Innlent

Þráinn Bertelsson: Alþingi er úrelt fyrirbæri

Þráinn Bertelsson.
Þráinn Bertelsson.

Þráinn Bertelsson, óháður þingmaður, sagði Alþingi úrelta stofnun sem yrði að endurskoða sína starfshætti. Hann sagði sérvisku og fornaldardýrkun þingsins þó meinlausa miðað við margt sem viðgengst þar inni.

„Nítjándu aldar vinnubrögð til þess að takast á við 21. aldar verkefni eru hjákátleg," sagði Þráinn síðan.

Þá gerði hann skuldastöðu heimilanna að umtalsefni og sagði fjölmörg heimili lenda í gjaldþroti og að margir gætu aldrei komist upp úr því djúpa feni. Hann sagði það glæpsamlega vanrækslu þingheims að takast ekki á við þann vanda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×