Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 8. ágúst 2025 22:26 Donald Trump og Vladimir Pútín, forsetar Rússlands og Bandaríkjanna. getty Donald Trump Bandaríkjaforseti og Vladímír Pútín Rússlandsforseti munu funda í Alaska föstudaginn 15. ágúst. Fyrr í kvöld sagði Trump að friðarsamkomulag fæli í sér skiptingu á landsvæðum. Þessu greinir Trump frá í færslu á samfélagsmiðli sínum í kvöld en mikil eftirvænting er eftir fundi leiðtoganna tveggja. Í Alaska munu þeir freista þess að ná saman um hvernig ætti að binda enda á innrásarstríð Rússlands í Úkraínu, án þess að Selenskí eða nokkur annar Úkraínumaður sitji við borðið. Friður feli í sér að eftirláta landsvæði Fyrr í kvöld lét Trump hafa það eftir sér að friðarsamkomulag milli Úkraínu og Rússlands ætti eftir að fela í sér deilingu á landsvæði. Hann tilgreindi ekki hvaða landsvæði hann átti við en Rússar hafa náð stjórn yfir öllu Lúhansk héraði og stærstu hlutum Dónetsk-, Sapóríssjíu- og Khersonhéruðum. „Það verður einhver skipting á landsvæðum til heilla báðum aðilum,“ sagði hann við blaðamenn í kvöld. Trump hefur lengi reynt að fá Pútín og Selenskí saman á fund sinn en Rússar hafa ekki virst fúsir til friðarviðræðna til þessa. Selenskí reyndi sjálfur að fá Pútín til að funda með sér í Ankara, höfuðborg Tyrklands, með milligöngu Erdoğan Tyrklandsforseta en frá Rússlandi kom aðeins samninganefnd. Viðræðurnar þokuðust lítið sem ekkert áfram þar en Pútín hefur staðið fast á sínum ófrávíkjanlegu kröfum sem ólíklegt er að Úkraínumenn muni gangast við. Borið undir Bandaríkjastjórn á fundinum í Moskvu Fyrr í dag greindi Wall Street Journal frá því að Pútín Rússlandsforseti hefði fyrr í vikunni gert Bandaríkjamönnum tilboð. Hann hafi kvaðst binda enda á átökin í skiptum fyrir að Rússland innlimaði austurhéröð Úkraínu sem eru að hluta til undir stjórn Rússlandshers, það er Dónetsk og Lúhansk. Sjá einnig: Með sömu óásættanlegu kröfurnar Heimildum greinir á um hver örlög hinna héraðanna tveggja sem eru að miklu leyti í höndum Rússa, Sapóríssjíu og Kherson, yrðu gengist Trump við kröfum Pútíns en þetta tilboð á Pútín að hafa gert Steve Witkoff, sérstökum erindreka Bandaríkjastjórnar, á fundi þeirra í Moskvu á miðvikudaginn. Samkvæmt umfjöllun Wall Street Journal óttast leiðtogar í Úkraínu og Evrópu að fundur Pútíns og Trump sé til þess eins haldinn að fresta álagningu þungra tolla sem sá síðarnefndi hefur heitið og freista þess að ná frekar fram á víglínunni á meðan. Bandaríkin Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Donald Trump Vladimír Pútín Mest lesið Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Von um frið en uggur um efndir Erlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Fleiri fréttir Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Sjá meira
Þessu greinir Trump frá í færslu á samfélagsmiðli sínum í kvöld en mikil eftirvænting er eftir fundi leiðtoganna tveggja. Í Alaska munu þeir freista þess að ná saman um hvernig ætti að binda enda á innrásarstríð Rússlands í Úkraínu, án þess að Selenskí eða nokkur annar Úkraínumaður sitji við borðið. Friður feli í sér að eftirláta landsvæði Fyrr í kvöld lét Trump hafa það eftir sér að friðarsamkomulag milli Úkraínu og Rússlands ætti eftir að fela í sér deilingu á landsvæði. Hann tilgreindi ekki hvaða landsvæði hann átti við en Rússar hafa náð stjórn yfir öllu Lúhansk héraði og stærstu hlutum Dónetsk-, Sapóríssjíu- og Khersonhéruðum. „Það verður einhver skipting á landsvæðum til heilla báðum aðilum,“ sagði hann við blaðamenn í kvöld. Trump hefur lengi reynt að fá Pútín og Selenskí saman á fund sinn en Rússar hafa ekki virst fúsir til friðarviðræðna til þessa. Selenskí reyndi sjálfur að fá Pútín til að funda með sér í Ankara, höfuðborg Tyrklands, með milligöngu Erdoğan Tyrklandsforseta en frá Rússlandi kom aðeins samninganefnd. Viðræðurnar þokuðust lítið sem ekkert áfram þar en Pútín hefur staðið fast á sínum ófrávíkjanlegu kröfum sem ólíklegt er að Úkraínumenn muni gangast við. Borið undir Bandaríkjastjórn á fundinum í Moskvu Fyrr í dag greindi Wall Street Journal frá því að Pútín Rússlandsforseti hefði fyrr í vikunni gert Bandaríkjamönnum tilboð. Hann hafi kvaðst binda enda á átökin í skiptum fyrir að Rússland innlimaði austurhéröð Úkraínu sem eru að hluta til undir stjórn Rússlandshers, það er Dónetsk og Lúhansk. Sjá einnig: Með sömu óásættanlegu kröfurnar Heimildum greinir á um hver örlög hinna héraðanna tveggja sem eru að miklu leyti í höndum Rússa, Sapóríssjíu og Kherson, yrðu gengist Trump við kröfum Pútíns en þetta tilboð á Pútín að hafa gert Steve Witkoff, sérstökum erindreka Bandaríkjastjórnar, á fundi þeirra í Moskvu á miðvikudaginn. Samkvæmt umfjöllun Wall Street Journal óttast leiðtogar í Úkraínu og Evrópu að fundur Pútíns og Trump sé til þess eins haldinn að fresta álagningu þungra tolla sem sá síðarnefndi hefur heitið og freista þess að ná frekar fram á víglínunni á meðan.
Bandaríkin Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Donald Trump Vladimír Pútín Mest lesið Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Von um frið en uggur um efndir Erlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Fleiri fréttir Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Sjá meira