Innlent

Hæsta jólatréð á Reyðarfirði

Börn frá leikskólunum Dalborg og Lyngholti sungu jólalög við tendrunarathöfnina.
Börn frá leikskólunum Dalborg og Lyngholti sungu jólalög við tendrunarathöfnina.
Ljós voru tendruð á hæsta jólatré landsins þessi jólin á miðvikudag. Tréð er rúmlega 13 metra hátt sitkagreni úr Hallormsstaðarskógi sem stendur uppreist við álver Fjarðaáls á Reyðarfirði.

Að sögn Þórs Þorfinnssonar, skógarvarðar hjá Skógrækt ríkisins, var tréð gróðursett árið 1979 af norsku skógræktarfólki en fræ trésins var ættað frá borginni Homer í Alaska.

Börn frá leikskólunum Dalborg og Lyngholti sungu jólalög við tendrunarathöfnina en að henni lokinni var gestum og gangandi boðið upp á heitt kakó og piparkökur.- mþl




Fleiri fréttir

Sjá meira


×