Innlent

Farsímar enn sambandslausir

Farsímasamband liggur enn niðri hjá stórum hluta símnotenda hjá Vodafone og Nova. Vísir greindi frá því fyrr í dag að bilunin myndi aðeins vara fáeinar mínútur. Annað kom á daginn og sambandslaust hefur nú verið hjá farsímanotendum í lengri tíma.

Ástæða þess er bilun í kerfum fyrirtækjanna, sem valdið hefur truflunum á símaþjónustu við farsíma. Tæknimenn hófust handa um leið og bilunarinnar varð vart og hafa nú staðsett bilunina. Unnið er að viðgerð.

Vegna bilunarinnar er mikið álag á þjónustuveri Vodafone og er viðskiptavinum bent á, að bið eftir svari þar er löng.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×