Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 8. ágúst 2025 22:26 Donald Trump og Vladimir Pútín, forsetar Rússlands og Bandaríkjanna. getty Donald Trump Bandaríkjaforseti og Vladímír Pútín Rússlandsforseti munu funda í Alaska föstudaginn 15. ágúst. Fyrr í kvöld sagði Trump að friðarsamkomulag fæli í sér skiptingu á landsvæðum. Þessu greinir Trump frá í færslu á samfélagsmiðli sínum í kvöld en mikil eftirvænting er eftir fundi leiðtoganna tveggja. Í Alaska munu þeir freista þess að ná saman um hvernig ætti að binda enda á innrásarstríð Rússlands í Úkraínu, án þess að Selenskí eða nokkur annar Úkraínumaður sitji við borðið. Friður feli í sér að eftirláta landsvæði Fyrr í kvöld lét Trump hafa það eftir sér að friðarsamkomulag milli Úkraínu og Rússlands ætti eftir að fela í sér deilingu á landsvæði. Hann tilgreindi ekki hvaða landsvæði hann átti við en Rússar hafa náð stjórn yfir öllu Lúhansk héraði og stærstu hlutum Dónetsk-, Sapóríssjíu- og Khersonhéruðum. „Það verður einhver skipting á landsvæðum til heilla báðum aðilum,“ sagði hann við blaðamenn í kvöld. Trump hefur lengi reynt að fá Pútín og Selenskí saman á fund sinn en Rússar hafa ekki virst fúsir til friðarviðræðna til þessa. Selenskí reyndi sjálfur að fá Pútín til að funda með sér í Ankara, höfuðborg Tyrklands, með milligöngu Erdoğan Tyrklandsforseta en frá Rússlandi kom aðeins samninganefnd. Viðræðurnar þokuðust lítið sem ekkert áfram þar en Pútín hefur staðið fast á sínum ófrávíkjanlegu kröfum sem ólíklegt er að Úkraínumenn muni gangast við. Borið undir Bandaríkjastjórn á fundinum í Moskvu Fyrr í dag greindi Wall Street Journal frá því að Pútín Rússlandsforseti hefði fyrr í vikunni gert Bandaríkjamönnum tilboð. Hann hafi kvaðst binda enda á átökin í skiptum fyrir að Rússland innlimaði austurhéröð Úkraínu sem eru að hluta til undir stjórn Rússlandshers, það er Dónetsk og Lúhansk. Sjá einnig: Með sömu óásættanlegu kröfurnar Heimildum greinir á um hver örlög hinna héraðanna tveggja sem eru að miklu leyti í höndum Rússa, Sapóríssjíu og Kherson, yrðu gengist Trump við kröfum Pútíns en þetta tilboð á Pútín að hafa gert Steve Witkoff, sérstökum erindreka Bandaríkjastjórnar, á fundi þeirra í Moskvu á miðvikudaginn. Samkvæmt umfjöllun Wall Street Journal óttast leiðtogar í Úkraínu og Evrópu að fundur Pútíns og Trump sé til þess eins haldinn að fresta álagningu þungra tolla sem sá síðarnefndi hefur heitið og freista þess að ná frekar fram á víglínunni á meðan. Bandaríkin Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Donald Trump Vladimír Pútín Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Sjá meira
Þessu greinir Trump frá í færslu á samfélagsmiðli sínum í kvöld en mikil eftirvænting er eftir fundi leiðtoganna tveggja. Í Alaska munu þeir freista þess að ná saman um hvernig ætti að binda enda á innrásarstríð Rússlands í Úkraínu, án þess að Selenskí eða nokkur annar Úkraínumaður sitji við borðið. Friður feli í sér að eftirláta landsvæði Fyrr í kvöld lét Trump hafa það eftir sér að friðarsamkomulag milli Úkraínu og Rússlands ætti eftir að fela í sér deilingu á landsvæði. Hann tilgreindi ekki hvaða landsvæði hann átti við en Rússar hafa náð stjórn yfir öllu Lúhansk héraði og stærstu hlutum Dónetsk-, Sapóríssjíu- og Khersonhéruðum. „Það verður einhver skipting á landsvæðum til heilla báðum aðilum,“ sagði hann við blaðamenn í kvöld. Trump hefur lengi reynt að fá Pútín og Selenskí saman á fund sinn en Rússar hafa ekki virst fúsir til friðarviðræðna til þessa. Selenskí reyndi sjálfur að fá Pútín til að funda með sér í Ankara, höfuðborg Tyrklands, með milligöngu Erdoğan Tyrklandsforseta en frá Rússlandi kom aðeins samninganefnd. Viðræðurnar þokuðust lítið sem ekkert áfram þar en Pútín hefur staðið fast á sínum ófrávíkjanlegu kröfum sem ólíklegt er að Úkraínumenn muni gangast við. Borið undir Bandaríkjastjórn á fundinum í Moskvu Fyrr í dag greindi Wall Street Journal frá því að Pútín Rússlandsforseti hefði fyrr í vikunni gert Bandaríkjamönnum tilboð. Hann hafi kvaðst binda enda á átökin í skiptum fyrir að Rússland innlimaði austurhéröð Úkraínu sem eru að hluta til undir stjórn Rússlandshers, það er Dónetsk og Lúhansk. Sjá einnig: Með sömu óásættanlegu kröfurnar Heimildum greinir á um hver örlög hinna héraðanna tveggja sem eru að miklu leyti í höndum Rússa, Sapóríssjíu og Kherson, yrðu gengist Trump við kröfum Pútíns en þetta tilboð á Pútín að hafa gert Steve Witkoff, sérstökum erindreka Bandaríkjastjórnar, á fundi þeirra í Moskvu á miðvikudaginn. Samkvæmt umfjöllun Wall Street Journal óttast leiðtogar í Úkraínu og Evrópu að fundur Pútíns og Trump sé til þess eins haldinn að fresta álagningu þungra tolla sem sá síðarnefndi hefur heitið og freista þess að ná frekar fram á víglínunni á meðan.
Bandaríkin Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Donald Trump Vladimír Pútín Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“