Innlent

Kannabisreykingamenn staðnir að verki

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Það var í nógu að snúast hjá lögreglunni á Selfossi í liðinni viku.
Það var í nógu að snúast hjá lögreglunni á Selfossi í liðinni viku. Mynd/ HAG.
Lögreglumenn höfðu afskipti af nokkrum ungum karlmönnum í íbúð á Selfossi árla morguns í gær vegna hávaða. Grunur vaknaði um að þeir væru að reykja hass. Þá var fenginn fíkniefnahundur til að leita í búðinni og fann hann þar smávegis af kannabis. Við yfirheyrslu viðurkenndi einn úr hópnum að eiga efnið. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á Selfossi fyrir liðna viku. Þar kemur einnig fram að tilkynnt var um tvö innbrot í síðustu viku. Annað var í orlofshús í Ölfusborgum. Þaðan var stolið flatskjá og hljómflutningstæki. Í hinu tilvikinu var verkfærum stolið úr vinnuskúr í landi Vaðness í Grímsnesi, þar sem er verið að reisa frístundahús.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×