Innlent

Þrjár námsbrautir HR lagðar niður

Ari Kristinn Jónsson, rektor HR.
Ari Kristinn Jónsson, rektor HR. MYND/Vilhelm
Þrjár námsbrautir hjá Háskólanum í Reykjavík verða lagðar niður þegar núverandi nemendur hafa lokið sínu námi.

Tvær þessara námsbrauta, diplómanám í kennslufræði og MPH (meistaranám) í lýðheilsufræði, verða lagðar niður 2011. Sú þriðja, BSc (grunnnám) í stærðfræði, verður lögð niður 2012, segir í tilkynningu.

Tæplega 100 af um 3.000 nemendum skólans eru á þessum þremur námsbrautum.

Breytingarnar verða gerðar í áföngum og mun HR uppfylla allar skuldbindingar sínar gagnvart núverandi nemendum á umræddum námsbrautum. Vert er að geta að áfram verður haldið námi í sálfræði og íþróttafræði við HR.

Háskólinn í Reykjavík hefur ákveðið að styrkja kjarnasvið skólans, tækni, viðskipti og lög, frekar en að ráðast í flatan niðurskurð til að mæta lækkun fjárframlaga ríkisins árið 2011, segir í tilkynningu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×