Ekkert BootCamp án breytinga á skipulagi 10. október 2011 06:00 Rafstöðvarvegur 9 Húsið var rétt orðið fokhelt þegar Fornbílaklúbburinn varð uppiskroppa með fé og neyddist til að selja það. Í nánast sambyggðu húsi rak Orkuveitan minjasafn en hefur nú líka selt húsið.Fréttablaðið/vilhelm Ólöf Örvarsdóttir Eigi hús sem Fornbílaklúbbur Íslands reisti í Elliðaárdal að vera notað undir líkamsræktarstöð þarf að breyta deiliskipulagi á svæðinu. Þetta segir Ólöf Örvarsdóttir, skipulagsstjóri í Reykjavík. „Þetta er viðkvæmt svæði og skipulagt sem safnasvæði. Það deiliskipulag stendur og hefur ekki verið breytt,“ segir Ólöf. Fréttablaðið sagði frá því á laugardag að Fornbílaklúbburinn, sem fékk lóðina að gjöf frá borginni um miðjan síðasta áratug til að koma þar á fót fornbílasafni, hefði selt hús sitt þar. Líkamsræktarstöðin BootCamp hefur nú tilkynnt á vefsíðu sinni að starfsemin muni senn flytjast þangað. „Það er alveg ljóst hvað má samkvæmt deiliskipulagi og það er að hafa þarna söfn,“ segir Ólöf. „Það þarf hugsanlega að taka afstöðu til þess hvort skipulaginu verður breytt og þá hvernig en sú niðurstaða er ekki enn komin,“ segir hún. Málið sé nú í umsagnarferli í borgarkerfinu. Hún segir skipulagsyfirvöld þó ekki hafa verið því fráhverf að á þessum stað risi líkamsrækt. „Við höfum talið að það gæti átt vel við að hafa þarna einhvers konar líkamsrækt sem gæti nýtt dalinn og höfum haft jákvætt viðhorf gagnvart slíkum hugmyndum, en það þarf þá klárlega að breyta deiliskipulagi.“ Þumalputtareglan sé að slíkar breytingar taki um þrjá mánuði. Þegar Fornbílaklúbburinn fékk lóðinni úthlutað fylgdu því engar kvaðir, „ekki einu sinni að við opnuðum þetta safn“, eins og Jón Hermann Sigurjónsson, ritari klúbbsins, sagði við Fréttablaðið á laugardag. „Þetta er mjög óheppilegt,“ segir Páll Hjaltason, formaður skipulagsráðs Reykjavíkurborgar. „En það er erfitt að eiga við fortíðardrauga.“ Hann tekur fram að hann þekki þetta tiltekna mál ekki í þaula en sé þó þeirrar skoðunar að ekki eigi að úthluta félagasamtökum lóðum án endurgjalds án þess að skilyrða það með einhverjum hætti, sérstaklega þegar lóðin er á almenningssvæði eins og í Elliðaárdal. Hugsanlega ættu borgaryfirvöld að áskilja sér forkaupsrétt á byggingum á slíkum lóðum. „Ég mundi allavega ekki styðja svona aðgerð í dag,“ segir Páll Hjaltason.stigur@frettabladid.isPáll Hjaltason Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Sleginn í andlitið með hnúajárni Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Fleiri fréttir Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Sjá meira
Ólöf Örvarsdóttir Eigi hús sem Fornbílaklúbbur Íslands reisti í Elliðaárdal að vera notað undir líkamsræktarstöð þarf að breyta deiliskipulagi á svæðinu. Þetta segir Ólöf Örvarsdóttir, skipulagsstjóri í Reykjavík. „Þetta er viðkvæmt svæði og skipulagt sem safnasvæði. Það deiliskipulag stendur og hefur ekki verið breytt,“ segir Ólöf. Fréttablaðið sagði frá því á laugardag að Fornbílaklúbburinn, sem fékk lóðina að gjöf frá borginni um miðjan síðasta áratug til að koma þar á fót fornbílasafni, hefði selt hús sitt þar. Líkamsræktarstöðin BootCamp hefur nú tilkynnt á vefsíðu sinni að starfsemin muni senn flytjast þangað. „Það er alveg ljóst hvað má samkvæmt deiliskipulagi og það er að hafa þarna söfn,“ segir Ólöf. „Það þarf hugsanlega að taka afstöðu til þess hvort skipulaginu verður breytt og þá hvernig en sú niðurstaða er ekki enn komin,“ segir hún. Málið sé nú í umsagnarferli í borgarkerfinu. Hún segir skipulagsyfirvöld þó ekki hafa verið því fráhverf að á þessum stað risi líkamsrækt. „Við höfum talið að það gæti átt vel við að hafa þarna einhvers konar líkamsrækt sem gæti nýtt dalinn og höfum haft jákvætt viðhorf gagnvart slíkum hugmyndum, en það þarf þá klárlega að breyta deiliskipulagi.“ Þumalputtareglan sé að slíkar breytingar taki um þrjá mánuði. Þegar Fornbílaklúbburinn fékk lóðinni úthlutað fylgdu því engar kvaðir, „ekki einu sinni að við opnuðum þetta safn“, eins og Jón Hermann Sigurjónsson, ritari klúbbsins, sagði við Fréttablaðið á laugardag. „Þetta er mjög óheppilegt,“ segir Páll Hjaltason, formaður skipulagsráðs Reykjavíkurborgar. „En það er erfitt að eiga við fortíðardrauga.“ Hann tekur fram að hann þekki þetta tiltekna mál ekki í þaula en sé þó þeirrar skoðunar að ekki eigi að úthluta félagasamtökum lóðum án endurgjalds án þess að skilyrða það með einhverjum hætti, sérstaklega þegar lóðin er á almenningssvæði eins og í Elliðaárdal. Hugsanlega ættu borgaryfirvöld að áskilja sér forkaupsrétt á byggingum á slíkum lóðum. „Ég mundi allavega ekki styðja svona aðgerð í dag,“ segir Páll Hjaltason.stigur@frettabladid.isPáll Hjaltason
Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Sleginn í andlitið með hnúajárni Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Fleiri fréttir Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Sjá meira