Borgarstjóri: „Love is all you need“ 15. júní 2010 16:34 Jón Gnarr var settur í embætti borgarstjóra á fundi borgarstjórnar í dag og að loknum fundi tók hann við lyklum að skrifstofu borgarstjóra úr höndum Hönnu Birnu Kristjánsdóttur fyrrverandi borgarstjóra. Í ræðu sinni á borgarstjórnarfundi í dag sagði Jón Gnarr borgarstjóri meðal annars: „Margir eru á móti nýjungum og finnst þægilegast að gera hlutina bara eins og þeir hafa alltaf verið gerðir og hefð er fyrir. Besti flokkurinn er ekki svoleiðis." Jón sagði að þrátt fyrir það þyrfti enginn að hræðast Besta flokkinn „af því að hann er besti flokkurinn." „Ef hann væri það ekki héti hann Versti flokkurinn eða bara hreinlega Vondi flokkurinn. Við myndum aldrei fara í samstarf með slíkum flokki. Með þessu er ég samt ekki að segja að allir skilji Besta flokkinn. En það er allt í lagi. Að þessu leiti er Besti flokkurinn ekki ólíkur Múmínpabba. Það skilja hann ekki allir. En allir vita að hann er ekki vondur þótt hann sé stundum svolítið ringlaður. Hann passar líka alltaf að hafa gott fólk í kringum sig." Þá sagði Jón að síðustu vikur hafi verið mjög merkilegar fyrir alla sem hafa áhuga á stjórnmálum. „Þær hafa jafnvel líka verið merkilegar fyrir þá sem hafa ekki áhuga á stjórnmálum en kannski á annan hátt. Fólk hefur verið að kynnast, hittast á fundum og spjalla. Skemmtilegar umræður hafa skapast. Allt samstarf hefur gengið mjög vel." Borgarstjórinn lauk síðan ræðu sinni með því að vitna í Bítlana: „All you need is love, love is all you need!" Ræðu borgarstjóra má lesa í heild sinni í meðfylgjandi skjali. Mest lesið Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Erlent Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Erlent Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Innlent Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Innlent Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa Erlent Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Innlent Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Erlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent Fleiri fréttir Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Sjá meira
Jón Gnarr var settur í embætti borgarstjóra á fundi borgarstjórnar í dag og að loknum fundi tók hann við lyklum að skrifstofu borgarstjóra úr höndum Hönnu Birnu Kristjánsdóttur fyrrverandi borgarstjóra. Í ræðu sinni á borgarstjórnarfundi í dag sagði Jón Gnarr borgarstjóri meðal annars: „Margir eru á móti nýjungum og finnst þægilegast að gera hlutina bara eins og þeir hafa alltaf verið gerðir og hefð er fyrir. Besti flokkurinn er ekki svoleiðis." Jón sagði að þrátt fyrir það þyrfti enginn að hræðast Besta flokkinn „af því að hann er besti flokkurinn." „Ef hann væri það ekki héti hann Versti flokkurinn eða bara hreinlega Vondi flokkurinn. Við myndum aldrei fara í samstarf með slíkum flokki. Með þessu er ég samt ekki að segja að allir skilji Besta flokkinn. En það er allt í lagi. Að þessu leiti er Besti flokkurinn ekki ólíkur Múmínpabba. Það skilja hann ekki allir. En allir vita að hann er ekki vondur þótt hann sé stundum svolítið ringlaður. Hann passar líka alltaf að hafa gott fólk í kringum sig." Þá sagði Jón að síðustu vikur hafi verið mjög merkilegar fyrir alla sem hafa áhuga á stjórnmálum. „Þær hafa jafnvel líka verið merkilegar fyrir þá sem hafa ekki áhuga á stjórnmálum en kannski á annan hátt. Fólk hefur verið að kynnast, hittast á fundum og spjalla. Skemmtilegar umræður hafa skapast. Allt samstarf hefur gengið mjög vel." Borgarstjórinn lauk síðan ræðu sinni með því að vitna í Bítlana: „All you need is love, love is all you need!" Ræðu borgarstjóra má lesa í heild sinni í meðfylgjandi skjali.
Mest lesið Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Erlent Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Erlent Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Innlent Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Innlent Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa Erlent Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Innlent Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Erlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent Fleiri fréttir Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Sjá meira