Magnús Orri: Umtalsverðar fjárhæðir með bankaskatti 15. júní 2010 12:45 Magnús Orri Schram þingmaður. Tvær leiðir eru færar í hinum svokallaða „bankaskatti" sem Samfylkingin hefur hug á að koma á: Tekjuskattur eða skattur á eignir, að sögn Magnús Orra Schram, þingmanns Samfylkingarinnar. Hagnaður bankanna væri jafnframt skattlagður. Aðspurður hversu háar fjárhæðir hann vilji sækja úr bönkunum með þessu segir hann að ekki hægt að svara því. „Ég er hinsvegar að tala um umtalsverðar fjárhæðir. Ég vil að það sé á hreinu," segir þingmaðurinn í samtali við Vísir.is Magnúsi Orra þykir álitlegast að leggja á fjármálastofnanir sérstakan tekjuskatt sem taki mið af stærð þeirra. Smærri fjármálastofnanir yrðu skattlagðar minna en þær stærri. Skatturinn væri sem sé þrepaskiptur. Hann segir að með hinni leiðinni, að skattleggja eignir svo sem innstæður, sé hægt að sækja verulega fjármuni til stærstu bankanna. Þá sé jafnvel hægt að hægt að smíða skattkerfið þannig að það fylgi ákveðnum viðmiðum í rekstrinum, þá væri til dæmi horft til arðsemi bankans. „Bankaskatturinn hefur ekki verið útfærður nánar í okkar hópi. Við viljum leggja hann inn í fjárlagagerðina," segir hann. „Mér finnst það tvíbent," segir hann spurður hvort það komi til greina að skattleggja launa bankamanna sérstaklega og bendir á að þeir séu þegar skattlagðir með tekjuskatti. „Þeir sem eru með yfir milljón eru að borga verulega af þeirri upphæð í skatt." Magnús Orri segir að hvatinn að þessum nýja skattinn sé bágstaða ríkisins eftir bankahrunið sem og að bankarnir hafi ekki aðstoðað skuldsett heimili jafn mikið og þingmenn hefðu viljað. Hann áréttar að enn sé ríkisábyrgð á öllum innstæðum. Bankarnir eru vel aflögufærir, að hans sögn. Árið 2009 var hagnaður Arion banka, Landsbanka og Íslandsbanka samtals 51 milljarður króna. Arðsemi eigin fjár var allt að 30%. Fyrstu þrjá mánuði ársins hagnaðist Landsbankinn um 8 milljarða. Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði á Alþingi í gær að Samfylkingin vildi taka upp sérstakan bankaskatt. Magnús Orri lagði það til á þinginu í síðustu viku. Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Sjá meira
Tvær leiðir eru færar í hinum svokallaða „bankaskatti" sem Samfylkingin hefur hug á að koma á: Tekjuskattur eða skattur á eignir, að sögn Magnús Orra Schram, þingmanns Samfylkingarinnar. Hagnaður bankanna væri jafnframt skattlagður. Aðspurður hversu háar fjárhæðir hann vilji sækja úr bönkunum með þessu segir hann að ekki hægt að svara því. „Ég er hinsvegar að tala um umtalsverðar fjárhæðir. Ég vil að það sé á hreinu," segir þingmaðurinn í samtali við Vísir.is Magnúsi Orra þykir álitlegast að leggja á fjármálastofnanir sérstakan tekjuskatt sem taki mið af stærð þeirra. Smærri fjármálastofnanir yrðu skattlagðar minna en þær stærri. Skatturinn væri sem sé þrepaskiptur. Hann segir að með hinni leiðinni, að skattleggja eignir svo sem innstæður, sé hægt að sækja verulega fjármuni til stærstu bankanna. Þá sé jafnvel hægt að hægt að smíða skattkerfið þannig að það fylgi ákveðnum viðmiðum í rekstrinum, þá væri til dæmi horft til arðsemi bankans. „Bankaskatturinn hefur ekki verið útfærður nánar í okkar hópi. Við viljum leggja hann inn í fjárlagagerðina," segir hann. „Mér finnst það tvíbent," segir hann spurður hvort það komi til greina að skattleggja launa bankamanna sérstaklega og bendir á að þeir séu þegar skattlagðir með tekjuskatti. „Þeir sem eru með yfir milljón eru að borga verulega af þeirri upphæð í skatt." Magnús Orri segir að hvatinn að þessum nýja skattinn sé bágstaða ríkisins eftir bankahrunið sem og að bankarnir hafi ekki aðstoðað skuldsett heimili jafn mikið og þingmenn hefðu viljað. Hann áréttar að enn sé ríkisábyrgð á öllum innstæðum. Bankarnir eru vel aflögufærir, að hans sögn. Árið 2009 var hagnaður Arion banka, Landsbanka og Íslandsbanka samtals 51 milljarður króna. Arðsemi eigin fjár var allt að 30%. Fyrstu þrjá mánuði ársins hagnaðist Landsbankinn um 8 milljarða. Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði á Alþingi í gær að Samfylkingin vildi taka upp sérstakan bankaskatt. Magnús Orri lagði það til á þinginu í síðustu viku.
Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Sjá meira