk skipið fyrirmæli frá útgerðarfélagi sínu um að bíða á þessu svæði eftir hagstæðari veðurskilyrðum. 8.12.2011 05:00
4G er framtíðin í fjarskiptum Íslensk fjarskiptafyrirtæki hafa hafið undirbúning fyrir innreið 4G, fjórðu kynslóðar farskiptakerfisins, sem mun bjóða upp á aukinn hraða í gagnaflutningum fyrir neytendur á næstu misserum. Enn sem komið er eru fyrirtækin þó enn á undirbúningsstigi. Kjartan Briem, framkvæmdastjóri tæknisviðs hjá Vodafone, segir í samtali við Fréttablaðið að þau séu í startholunum og hafi litið til Vodafone Global og reynslu þess í uppbyggingu þess konar kerfa. 8.12.2011 04:00
Nemar geta lært við fjóra skóla Opinberu háskólarnir fjórir hafa gert með sér samning um gagnkvæman aðgang nemenda að námskeiðum við skólana. Forsvarsmenn Háskóla Íslands, Háskólans á Akureyri, Landbúnaðarháskólans og Háskólans á Hólum skrifuðu undir samninginn ásamt menntamálaráðherra á mánudag. 8.12.2011 03:30
Auglýst eftir nýjum fangelsisstjóra Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra auglýsti í dag embætti forstöðumanns fangelsisins á Kvíabryggju laust til umsóknar. Geirmundur Vilhjálmsson, fyrrverandi forstöðumaður á staðnum, lét af störfum þegar grunur vaknaði um að hann hefði dregið sér fé frá stofnuninni. Hann er sakaður um að hafa dregið sér á aðra milljón króna á árunum 2008 til 2010, þegar þau uppgötvuðust. Innanríkisráðherra mun skipa í embættið frá og með 31. janúar á næsta ári til fimm ára. 7.12.2011 22:21
Bandaríkjamenn brutu ekki gegn Íslendingum Ekkert bendir til þess að að starfsmenn öryggissveitar sendiráðs Bandaríkjanna í Reykjavík hafi brotið íslensk lög né að starfsemi sveitarinnar brjóti í bága við þær heimildir sem sendiráðið hefur á grundvelli Vínarsamningsins um stjórnmálasamband ríkja. Þetta er niðurstaða ríkissaksóknara sem tilkynnt hefur verið innanríkisráðuneytinu. 7.12.2011 20:03
Kolka í aðgerð Kolka, fimm mánaða gömul tík, þjáðist vegna misvaxtar á beinum í framfæti og gekkst undir aðgerð á Dýraspítalanum í Víðidal. Anton Brink ljósmyndari fylgdi henni þangað. 7.12.2011 20:00
Fjárlagafrumvarpið samþykkt með minnihluta atkvæða Fjárlagafrumvarpið var samþykkt á Alþingi fyrir stundu. Fjárlagafrumvarpið er jafnan stærsta þingmál á hverju þingi fyrir jól og var engin untantekning núna. Á morgun eru svo önnur stór þingmál til umræðu. Meðal annars er sérstök umræða um aga í ríkisfjármálum. Næstu daga þar á eftir verða svo nefndardagar á Alþingi. 7.12.2011 19:01
Dagbókarbrot Páls Óskars: Öll börn eiga rétt Dagbókarbrot frá Páli Óskari Hjálmtýssyni í Síerra Leóne birtast þessa dagana á Vísi, eitt á dag, fram að söfnunar- og skemmtiþætti UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, sem sýndur verður á föstudag, á degi rauða nefsins. Dagur rauða nefsins verður í opinni útsendingu á Stöð 2 og hér á Vísi. 7.12.2011 16:45
Um 40% krabbameinstilfella tengd lífsstíl Um 40% krabbameinstilfella má tengja lífsstíl, eftir því sem fram kemur í frétt á vef BBC. Guðmundur Björnsson endurhæfingarlæknir sagði í samtali við Reykjavík síðdegis í dag að þarna væri ekki um ný sannindi að ræða. Lfstílsþættir hafi klárlega áhrif á sjúkdóma. Þar á meðal krabbamein. 7.12.2011 21:34
Sendu persónuupplýsingar um sjúklinga í fjöldapósti Starfsmaður á vegum Háskóla Íslands sendi í fyrradag út tölvupóst með boði um þátttöku í rannsókn á vegum Háskóla Íslands, Landspítala og Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins með þeim hætti að viðtakendur póstsins sáu netföng hvers annars. Afleiðingarnar eru þær að sjá má netföng fólks sem hefur leitað á vissar göngudeildir Landspítala, meðal annars göngudeild geðsviðs, á ákveðnu tímabili. 7.12.2011 18:20
Atkvæði greidd um fjárlagafrumvarpið Nú stendur yfir atkvæðagreiðsla um fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar á Alþingi. Atkvæðagreiðslan hófst klukkan hálffjögur og hefur því staðið yfir í einn og hálfan tíma. Þriðju og síðustu umræðu um fjárlögin lauk á Alþingi í gær. Stjórnarandstaðan hefur gagnrýnt niðurskurð í heilbrigðismálum en samkvæmt breytingartillögu meirihluta fjárlaganefndar voru útgjöld til heilbrigðismálum aukin um rúmar 940 milljónir. 7.12.2011 17:04
Engin ákvörðun um sameiningu ráðherraembætta Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sagði á Alþingi að það væri ekki búið að taka nýjan ákvörðun um frekari sameiningu ráðuneyta. Þannig hafa verið uppi getgátur og umræður hjá þingmönnum og fjölmiðlum um að það standi til að sameina efnahags- og viðskiptaráðuneytið við fjármálaráðuneytið. 7.12.2011 15:57
Stefnt að opnun Bláfjalla um helgina Stefnt er að því að opna skíðasvæðið í Bláfjöllum fyrir almenning um næstu helgi. Einar Bjarnason rekstrarstjóri Bláfjalla segir að til standi að opna um það bil 70 prósent svæðisins. Snjórinn sé ekki mjög mikill en færið þó gott. Stólalyftan í Kóngsgili verður opin og nokkrar diskalyftur á suðursvæðinu einnig. Þá verður barnalyftan við skíðaskálann að sjálfsögðu opin einnig. 7.12.2011 15:18
Leitar vitna að árekstri þegar ökumaður klessti á lögreglubíl Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir vitnum að umferðarslysi sem varð á Hafnarfjarðarvegi, skammt frá bensínstöð N1 í Fossvogi, klukkan 7.41 í morgun. Þar var grárri BMW-bifreið ekið aftan á kyrrstæða lögreglubifreið í vegkantinum. 7.12.2011 15:16
Óprúttnir aðilar reyna að selja miða á ókeypis tónleika Aðeins var hægt að skrá fjóra miða á hverja kennitölu þegar sótt var um miða á tónleika Mugison í Hörpunni. Samkvæmt heimildum Vísis hafa einhverjir aðilar boðið miða til sölu á Facebook-reikningum sínum. Í einu tilvikinu reyndi óprúttinn aðili að bjóða miðana til sölu á 2000 krónur. 7.12.2011 16:18
Allir Mugison miðarnir búnir Miðasölusíðan Miði.is fór á hliðina í dag þegar fólk reyndi að ná sér í miða með tónlistarmanninum Mugison sem ákvað að halda ókeypis tónleika í Hörpu fyrir jól. Til að svara þeirri gífurlegu eftirspurn sem var eftir miðum á viðburðinn hefur Mugison ákveðið að þriðju tónleikana þann 22.desember, á miðnætti. Það breytti því ekki að miðarnir ruku út og nú er orðið fullt á alla tónleikana þrjá. 7.12.2011 14:47
Ríkið selur Reykhóla Jón Bjarnason skrifaði um síðastliðna helgi undir sölu á 98 hektara landi úr jörðinni Reykhólum til Reykhólahrepps. Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að um sé að ræða landið sem Reykhólaþorp stendur á og var söluverð 17,5 milljónir króna. "Undanskilið í sölunni er lóð Reykhólakirkju, kirkjugarðs, prestshúss og fjárhúsa sem fylgja prestssetri. Þá verður gatan Maríutröð sem liggur í gegnum þorpið eftir sem áður á forræði Vegagerðar,“ segir ennfremur. 7.12.2011 14:38
Íhugar að kæra Pressuna til lögreglunnar vegna myndbirtingar "Ég held að það séu engin fordæmi fyrir því að brotaþolendur í kynferðisafbrotamálum séu myndbirtir," segir Katrín Oddsdóttir lögmaður sem ætlar að kæra fréttamiðilinn Pressuna.is til blaðamannafélags Íslands og lögreglunnar fyrir að myndbirta stúlku sem hefur kært Egil Gillz Einarsson og unnustu fyrir nauðgun. 7.12.2011 14:30
Ingibjörg Sólrún ekki hætt í Samfylkingunni Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar og utanríkisráðherra, er ekki hætt í Samfylkingunni eins og fullyrt var á dv.is. Þar sagði að Ingibjörg væri hætt í flokknum og að ástæðan væri námskeið sem Jón Baldvin Hannibalsson fyrrverandi ráðherra var fenginn til að halda. Fréttastofa Ríkisútvarpsins náði símasambandi við Ingibjörgu, sem var þá nýlent í Kabúl höfuðborg Afganistans þar sem hún er að hefja störf, og segir hún ekki rétt að hún sé hætt í flokknum. 7.12.2011 13:53
Mugison setur miðasölukerfið á hliðina Miðasölusíðan Miði.is fór á hliðina í dag þegar fólk reyndi að ná sér í miða með tónlistarmanninum Mugison sem ákvað að halda ókeypis tónleika í Hörpu fyrir jól. Á heimasíðu Hörpu er fólk vinsamlegast beðið um að sýna þolinmæði, menn séu að gera sitt ýtrasta til þess að koma kerfinu í lag. Og til að svara þeirri gífurlegu eftirspurn sem er eftir miðum á viðburðinn hefur Mugison ákveðið að þriðju tónleikana þann 22.desember, á miðnætti. 7.12.2011 13:37
Segir álit Skipulagsstofnunar reginhneyksli Einar K. Guðfinnsson, þingmaður Norðvesturkjördæmis, segir álit Skipulagsstofnunar um Vestfjarðaveg reginhneyksli og segir tíma til kominn að opinberar stofnanir taki tillit til þarfa fólksins, sem þarf að búa við vegina. Skipulagsstofnun hefur lýst því áliti sínu að fyrirhugaðar endurbætur á þjóðveginum um Kjálkafjörð og Kerlingarfjörð á sunnanverðum Vestfjörðum valdi óbætanlegum skaða á landslagi. 7.12.2011 12:24
Ingibjörg Sólrún segir sig úr Samfylkingunni Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar og utanríkisráðherra, sagði sig úr flokknum í vikunni. Þetta kemur fram á fréttavef DV. 7.12.2011 12:07
Fannst alvarlega slasaður á heimili sínu - árásarmenn hvergi sjáanlegir Karlmaður, sem lögreglumenn fundu alvarlega slasaðan á heimili hans í fjölbýlishúsi við Skúlagötu í nótt, gengst nú undir aðgerð á Landsspítalanum og er atburðarrásin óljós. 7.12.2011 11:58
Mokið tröppurnar - það auðveldar störf bréfbera til muna Pósturinn hvetur fólk núna fyrir jólin að moka tröppur og aðgengi að húsum þegar svona mikill snjór er og koma í veg fyrir hálkubletti. 7.12.2011 11:40
Kerfið var þanið til hins ýtrasta í morgun "Það urðu tveir ammoníaklekar og allir sjúkrabílar voru úti í einu,“ segir varðstjóri slökkviliðsins en gríðarlegt álag var á slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu í morgun. Í raun mildi að ekki fór verr. 7.12.2011 11:03
Lögreglan leitar leigubílstjóra - gæti skipt miklu í nauðgunarrannsókn Lögreglan leitar leigubílstjórans sem ók Agli Gillz Einarssyni, unnustu hans og átján ára stúlku heim til Egils í Kópavogi þann 25. nóvember síðastliðinn. Egill og unnustan hafa, eins og kunnugt er, verið kærð fyrir að nauðga og beita stúlkuna kynferðisofbeldi á heimili Egils sama kvöld. 7.12.2011 10:05
Shoplifter fær Prins Eugen verðlaunin Íslenska listakonan Hrafnhildur Arnardóttir, eða Shoplifter, er meðal þeirra fimm listamanna, sem hljóta hin virtu sænsku Prins Eugen verðlaun í ár. Karl Gústaf Svíakonungur afhenti verðlaunin við hátíðlega athöfn í Stokkhólmi í gær. Hrafnhildur hlýtur verðlaunin fyrir framúrskarandi listsköpun. 7.12.2011 09:57
Ekið aftan á lögreglubíl á slysstað Ekið var aftan á kyrrstæða lögreglubifreið á Hafnarfjarðarvegi við Nýbýlaveg um klukkan átta í morgun. Lögreglan var á vettvangi vegna áreksturs. Fjórir slösuðust í árekstrunum en talið er að um minniháttar meiðsl sé að ræða. Allir hinir slösuðu voru engu að síðu færðir á spítala til aðhlynningar. Bifreiðarnar voru í kjölfarið fluttar af vettvangi með dráttarbifreið og eru mikið skemmdar. 7.12.2011 09:33