Fleiri fréttir

Samið um þinglok - vatnalögin söltuð og fækkun ráðuneyta í nefnd

Flokkarnir á Alþingi hafa komist að samkomulagi um þinglok. Þá mun vatnafrumvarpið verða sett í salt þangað til í haust. Frumvarp sem snertir á greiðsluvanda heimilanna, eða svokallaður heimilispakki, verður afgreiddur fyrir þinglok. Varnamálalög munu verða samþykkt en með breytingum þó. Fækkun ráðuneyta verður afgreitt í nefnd.

Ný bæjarstjórn tekin við í Kópavogi

Ný bæjarstjórn Kópavogs tók við völdum í dag. Í upphafi fyrsta fundar nýrrar bæjarstjórnar var kynntur málefnasamningur um meirihlutasamstarf Lista Kópavogsbúa, Næst besta flokksins, Samfylkingar og Vinstri grænna. Þá var kosið í helstu embætti, nefndir og ráð og var Guðrún Pálsdóttir kjörin nýr bæjarstjóri Kópavogs. Hún tekur við af Gunnsteini Sigurðssyni sem verið hefur bæjarstjóri frá 1. júlí 2009. Honum voru, á fundinum, þökkuð störf í þágu sveitarfélagsins.

Stefán: Reyndi að keyra á vin minn og tvo hunda

„Maðurinn gerði þetta viljandi. Hann bakkaði bílnum áður en hann lagði til atlögu svo hann kæmist hraðar og reynir að keyra á vin minn og báða hundana," segir Stefán Már Guðfinnsson hundaeigandi í samtali við Vísir.is.

Borgarstjóri: „Love is all you need“

Jón Gnarr var settur í embætti borgarstjóra á fundi borgarstjórnar í dag og að loknum fundi tók hann við lyklum að skrifstofu borgarstjóra úr höndum Hönnu Birnu Kristjánsdóttur fyrrverandi borgarstjóra.

Samkomulag um vinnustaðaskírteini undirritað

Fulltrúar Alþýðusambands Íslands (ASÍ) og aðildarsamtaka þess og Samtaka atvinnulífsins (SA) undirrituðu í dag samkomulag um vinnustaðaskírteini og framkvæmd eftirlits á vinnustöðum. Í tilkynningu segir að samkomulagið byggi á lögum nr. 42/2010 sem samþykkt voru á Alþingi 11. maí sl. um sama efni sem veita heildarsamtökum vinnumarkaðarins heimild til að semja um hvaða starfsgreinar falli undir gildissvið laganna hverju sinni.

Kynnti áætlun um aukið samstarf á milli háskóla

Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, kynnti fyrir ríkisstjórn í morgun áætlun um aukið samstarf og verkaskiptingu opinberu háskólanna með hugsanlega sameiningu að markmiði.

Skrifað undir skjöl til VÍS með músinni

VÍS er nú að innleiða breytingar sem gera viðskiptavinum félagsins kleift að fylla út og undirrita á netinu tjónstilkynningar og önnur form sem þeir þurfa að senda félaginu. Allir viðskiptavinir VÍS sem eru með nettengingu og tölvupóst geta nýtt sér þessa tækni án nokkurs aukabúnaðar, segir í tilkynningu.

Aukin vernd lífríkis sjávar með reglugerð um kjölfestuvatn

Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra hefur sett reglugerð um kjölfestuvatn. Markmið reglugerðarinnar er að takmarka losun kjölfestuvatns skipa til að koma í veg fyrir að framandi lífverur, svo sem þörungar, krabbadýr og sýklar, berist til hafsvæða og stranda umhverfis Ísland.

Sóley kosin fyrsti varaforseti borgarstjórnar

Sóley Tómasdóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, var kosin fyrsti varaforseti borgarstjórnar á fundi Borgarstjórnar Reykjavíkur rétt í þessu. Allir borgarfulltrúar Reykjavíkur kusu hana, alls 15.

Hanna Birna kosin forseti borgarstjórnar

Hanna Birna Kristjánsdóttir var kosin forseti borgarstjórnar á fundi Borgarstjórnar Reykjavíkur rétt í þessu. Allir borgarfulltrúar kusu hana, alls 15

Skorið niður hjá Háskólanum í Reykjavík

Nám í kennslufræði og lýðheilsufræði verður fellt niður í Háskólanum í Reykjavík vegna niðurskurðar á framlagi ríkisins til skólans. Á annan tug starfsmanna var sagt upp um síðustu mánaðamót, segir í frétt RÚV.

Kærir mann sem keyrði á hund

Eigandi hundsins sem ekið var á aðfaranótt mánudags í Elliðaárdalnum ætlar að kæra ökumanninn í dag, að sögn móður hans.

Magnús Orri: Umtalsverðar fjárhæðir með bankaskatti

Tvær leiðir eru færar í hinum svokallaða „bankaskatti" sem Samfylkingin hefur hug á að koma á: Tekjuskattur eða skattur á eignir, að sögn Magnús Orra Schram, þingmanns Samfylkingarinnar. Hagnaður bankanna væri jafnframt skattlagður.

Ný bæjarstjórn Kópavogs kemur saman

Fyrsti fundur nýrrar bæjarstjórnar í Kópavogi hefst klukkan 16 í dag. Þar verður Guðrún Pálsdóttir, kjörin nýr bæjarstjóri, en jafnframt verður kosið í helstu embætti, nefndir og ráð.

100 milljarða svigrúm til leiðréttingar

Helgi Hjörvar stjórnarþingmaður segir 100 milljarða króna svigrúm til að leiðrétta lán heimilanna. Án almennra leiðréttinga væru þau skilaboð send út í þjóðfélagið að skuldagleðin ein njóti skilnings. Forsætisráðherra tók ekki undir þessi orð á Alþingi í morgun.

Vill að Árni Páll komi út í sólina

Í umræðum um niðurfellingu skulda við upphaf þingfundar í dag gripu þingmenn til líkingamáls og blandaðist litaraft Árna Páls Árnasonar, félagsmálaráðherra, auk þess í umræðuna. Guðmundur Steingrímsson, þingmaður Framsóknarflokksins, líkti aðgerðaleysi ríkisstjórnarinnar við það þegar enginn kemur til dyra þegar dyrabjöllu er hringt. Árni Páll kallaði tillögur Guðmundar og stjórnarandstöðunnar bjölluat.

Jóhanna: Þurfum einn dag til viðbótar

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segir að sér sýnist vera þörf á því að þingmenn komi saman til þingfundar í einn dag í viðbót síðar í þessum mánuði. Upphaflegar áætlanir gerðu ráð fyrir að þingstörfum ætti að ljúka í dag en Jóhanna svaraði því til við óundirbúnar fyrirspurnir í þinginu í dag að einn dag þurfi til viðbótar.

Hanna Birna verður forseti borgarstjórnar

Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur Hanna Birna Kristjánsdóttir, fráfarandi borgarstjóri og oddviti Sjálfstæðisflokksins, ákveðið að taka boði Besta flokksins og Samfylkingarinnar um að gerast forseti borgarstjórnar. Sömu heimildir herma að Sóley Tómasdóttir, borgarfulltrúi VG, verði fyrsti varaforseti borgarstjórnar. Ekki liggur fyrir hver aðkoma Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna verður að öðru leyti að stjórn borgarinnar og hvort að flokkarnir muni til að mynda stýra einhverjum nefndum.

Mannréttindafulltrúi SÞ ræðir um eflingu og verndun mannréttinda

Í tilefni af komu Navanethem Pillay, mannréttindafulltrúa Sameinuðu þjóðanna til Íslands, stendur utanríkisráðuneytið, í samvinnu við Mannréttindaskrifstofu Íslands og Mannréttindastofnun Háskóla Íslands, fyrir opnum fundi um eflingu og verndun mannréttinda á morgun, 16. júní.

Ætla að stuðla að uppbyggingu í Vatnsmýrinni

Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í borgarstjórn, segir að nýr meirihluti í borginni ætli að stuðla að uppbyggingu í Vatnsmýrinni, en ekki er þó ljóst hvort það þýðir að flugvöllurinn verði endanlega fluttur þaðan. Dagur kynnti málefnasamning Samfylkingarinnar og Besta flokksins í gærkvöldi, þar sem þetta kom farm og að stefnt sé að sameiningu ýmissa sviða og ráða í borginni, til hagræðingar.

Hjólhýsi fauk aftan úr bíl og splundraðist

Hjólhýsi fauk aftan úr bíl og splundraðist utan vegar rétt austan við Ólafsvík á Snæfellsnesi, undir kvöld í gær, en ökumann og farþega bílsins sakaði ekki. Bíllinn hélst á veginum.

Eldur í skúr við Nýlendugötu

Eldur kviknaði í geymsluskúr á milli tveggja íbúðarhúsa við Nýlendugötu í Reykjavík um klukkan hálf tvö í nótt. Svo vel vildi til að nágranni varð var við reyk frá skúrnum og kallaði á slökkvilið, áður en eldurinn hafði náð að magnast og tók slökkvistarf skamma stund. Eldsupptök eru ókunn.

Barist um bensíndropann

Mikið verðstríð geisar milli olíufélaganna. Það sýnir að svigrúm er fyrir hagræðingu og samkeppni á eldsneytismarkaðnum, að sögn Gísla Tryggvasonar, talsmanns neytenda. „Það er greinilega sveigjanleiki til staðar, sem gerir það að verkum að hægt er að lækka bensínverð. Þrátt fyrir það er verðið enn mjög hátt,“ segir hann.

44 verslanir opnar allan sólarhringinn

Verslunum, sem hafa opið allan sólarhringinn, hefur fjölgað mikið á síðustu misserum. Í sumar verða 44 verslanir opnar allan sólarhringinn, 30 matvöruverslanir, þrettán bensínstöðvar og ein önnur verslun. Flestar slíkar verslanir eru á höfuðborgarsvæðinu eða 36 talsins en átta eru á landsbyggðinni.

Vilja draga umsókn til baka

Þingmenn allra flokka sem sæti eiga á Alþingi, utan Samfylkingarinnar, lögðu í gær fram þingsályktunartillögu á Alþingi þar sem lagt er til að umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu verði dregin til baka.

Formaður má ekki segja frá

Formaður Sjálfstæðisflokksins, Bjarni Benediktsson, hefur, eftir að styrkjaumræðan komst í hámæli, beðið styrkveitanda sinn frá 2006 um leyfi til að greina frá styrk upp á hálfa milljón, en ekki fengið leyfið. Bjarni segir að gengið hafi verið út frá því þegar styrkurinn var veittur að það yrði gert í nafnleysi. Þannig hafi verið um marga styrki til ýmissa frambjóðenda.

Upprættu öflugan kannabishring

Karlmaður um þrítugt hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 16. júní næstkomandi að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Steingrímur: Verkefnið er á góðri leið með að takast

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra og formaður Vinstri grænna, segir Ísland á góðri leið og margt hafi áunnist frá því eftir hrun. Hann benti á að atvinnuleysi hafi orðið minna en spáð hafi verið og að það færi minnkandi. Þá sagði hann að samdráttur væri minni en spáð hafi verið auk þess sem afkoma ríkissjóðs væri betri en á horfði.

Þráinn Bertelsson: Alþingi er úrelt fyrirbæri

Þráinn Bertelsson, óháður þingmaður, sagði Alþingi úrelta stofnun sem yrði að endurskoða sína starfshætti. Hann sagði sérvisku og fornaldardýrkun þingsins þó meinlausa miðað við margt sem viðgengst þar inni.

Segir umsátur ríkja um heimilin

Það ríkir umsátur um heimilin í landinu, sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, í eldhúsdagsumræðum á Alþingi í kvöld. Hann sagði að í stað þess að slá skjaldborg um heimilin hefði verið slegin skjaldborg um kröfuhafa.

Þórunn Sveinbjarnardóttir: Nauðsynlegt að fækka ráðuneytum

Þórunn Sveinbjarnadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, áréttaði í ræðu sinni á eldhúsdagskráumræðum á Alþingi, að það væri nauðsynlegur hluti af því að stoppa upp í rúmlega 40 milljarða fjárlagagat að fækka ráðuneytum og sameina önnur.

Vill auka traust á Alþingi með því að forgangsraða

Traust á Alþingi og á þingstörfunum hefur verið í algjöru lágmarki undanfarin misseri, sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, í eldhúsdagsumræðum á Alþingi í kvöld. Hann sagði að þetta væri grafalvarlegt mál og brýnt væri að bæta úr þessu.

Sjá næstu 50 fréttir