Lyf yfirvalda ekki þau bestu Erla Hlynsdóttir skrifar 9. október 2011 20:00 Þórólfur Guðnason Kvensjúkdómalæknar sem látið hafa bólusetja dætur sínar gegn HPV-sýkingum, sem geta valdið leghálskrabbameini, völdu annað lyf en það sem yfirvöld nota til að bólusetja stúlkur með í dag. Gríðarlegur verðmunur gerði útslagið um hvort bóluefnið var valið. HPV-bólusetning fyrir tólf ára stúlkur hófst í haust og verður í framtíðinni hluti af almennum bólusetningum barna. Bóluefnið sem almennt er notað kallast Cervarix en einnig er á markaðnum bóluefnið Gardasil, sem veitir ennfremur vörn gegn kynfæravörtum. Eftir útboð á vegum Landslæknisembættisins kom í ljós að fyrrnefnda lyfið var um 70 prósentum ódýrara, og það því valið. „Ég held að ég geti fullyrt fyrir hönd minna félagsmanna að við hefðum öll frekar valið Gardasil þar sem það veitir betri vörn gegn kynfæravörtum. Því til stuðnings get ég sagt að þau okkar sem hafa látið bólusetja okkar dætur, við höfum notað Gardasil, þó það sé aðeins dýrara en Cervarix," segir Hulda Hjartardóttir, formaður íslenskra fæðingar- og kvensjúkdómalækna. Þórólfur Guðnason, yfirlæknir á sóttvarnasviði embættis Landlæknis bendir á að ákveðin lög gilda um útboð og kaup á vegum hins opinbera og því hafi ekki einfaldlega verið hægt að velja annað lyfið. „Samkvæmt þessum reglum er það ekki hægt. Þá hefðum við fengið á okkur kærur," segir Þórólfur og bætir við að ef ekki hefði verið farið í útboð hefði þurft að kaupa annað bóluefnið á markaðsvirði, sem hefði kostað álíka mikið og allar ungbarnabólusetningar sem nú eru í gangi. „Ég tel mjög sterk rök hníga að því að þá hefði engin bólusetning farið af stað gegn HPV hér á Íslandi í þessum efnahagsþrengingum sem nú eru," segir Þórólfur. Cervarix veitir góða vörn gegn HPV-sýkingum og telja læknar því mun betri kost að velja það bóluefni en að sleppa bólusetningu. Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira
Kvensjúkdómalæknar sem látið hafa bólusetja dætur sínar gegn HPV-sýkingum, sem geta valdið leghálskrabbameini, völdu annað lyf en það sem yfirvöld nota til að bólusetja stúlkur með í dag. Gríðarlegur verðmunur gerði útslagið um hvort bóluefnið var valið. HPV-bólusetning fyrir tólf ára stúlkur hófst í haust og verður í framtíðinni hluti af almennum bólusetningum barna. Bóluefnið sem almennt er notað kallast Cervarix en einnig er á markaðnum bóluefnið Gardasil, sem veitir ennfremur vörn gegn kynfæravörtum. Eftir útboð á vegum Landslæknisembættisins kom í ljós að fyrrnefnda lyfið var um 70 prósentum ódýrara, og það því valið. „Ég held að ég geti fullyrt fyrir hönd minna félagsmanna að við hefðum öll frekar valið Gardasil þar sem það veitir betri vörn gegn kynfæravörtum. Því til stuðnings get ég sagt að þau okkar sem hafa látið bólusetja okkar dætur, við höfum notað Gardasil, þó það sé aðeins dýrara en Cervarix," segir Hulda Hjartardóttir, formaður íslenskra fæðingar- og kvensjúkdómalækna. Þórólfur Guðnason, yfirlæknir á sóttvarnasviði embættis Landlæknis bendir á að ákveðin lög gilda um útboð og kaup á vegum hins opinbera og því hafi ekki einfaldlega verið hægt að velja annað lyfið. „Samkvæmt þessum reglum er það ekki hægt. Þá hefðum við fengið á okkur kærur," segir Þórólfur og bætir við að ef ekki hefði verið farið í útboð hefði þurft að kaupa annað bóluefnið á markaðsvirði, sem hefði kostað álíka mikið og allar ungbarnabólusetningar sem nú eru í gangi. „Ég tel mjög sterk rök hníga að því að þá hefði engin bólusetning farið af stað gegn HPV hér á Íslandi í þessum efnahagsþrengingum sem nú eru," segir Þórólfur. Cervarix veitir góða vörn gegn HPV-sýkingum og telja læknar því mun betri kost að velja það bóluefni en að sleppa bólusetningu.
Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira