Innlent

Sauðburður á undarlegum tíma

Ærin Menja með lömbum sínum tveimur.
Ærin Menja með lömbum sínum tveimur.
Fimm vetra ær af Litlu-Ávík á ströndum var í morgun borin tveim hrútlömbum. Þegar bóndinn Sigursteinn Sveinbjörnsson athugaði fé sitt fyrir hádegi í dag blöstu þessi merkilegu tíðindi við honum. Hann kom ánni og lömbunum í hús hið fyrsta, enda norðanátt og snjókoma á svæðinu.

Eins og menn vita er sauðburður að vori og sjaldgæft að ær beri á haustin. Þess skal þó getið að þetta er ekki í fyrsta sinn sem það ber til í Litlu-Ávík, því árið 2004 bar þar önnur ær tveim lömbum um miðja sláturtíð. Féð á þeim bæ virðist því nokkuð kenjótt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×