Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 8. ágúst 2025 22:26 Donald Trump og Vladimir Pútín, forsetar Rússlands og Bandaríkjanna. getty Donald Trump Bandaríkjaforseti og Vladímír Pútín Rússlandsforseti munu funda í Alaska föstudaginn 15. ágúst. Fyrr í kvöld sagði Trump að friðarsamkomulag fæli í sér skiptingu á landsvæðum. Þessu greinir Trump frá í færslu á samfélagsmiðli sínum í kvöld en mikil eftirvænting er eftir fundi leiðtoganna tveggja. Í Alaska munu þeir freista þess að ná saman um hvernig ætti að binda enda á innrásarstríð Rússlands í Úkraínu, án þess að Selenskí eða nokkur annar Úkraínumaður sitji við borðið. Friður feli í sér að eftirláta landsvæði Fyrr í kvöld lét Trump hafa það eftir sér að friðarsamkomulag milli Úkraínu og Rússlands ætti eftir að fela í sér deilingu á landsvæði. Hann tilgreindi ekki hvaða landsvæði hann átti við en Rússar hafa náð stjórn yfir öllu Lúhansk héraði og stærstu hlutum Dónetsk-, Sapóríssjíu- og Khersonhéruðum. „Það verður einhver skipting á landsvæðum til heilla báðum aðilum,“ sagði hann við blaðamenn í kvöld. Trump hefur lengi reynt að fá Pútín og Selenskí saman á fund sinn en Rússar hafa ekki virst fúsir til friðarviðræðna til þessa. Selenskí reyndi sjálfur að fá Pútín til að funda með sér í Ankara, höfuðborg Tyrklands, með milligöngu Erdoğan Tyrklandsforseta en frá Rússlandi kom aðeins samninganefnd. Viðræðurnar þokuðust lítið sem ekkert áfram þar en Pútín hefur staðið fast á sínum ófrávíkjanlegu kröfum sem ólíklegt er að Úkraínumenn muni gangast við. Borið undir Bandaríkjastjórn á fundinum í Moskvu Fyrr í dag greindi Wall Street Journal frá því að Pútín Rússlandsforseti hefði fyrr í vikunni gert Bandaríkjamönnum tilboð. Hann hafi kvaðst binda enda á átökin í skiptum fyrir að Rússland innlimaði austurhéröð Úkraínu sem eru að hluta til undir stjórn Rússlandshers, það er Dónetsk og Lúhansk. Sjá einnig: Með sömu óásættanlegu kröfurnar Heimildum greinir á um hver örlög hinna héraðanna tveggja sem eru að miklu leyti í höndum Rússa, Sapóríssjíu og Kherson, yrðu gengist Trump við kröfum Pútíns en þetta tilboð á Pútín að hafa gert Steve Witkoff, sérstökum erindreka Bandaríkjastjórnar, á fundi þeirra í Moskvu á miðvikudaginn. Samkvæmt umfjöllun Wall Street Journal óttast leiðtogar í Úkraínu og Evrópu að fundur Pútíns og Trump sé til þess eins haldinn að fresta álagningu þungra tolla sem sá síðarnefndi hefur heitið og freista þess að ná frekar fram á víglínunni á meðan. Bandaríkin Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Donald Trump Vladimír Pútín Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Fleiri fréttir Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Sjá meira
Þessu greinir Trump frá í færslu á samfélagsmiðli sínum í kvöld en mikil eftirvænting er eftir fundi leiðtoganna tveggja. Í Alaska munu þeir freista þess að ná saman um hvernig ætti að binda enda á innrásarstríð Rússlands í Úkraínu, án þess að Selenskí eða nokkur annar Úkraínumaður sitji við borðið. Friður feli í sér að eftirláta landsvæði Fyrr í kvöld lét Trump hafa það eftir sér að friðarsamkomulag milli Úkraínu og Rússlands ætti eftir að fela í sér deilingu á landsvæði. Hann tilgreindi ekki hvaða landsvæði hann átti við en Rússar hafa náð stjórn yfir öllu Lúhansk héraði og stærstu hlutum Dónetsk-, Sapóríssjíu- og Khersonhéruðum. „Það verður einhver skipting á landsvæðum til heilla báðum aðilum,“ sagði hann við blaðamenn í kvöld. Trump hefur lengi reynt að fá Pútín og Selenskí saman á fund sinn en Rússar hafa ekki virst fúsir til friðarviðræðna til þessa. Selenskí reyndi sjálfur að fá Pútín til að funda með sér í Ankara, höfuðborg Tyrklands, með milligöngu Erdoğan Tyrklandsforseta en frá Rússlandi kom aðeins samninganefnd. Viðræðurnar þokuðust lítið sem ekkert áfram þar en Pútín hefur staðið fast á sínum ófrávíkjanlegu kröfum sem ólíklegt er að Úkraínumenn muni gangast við. Borið undir Bandaríkjastjórn á fundinum í Moskvu Fyrr í dag greindi Wall Street Journal frá því að Pútín Rússlandsforseti hefði fyrr í vikunni gert Bandaríkjamönnum tilboð. Hann hafi kvaðst binda enda á átökin í skiptum fyrir að Rússland innlimaði austurhéröð Úkraínu sem eru að hluta til undir stjórn Rússlandshers, það er Dónetsk og Lúhansk. Sjá einnig: Með sömu óásættanlegu kröfurnar Heimildum greinir á um hver örlög hinna héraðanna tveggja sem eru að miklu leyti í höndum Rússa, Sapóríssjíu og Kherson, yrðu gengist Trump við kröfum Pútíns en þetta tilboð á Pútín að hafa gert Steve Witkoff, sérstökum erindreka Bandaríkjastjórnar, á fundi þeirra í Moskvu á miðvikudaginn. Samkvæmt umfjöllun Wall Street Journal óttast leiðtogar í Úkraínu og Evrópu að fundur Pútíns og Trump sé til þess eins haldinn að fresta álagningu þungra tolla sem sá síðarnefndi hefur heitið og freista þess að ná frekar fram á víglínunni á meðan.
Bandaríkin Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Donald Trump Vladimír Pútín Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Fleiri fréttir Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Sjá meira