Innlent

Blekktu starfsmenn Kaupþings til að millifæra yfir hálfa milljón

Héraðsdómur Reykjavíkur
Héraðsdómur Reykjavíkur
Rúmlega þrítugir karlmenn voru dæmdir í skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag fyrir fjársvik. Tveir aðrir einstaklingar sem hylmdu yfir brot þeirra voru einnig dæmdir til refsingar.

Mennirnir blekktu starfsmenn Kaupþings banka, nú Arion banka, til að millifæra án heimildar samtals 634 þúsund krónur af reikningi annars manns.

Þeir hringdu í bankann og gáfu upp kennitölu mannsins og leyninúmer reikningsins, sem þeir höfðu komist yfir. Peningana létu þeir svo millifæra á reikninga hjá tveimur öðrum einstaklingum sem og hjá öðrum manninum.  Þetta gerðu þeir á tímabilinu 11. september til 22. desember árið 2008

Annar maðurinn var dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi í tvö ár og hinn í tveggja mánaða fangelsi í tvö ár. Þá voru þeir dæmdir til að greiða manninum sem þeir stálu peningunum af, samtals 835 þúsund krónur með vöxtum.

Kona sem tók við peningunum var dæmd í 45 daga skilorðsbundið fangelsi og annar maður sem tók við peningum dæmdur í 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir hylmingu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×