Innlent

Friðrik Þór heiðraður í Eistlandi

Friðrik Þór í banastuði. Myndin tengist ekki fréttinni beint.
Friðrik Þór í banastuði. Myndin tengist ekki fréttinni beint.
Leikstjórinn Friðrik Þór Fiðriksson tók við verðlaunum fyrir framlag sitt til kvikmyndagerðar í lok nóvember á fimmtándu Tallin Black Night Film Festival. Það var menntamálaráðherra Eistlands sem afhenti honum verðlaunin.

Verðlaunin eru veitt þeim sem ótvírætt hafa markað spor í sögu kvikmyndarinnar. Rússneski kvikmyndagerðarmaðurinn Aleksandr Sokurov, hlaut einnig þessi verðlaun á sömu hátið. Ný mynd hans, Faust, hefur hlotið mikla athygli á heimsvísu.



Friðrik Þór hefur undanfarin ár hlotið heiðursverðlaun fyrir framlag sitt til kvikmyndagerðar þar á meðal hér á landi, í Armeníu, Slóvakíu og Tékklandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×