Með 90 gyðinga á lista og horfa til sýnagógu 10. október 2011 05:30 Berel Pewzner og Mendy Tzfasman eru hæstánægðir með árangurinn síðan í vor. Þeir hafa farið í sams konar leiðangra til annarra landa.Mynd/úr einkasafni Leit tveggja bandarískra rabbínanema að gyðingum á Íslandi hefur borið svo góðan ávöxt að þeir sjá fyrir sér að fljótlega þurfi að koma hér upp samkomuhúsi fyrir íslenska gyðinga og á endanum sýnagógu. Þeir telja leitina hafa gengið vonum framar. „Við erum núna komnir með lista yfir níutíu gyðinga sem búa á Íslandi. Við erum mjög ánægðir með árangurinn af leitinni,“ segir Berel Pewzner. „Þeir eru eflaust fleiri og leitin stendur enn.“ Fréttablaðið greindi frá því í apríl síðastliðnum að Pewzner hefði komið til landsins í tveggja vikna heimsókn ásamt félaga sínum, Mendy Tzfasman, í því skyni að koma hér upp samfélagi gyðinga. Þeir höfðu þá farið í sams konar ferðir til annarra landa. Félagarnir gengu um götur bæjarins, kíktu í verslanir og spurðu fólk hvort það vissi um gyðinga búsetta hérlendis. Afrakstur fyrstu heimsóknarinnar var listi yfir fjörutíu manns. „Við báðum allt þetta fólk um að benda okkur á fleiri einstaklinga, við leituðum áfram með hjálp internetsins og greinin í Fréttablaðinu hjálpaði mikið til – það var mjög margt fólk sem hafði samband við okkur í kjölfar þess að hún birtist,“ segir Pewzner. „Þannig stækkaði hópurinn hægt og bítandi.“ Pewzner hefur verið staddur hér á landi undanfarnar vikur og í septemberlok hélt hann meðal annars bænastundir fyrir samfélag gyðinga hérlendis í tilefni af nýárshátíð gyðinga, Rosh Hashanah. Þá hefur einnig verið blásið til hátíðarmálsverða af öðrum tilefnum og fjölda smærri uppákoma. Þeir Pewzner og Tzfasman hafa einnig staðið fyrir fræðslu. „Við kennum Tóra [helsta helgirit gyðinga], Talmúð [hina trúarlegu lögbók] og kabbalah og hvernig boðskapur ritanna tengist daglegu lífi okkar. Þá skoðum við atburði líðandi stundar út frá sjónarhorni gyðinga,“ segir Pewzner. Þeir kenni einkum fullorðnum gyðingum en einnig slæðingi af börnum. „Staða gyðingdómsins á Íslandi er mjög góð og við horfum björtum augum til framtíðar,“ segir Pewzner. „Við teljum að það muni óhjákvæmilega þurfa að reisa samkomuhús og sýnagógu í Reykjavík,“ bætir hann við. stigur@frettabladid.is Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira
Leit tveggja bandarískra rabbínanema að gyðingum á Íslandi hefur borið svo góðan ávöxt að þeir sjá fyrir sér að fljótlega þurfi að koma hér upp samkomuhúsi fyrir íslenska gyðinga og á endanum sýnagógu. Þeir telja leitina hafa gengið vonum framar. „Við erum núna komnir með lista yfir níutíu gyðinga sem búa á Íslandi. Við erum mjög ánægðir með árangurinn af leitinni,“ segir Berel Pewzner. „Þeir eru eflaust fleiri og leitin stendur enn.“ Fréttablaðið greindi frá því í apríl síðastliðnum að Pewzner hefði komið til landsins í tveggja vikna heimsókn ásamt félaga sínum, Mendy Tzfasman, í því skyni að koma hér upp samfélagi gyðinga. Þeir höfðu þá farið í sams konar ferðir til annarra landa. Félagarnir gengu um götur bæjarins, kíktu í verslanir og spurðu fólk hvort það vissi um gyðinga búsetta hérlendis. Afrakstur fyrstu heimsóknarinnar var listi yfir fjörutíu manns. „Við báðum allt þetta fólk um að benda okkur á fleiri einstaklinga, við leituðum áfram með hjálp internetsins og greinin í Fréttablaðinu hjálpaði mikið til – það var mjög margt fólk sem hafði samband við okkur í kjölfar þess að hún birtist,“ segir Pewzner. „Þannig stækkaði hópurinn hægt og bítandi.“ Pewzner hefur verið staddur hér á landi undanfarnar vikur og í septemberlok hélt hann meðal annars bænastundir fyrir samfélag gyðinga hérlendis í tilefni af nýárshátíð gyðinga, Rosh Hashanah. Þá hefur einnig verið blásið til hátíðarmálsverða af öðrum tilefnum og fjölda smærri uppákoma. Þeir Pewzner og Tzfasman hafa einnig staðið fyrir fræðslu. „Við kennum Tóra [helsta helgirit gyðinga], Talmúð [hina trúarlegu lögbók] og kabbalah og hvernig boðskapur ritanna tengist daglegu lífi okkar. Þá skoðum við atburði líðandi stundar út frá sjónarhorni gyðinga,“ segir Pewzner. Þeir kenni einkum fullorðnum gyðingum en einnig slæðingi af börnum. „Staða gyðingdómsins á Íslandi er mjög góð og við horfum björtum augum til framtíðar,“ segir Pewzner. „Við teljum að það muni óhjákvæmilega þurfa að reisa samkomuhús og sýnagógu í Reykjavík,“ bætir hann við. stigur@frettabladid.is
Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira