Innlent

200 Landsbankamenn fara ekki í vinnuna á einkabíl

Landsbankinn.
Landsbankinn. MYND
Tæplega 200 starfsmenn Landsbankans hafa nú undirritað samgöngusamning bankans frá því hann var samþykktur í júní.

Þeir starfsmenn sem undirrita samninginn skuldbinda sig til að ferðast með strætó eða hjólandi til og frá vinnu og í vinnutengdum erindum ef möguleiki er á. Á móti greiðir bankinn útlagðan kostnað, að hámarki 40.000 krónur á ári, auk þess að greiða leigubílakostnað í neyðartilvikum.

Ennfremur býðst öllu fastráðnu starfsfólki 20.000 króna endurgreiðsla af árskorti í strætó. Í bankanum starfa nú um 1250 manns og þar af starfa um 850 starfsmenn í höfuðstöðvum bankans í miðborg Reykjavíkur.

Samgöngusamningurinn er hluti af samfélagsstefnu bankans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×