Innlent

Mikið fannfergi í Grindavík

Vetrarríki er nú í Grindavík eftir mikið fannfergi þar í fyrrinótt. Starfsmenn bæjarins unnu hörðum höndum í allan gærdag við aða ryðja helstu umferaðræðar um bæinn og í nótt fór frostið í Grindavík niður í 13 gráður.

Að sögn heimamanna er óvenjulegt að svona mikið snjói þar í bæ, og svipaða sögu má segja frá Vestmannaeyjum, þar sem unnið var að snjómokstri fram á kvöld í gærkvöldi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×