Fleiri fréttir

Hættulegt leiktæki strax lagað

„Framleiðandi leiktækisins fór strax í morgun til að kanna ástand þess. Það var greinilega eitthvað að vírnum og hann verður strax lagaður. Þetta var nýtt tæki sem sett var upp á Klambratúni í fyrravetur,“ sagði Þórólfur Jónsson, garðyrkjustjóri Reykjavíkurborgar, í gær.

Beit framan af fingri manns

Karlmaður hefur verið sýknaður í héraðsdómi af ákæru um nauðgun. Konan sem bar manninn sökum var nýflutt hingað til lands í atvinnuskyni. Hann hafði unnið hér um nokkurt skeið. Þau höfðu deilt rúmi eftir komu hennar hingað, hugðust gera það áfram og voru að flytja í annað húsnæði þegar til átaka kom þeirra á milli er þau höfðu haft vín um hönd.

Var með barnaklám í tölvunni

Ákæra vegna barnaníðsmynda hefur verið þingfest í Héraðsdómi Reykjaness. Hinn ákærði, karlmaður um fimmtugt, játaði sök og var málið tekið til dóms.

Rændi banka og fékk sér pítsu og bjór

Rúmlega fimmtugur karlmaður var handtekinn í Yuma í Arizona í Bandaríkjunum um helgina eftir að hann rændi banka. Maðurinn gekk inn í bankann skömmu eftir hádegi á laugardaginn vopnaður hnífi og heimtaði að fá peninga.

Vill að biskup víki

Séra Sigfinnur Þorleifsson segir að biskup eigi að víkja en það er RÚV sem greindi frá. Séra Sigfinnur, var í viðtali við Síðdegisútvarp Rásar 2 fyrr í dag. Þar sagði hann:

Ellý Katrín verður borgarritari

Borgarráð hefur samþykkt tillögu borgarstjóra að ráða Ellý Katrínu Guðmundsdóttur, sviðsstýru Umhverfis- og samgöngusviðs Reykjavíkurborgar í stöðu borgarritara.

Fólki sagt upp vegna andlegra veikinda

Dæmi eru um að vinnuveitendur hafi sagt fólki upp störfum þegar það veikist af geðsjúkdómum, segir Björt Ólafsdóttir, formaður Geðhjálpar. Samtökin eru því í þann mund að setja af stað aðgerðaráætlun á vinnustöðum sem miðar að því að athuga og hjálpa fyrirtækjum við að taka á því af stuðningi og ábyrgð þegar upp koma geðræn veikindi starfsmanna. Þannig vill Geðhjálp stuðla að því að fyrirtæki marki sér stefnu í starfsmannamálum og fylgi henni eftir þegar slíkt kemur upp.

Benedikt settur dómari

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hefur sett Benedikt Bogason dómstjóra í embætti dómara við Hæstarétt Íslands frá og með 1. nóvember 2011 til og með 31. desember 2014. Umsækjendur auk Benedikts voru Guðjón Ólafur Jónsson hæstaréttarlögmaður, Ingimundur Einarsson héraðsdómari og Þorgeir Ingi Njálsson dómstjóri. Dómnefnd sem fjallar um hæfni umsækjenda um embætti dómara mat Benedikt hæfastan umsækjenda til að hljóta setningu, segir á vef innanríkisráðuneytisins.

Dópsali með spítt og gras dæmdur í fangelsi

Karlmaður fæddur árið 1989 var dæmdur í 30 daga skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag fyrir að hafa í vörslum sínum í sölu- og dreifingarskyni rúmlega 82 grömm af marijúana og tæplega 26 grömm af amfetamíni. Maðurinn játaði brott sitt fyrir dómi en hann hefur ekki áður hlotið dóm fyrir brot á fíkniefnalöggjöfinni.

Beit í þumalfingur lögreglumanns

Karlmaður á fimmtugsaldri var dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag fyrir að hafa ráðist á lögreglumann á lögreglustöðinni í Reykjanesbæ í mars á þessu ári. Hann beit lögreglumanninn í þumalfingur með þeim afleiðingum að hann hlaut tveggja sentimetra langan skurð. Maðurinn játaði brott sitt fyrir dómi en hann hefur áður hlotið dóm fyrir brot á hegningarlögum.

Sigmundur Davíð kominn undir 100 kíló

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, er kominn undir 100 kíló og er nú 99,6 kíló. Á Facebook-síðu sinni segist hann hættur að vera póstnúmer.

Erlendir sérfræðingar skoða bilun í símkerfi

Erlendir sérfræðingar eru komnir til landsins vegna alvarlegrar bilunar sem kom upp í gær þegar farsímanotendur Nova og Vodafone gátu hvorki hringt né móttekið símtöl í um tvo og hálfan klukkutíma vegna bilunar í dreifikerfi fyrirtækjanna.

Anna Björns farin úr landi

Anna Björnsdóttir sem kom upp um glæpaforingjann James Bulger er farin úr landi. Fyrrverandi saksóknari í Bandaríkjunum gagnrýnir blaðið Boston Globe fyrir að greina frá nafni Önnu.

„Hvílík skepna hefur þessi biskup verið“

„Hvílík skepna hefur þessi biskup verið," segir séra Baldur Kristjánsson, sóknarprestur í Ölfusi, um Ólaf Skúlason. Tilefnið er viðtalsþáttur við dóttur Ólafs, Guðrúnu Ebbu, sem sýndur var á RÚV í gær.

Sprengiefnið fundið - góðkunningi lögreglu í varðhaldi

Sprengiefnið, sem var stolið úr tveimur rammgerðum gámum í Þormóðsdal ofan við Hafravatn á dögunum, fannst við húsleit í Hafnarfirði og Kópavogi seint í gærkvöld. Í tilkynningu frá lögreglu segir að karl um þrítugt, sem á langan afbrotaferil að baki, hafi verið handtekinn í þágu rannsóknarinnar.

Stal flösku af skosku viskíi

Litháískur karlmaður á fertugsaldri hefur verið ákærður fyrir þjófnað í verslun ÁTVR við Skútuvog í febrúar á síðasta ári. Samkvæmt ákæru stal maðurinn flösku af Scottish Leader vískíi að verðmæti 3.750 krónur. Krafist er að maðurinn verði dæmdur til refsingar. Þá gerir ÁTVR einkaréttarkröfu um að maðurinn verði greiddur til að greiða flöskuna - auk vaxta.

Staða mannréttindamála almennt góð

"Almennt held ég að mér sé óhætt að segja að staða mannréttindamála sé góð á Íslandi," sagði Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra þegar hann svaraði fyrir stöðu mannréttindmála á Íslandi hjá vinnuhópi Sameinuðu þjóðanna í Genf í dag, Hann sagði þó ljóst að hægt væri að gera enn betur og Íslendingar myndu ekki víkja sér undan gagnrýni á stöðu mannréttinda á Íslandi. "Við viljum fá slíka gagnrýni," segir Ögmundur. Hann myndi því bregðast vel við öllum ábendingum.

Kannabisreykingamenn staðnir að verki

Lögreglumenn höfðu afskipti af nokkrum ungum karlmönnum í íbúð á Selfossi árla morguns í gær vegna hávaða. Grunur vaknaði um að þeir væru að reykja hass. Þá var fenginn íkniefnahundur til að leita í búðinni og fann hann þar smávegis af kannabis. Við yfirheyrslu viðurkenndi einn úr hópnum að eiga efnið.

Heppilegra að einn aðili taki ákvörðun um laun þingmanna

Kjararáð telur heppilegra að ákvörðun um laun þingmanna sé tekin af einum aðila, annað hvort þinginu sjálfu eða af óháðum aðila líkt og kjararáði. Þetta kemur fram í umsögn sem kjararáð skrifaði með frumvarpi Marðar Árnasonar og Valgerðar Bjarnadóttur, þingmanna Samfylkingarinnar, sem þau lögðu fram á síðasta þingi. Samkvæmt frumvarpinu var lagt til að sérstökum álagsgreðslum til þingmanna yrði hætt. Frumvarpið varð ekki að lögum.

Ákærður fyrir tvær líkamsárásir á Gamlárskvöld

Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur ákært karlmann um tvítugt fyrir tvær líkamsárásir um áramótin síðustu. Þá er hann einnig ákærður fyrir að hafa rúmlega hálft gramm af marijúana í fórum sínum í maí á þessu ári.

Snjóþekja víða um land

Snjóþekja og hálka eru víða á Vestfjörðum, á norðurlandi og norðausturlandi. Spáð er vaxandi norðanátt með snjókomu um landið norðanvert í kvöld, en bjartara syðra.

Brotist inn í Kópavogi og í Keflavík

Brotist var inn í fyrirtæki í Kópavogi og verslun í Keflavík í nótt , en þjófarnir komust undan í báðum tilvikum. Ekki liggur fyrir hvort þeir höfðu einhver verðmæti á brott með sér en málin eru í rannsókn.

Gagnrýnir Boston Globe fyrir að greina frá nafni Önnu Björns

Fyrrverandi saksóknari í Bandaríkjunum gagnrýnir blaðið Boston Globe sem greindi frá því í gær að Anna Björnsdóttir hefði sagt alríkislögreglunni bandarísku frá því hvar glæpaforinginn James Bulger gæti verið niðurkominn.

Rektor HR býst við meira fé

Ari Kristinn Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík, gerir ráð fyrir því að stefna stjórnvalda sé sú að háskólastarf á Íslandi standi ekki höllum fæti gagnvart samanburðarlöndum innan Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) og fleiri skólar en Háskóli Íslands muni því njóta aukinna fjárveitinga frá því sem nú er. Hann fagnar stofnun Aldarafmælissjóðs Háskóla Íslands og að stjórnvöld viðurkenni mikilvægi háskólastarfs með þeim hætti. „Ég vænti því þess að framhald verði á því að auka framlög til alls háskólastarfs í landinu. Þetta verður bara að vera fyrsta skrefið."

Ekkert BootCamp án breytinga á skipulagi

Eigi hús sem Fornbílaklúbbur Íslands reisti í Elliðaárdal að vera notað undir líkamsræktarstöð þarf að breyta deiliskipulagi á svæðinu. Þetta segir Ólöf Örvarsdóttir, skipulagsstjóri í Reykjavík.

Búið að ráðstafa öllu nema 7,5 milljónum

Rúmlega 35 milljónir af þeim 40 sem heitið var hafa skilað sér inn til Krabbameinsfélagsins vegna Mottumars. Áheit á netinu áttu að skila inn tæpum 30 milljónum og fyrirtæki áttu að skila inn um 10 milljónum. Enn vantar um þrjár milljónir af áheitum af netinu og um tvær milljónir frá fyrirtækjum. Þeim sem heita á einstaklinga vegna Mottumars ber engin lagaleg skylda til þess að greiða inn til félagsins.

Með 90 gyðinga á lista og horfa til sýnagógu

Leit tveggja bandarískra rabbínanema að gyðingum á Íslandi hefur borið svo góðan ávöxt að þeir sjá fyrir sér að fljótlega þurfi að koma hér upp samkomuhúsi fyrir íslenska gyðinga og á endanum sýnagógu. Þeir telja leitina hafa gengið vonum framar.

Ákærður fyrir brugg og fíkniefnasölu

Karlmaður um fimmtugt hefur verið ákærður fyrir Héraðsdómi Norðurlands eystra fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot, kannabisræktun, bruggstarfsemi og sölu dóps og landa.

500 nýjar íbúðir gætu risið

Borgarráð samþykkti á fundi sínum á fimmtudag að veita vilyrði fyrir stúdentagörðum Félagsstofnunar stúdenta (FS) við Brautarholt 7. Þar gætu risið allt að 100 íbúðir. Enn fremur var ákveðið að hefja viðræður við Háskólann í Reykjavík um að hefja undirbúning að byggingu stúdentagarða á svæði háskólans við Öskjuhlíð. Skipulagsráð kannar síðan frekari uppbyggingarmöguleika fyrir námsmannaíbúðir á tveimur svæðum í samvinnu við HÍ og FS.

Góð loðna í grænlenskri lögsögu

Fyrstu loðnunni á vertíðinni var landað á Vopnafirði um helgina. Víkingur AK, skip HB Granda, færði að landi þúsund tonna farm af stórri loðnu sem fékkst í grænlenskri lögsögu.

ASÍ gagnrýnir fjárlagafrumvarp 2012

Miðstjórn ASÍ lýsir yfir vonbrigðum með grundvallarstefnuna að baki fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar fyrir árið 2012. Lítil innistæða sé fyrir þeim veiku forsendum sem stjórnvöld gefi sér fyrir efnahagsbata.

Ólafur hafði nær takmarkalaust vald yfir henni

Guðrún Ebba Ólafsdóttir, dóttir Ólafs Skúlasonar biskups kom fram í viðtali á RÚV í kvöld. Í viðtalinu sagði hún frá bókinni "Ekki líta undan“ sem kemur út í kvöld. Hún fjallaði um kynferðisafbrot föður síns gegn sér, sagði áhrifum þeirra á líf sitt og baráttu við gleymdar minningar. Hún sagði frá því hve þungt ofbeldið lagðist á hana gegnum tíðina. Það eyðilagði jafnvel fyrir henni ákveðnar bragðtegundir og lyktir. Til að mynda segist hún aldrei almennilega hafa getað drukkið appelsín sökum þess í undirmeðvitund hennar tengist það löngu liðnum brotum Ólafs.

Maðurinn sem teiknaði Jobs á himnum

Gísli Guðjónsson er maðurinn sem teiknaði skopmyndina af Steve Jobs við hlið himnaríkis. Hann segist mikill aðdáandi Jobs og alltaf verið Mac-maður. Þegar hann frétti af dauða Jobs fannst honum réttast að heiðra hann með skopmynd.

Vilja að skjálftunum linni

Iðnaðar- og umhverfisráðuneytið hafa óskað eftir því að mikil skjálftavirkni við Hellisheiðarvirkjun verði skoðuð. Bæjarstjórinn í Hveragerði segir skjálftana vekja ugg hjá bæjarbúum og telur að Orkuveitan verði að breyta starfsaðferðum sínum svo íbúarnir þurfi ekki að búa við síendurtekna skjálfta.

Hópráðningar á erfiðum tímum

Það eru hópráðningar en ekki hópuppsagnir hjá Skemmtigarðinum sem opnar bráðum 2000 fermetra innanhústívolí í Smáralind. Áætlað er að ráða 60 manns í vinnu og tók umsækjendur þátt í óhefðbundnu ráðningarferli í dag.

Vilja hreindýr á Vestfirði

Skotveiðifélag Íslands vill að hreindýr verið flutt á Vestfirði og telur að koma dýranna muni lengja ferðamannatímann þar. Í tíu ár hefur Skotveiðifélag Íslands kannað möguleika á að fjölga íslensku hreindýrunum. Áhugamenn um að hreindýr verði flutt á Vestfirði hittust því á fundi á Ísafirði í dag. Stefnan er að stofna sérstök samtök í desember til að vinna að þessari hugmynd.

Samband komið á farsíma

Farsímaþjónusta Vodafone er nú komin í lag, eftir að hafa legið niðri vegna bilunar í dreifikerfi Nova og Vodafone. Viðskiptavinir gætu þó þurft að endurræsa símtæki sín svo tækin skrái sig að nýju inn á kerfin. Tæknimenn hófust handa við að leysa vandann um leið og hans var vart og fljótlega tókst að greina orsök hans. Viðgerð lauk um kl. 20 í kvöld. Engar truflanir urðu á net- og heimasímaþjónustu.

Sprengiefnið enn ófundið

Um fjögur hundruð kíló af sprengiefni sem stolið var í síðustu viku eru enn ófundin. Lögreglunni hafa borist nokkrar ábendingar sem hún skoðar. Sprengiefnið var á vinnusvæði í Þormóðsdal ofan við Hafravatn. Efnið var geymt í tveimur gámum sem voru vel læstir. Þjófarnir virðast hafa undirbúið sig nokkuð vel en þeir notuð meðal annars logskurðartæki til að komast inn í gámana.

Lyf yfirvalda ekki þau bestu

Kvensjúkdómalæknar sem látið hafa bólusetja dætur sínar gegn HPV-sýkingum, sem geta valdið leghálskrabbameini, völdu annað lyf en það sem yfirvöld nota til að bólusetja stúlkur með í dag. Gríðarlegur verðmunur gerði útslagið um hvort bóluefnið var valið.

Farsímar enn sambandslausir

Farsímasamband liggur enn niðri hjá stórum hluta símnotenda hjá Vodafone og Nova. Visir greindi frá því fyrr í dag að bilunin myndi aðeins vara fáeinar mínútur. Annað kom á daginn og sambandslaust hefur nú verið hjá farsímanotendum í lengri tíma. Ástæða þess er bilun í kerfum fyrirtækjanna, sem valdið hefur truflunum á símaþjónustu við farsíma. Tæknimenn hófust handa um leið og bilunarinnar varð vart og hafa nú staðsett bilunina. Unnið er að viðgerð.

Farsímar sambandslausir

Farsímakerfi Vodafone og Nova liggur niðri eins og stendur. Unnið er að lausn á málinu. Kerfið datt út fyrir nokkrum mínútum síðar. Ekki er um kerfið í heild sinni að ræða, heldur aðeins ákveðin númer sem liggja niðri. Svipuð bilun hefur komið upp áður en þá tók aðeins um 7 mínútur að leysa vandann. Farsímanotendur þurfa því ekki að örvænta vegna langvarandi bilunar.

Sauðburður á undarlegum tíma

Fimm vetra ær af Litlu-Ávík á ströndum var í morgun borin tveim hrútlömbum. Þegar bóndinn Sigursteinn Sveinbjörnsson athugaði fé sitt fyrir hádegi í dag blöstu þessi merkilegu tíðindi við honum. Hann kom ánni og lömbunum í hús hið fyrsta, enda norðanátt og snjókoma á svæðinu. Eins og menn vita er sauðburður að vori og sjaldgæft að ær beri á haustin. Þess skal þó getið að þetta er ekki í fyrsta sinn sem það ber til í Litlu-Ávík, því árið 2004 bar þar önnur ær tveim lömbum um miðja sláturtíð. Féð á þeim bæ virðist því nokkuð kenjótt.

Sjá næstu 50 fréttir