Innlent

Hjólhýsi fauk aftan úr bíl og splundraðist

Mynd/Pjetur

Hjólhýsi fauk aftan úr bíl og splundraðist utan vegar rétt austan við Ólafsvík á Snæfellsnesi, undir kvöld í gær, en ökumann og farþega bílsins sakaði ekki. Bíllinn hélst á veginum.

Mjög hvasst var víða á Vesturlandi síðdegis í gær og fór vindur upp undir 40 metra á sekúndu undir Hafnarfjalli, þegar verst var, en ekki er vitað um önnur óhöpp.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×