Innlent

Eldur í skúr við Nýlendugötu

Mynd/Stefán Karlsson
Eldur kviknaði í geymsluskúr á milli tveggja íbúðarhúsa við Nýlendugötu í Reykjavík um klukkan hálf tvö í nótt. Svo vel vildi til að nágranni varð var við reyk frá skúrnum og kallaði á slökkvilið, áður en eldurinn hafði náð að magnast og tók slökkvistarf skamma stund. Eldsupptök eru ókunn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×