Innlent

Rændi banka og fékk sér pítsu og bjór

Lögreglumenn handtóku bankaræningjann áður en hann fékk sína langþráðu pítsu.
Lögreglumenn handtóku bankaræningjann áður en hann fékk sína langþráðu pítsu.
Rúmlega fimmtugur karlmaður var handtekinn í Yuma í Arizona í Bandaríkjunum um helgina eftir að hann rændi banka. Maðurinn gekk inn í bankann skömmu eftir hádegi á laugardaginn vopnaður hnífi og heimtaði að fá peninga.

Samkvæmt fréttastofu AP komst maðurinn undan með ótilgreinda fjárhæð. En í stað þess að forða sér í burtu hljóp maðurinn á næsta skyndibitastað og pantaði sér pítsu og bjór.

Það tók ekki langan tíma fyrir lögregluna að hafa upp á manninum, því hann var handtekinn áður en hann fékk að bragða á flatbökunni




Fleiri fréttir

Sjá meira


×