Fleiri fréttir

Nauðsynlegt að afnema verðtryggingu

Margrét Tryggvadóttir, þingmaður Hreyfingarinnar, gagnrýndi aðgerðarleysi stjórnvalda við eldhúsdagsumræður á Alþingi í kvöld. Hún benti á að á næstu dögum hyggðist Alþingi taka sér hlé frá störfum þangað til í haust. Þrátt fyrir það væri staða heimilanna enn í uppnámi þótt eitt og hálft ár væri liðið frá hruni. Hún sagði að vinnubrögð minntu um margt á þau vinnubrögð sem hefðu verið viðhöfð fyrir hrun – af aðgerðarleysi.

Segja að aðildarviðæður milli ESB og Íslands verði samþykktar

Leiðtogar Evrópusambandsins munu samþykkja aðildarviðræður við Íslendinga 17. júní næstkomandi samkvæmt frétt sem birtist á Bloomberg fréttaveitunni. Þar kemur fram að fréttastofan hafi undir höndum drög þar sem fram kemur að leiðtogarnir muni samþykkja aðildarviðræðurnar og að þær geti hafist í september eða október.

Sendinefnd AGS komin til landsins

Fulltrúar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins komu til landsins í dag og verða hér til 28. júní til þess að eiga í viðræðum við íslensk stjórnvöld um ýmis atriði er varða efnahagsáætlun Íslands. Heimsóknin er liður í undirbúningi að þriðju endurskoðun áætlunarinnar. Franek Rozwadowski sendfulltrúi AGS hér á landi segir í tilkynningu að fulltrúarnir muni ræða niðurstöður sínar við fjölmiðla að úttektinni lokinni.

Boðar ítarlega úttekt á lögum um ættleiðingar

Ragna Árnadóttir, dómsmála- og mannréttindaráðherra, boðar að gerð verði ítarleg úttekt á lögum um ættleiðingar. Hún segir að mikill þrýstingur sé á stjórnvöld og ráðuneyti dómsmála- og mannréttindaráðuneytið að rýmka reglur um ættleiðingar.

Norðurlandaráð á móti samræmingu neytendamála ESB

Evrópusambandið (ESB) leggur til að neytendamál innan sambandsins verði samræmd að fullu, en það mun veikja neytendavernd á nokkrum sviðum. „Norðurlandaráð er á móti slíkri samræmingu og það er eitt af þeim málum sem við viljum ræða við starfssystkin okkar í Evrópuþinginu," segir Henrik Dam Kristensen, fulltrúi í borgara- og neytendanefnd Norðurlandaráðs og þingmaður á danska þinginu.

Svipuðust um eftir ísbjörnum fyrir Jón Gnarr

Fyrir skömmu flutti varðskipið TÝR þyrlu fyrir BlueWest Helicopters, eða Vesturflug, frá Ísafjarðardjúpi að ísröndinni fyrir utan Scoresbysund. „Svipast var um eftir ísbjörnum á svæðinu, með verðandi borgarstjóra í huga, en án árangurs,“ segir í tilkynningu frá Gæslunni.

Margrét talar fyrir VG

Margrét Pétursdóttir, varaþingmaður Vinstri grænna, mun vera einn ræðumanna í almennum stjórnmálaumræðum eða svokölluðum eldhúsdagsumræðum á Alþingi í kvöld. Margrét tók sæti á Alþingi í lok apríl þegar Guðfríður Lilja Grétarsdóttir fór í fæðingarorlof. Auk hennar er þrír flokksformenn og einn ráðherra meðal ræðumanna.

Lagt til að 35 fái ríkisborgararétt

Allsherjarnefnd Alþingis leggur til að 35 einstaklingar frá 17 löndum verði veittur íslenskur ríkisborgararéttur á yfirstandi þingi. Elsti einstaklingurinn er fæddur 1936 og sá yngsti 1996.

Harður árekstur á Miklubraut

Harður árekstur varð á gatnamótum Miklubrautar og Grensásvegar rétt eftir klukkan tvö í dag. Að sögn lögreglu virðist sem einum bíl hafi verið ekið gegn rauðu ljósi með þeim afleiðingum að hann skall á öðrum. Loka þurfti gatnamótunum um tíma en að sögn lögreglu var búist við að þau opnuðu að nýju núna um klukkan þrjú. Að sögn slökkviliðs var einn fluttur á slysadeild en meiðsli hans virtust ekki alvarleg við fyrstu sýn.

Játar aðild að manndrápi í Reykjanesbæ

Rúmlega þrítugur karlmaður hefur játað að vera valdur að dauða 53 ára karlmanns sem fannst látinn og með alvarlega áverka utandyra við Bjarnarvelli í Reykjanesbæ að morgni 8. maí. Blaðberi kom að hinum látna og hafði samband við Neyðarlínuna.

Gerðu hróp að bæjarfulltrúum og mótmæltu ráðningu Lúðvíks

Hátt í eitt hundrað mótmælendur komu saman þegar fyrsti bæjarstjórnarfundur nýrrar bæjarstjórnar Hafnarfjarðar fór fram í dag. Fólkið mótmælti ráðningu Lúðvíks Geirssonar sem bæjarstjóra en hann féll úr bæjarstjórn í kosningunum í lok síðasta mánaðar. Mótmælendur gerðu hróp að bæjarfulltrúum og gáfu bæjarstjórninni rauða spjaldið.

Ný bæjarstjórn tekin til starfa í Hveragerði

Ný bæjarstjórn Hveragerðisbæjar kom saman til fyrsta fundar í gær. Í nýafstöðnum kosningum hlaut Sjálfstæðisflokkurinn 64,4% atkvæða eða hreinan meirihluta og fimm menn kjörna. A-listinn hlaut 35,6% og tvo menn kjörna.

Börnum yngri en 18 ára bannað að fara í ljós

Alþingi samþykkti í dag frumvarp heilbrigðisráðherra sem bannar börnum 18 ára og yngri að nota sólarlampa eða ljósabekki eins og rætt er um í daglegu tali. Geislavarnastofnanir Norðurlandanna hafa varað við notkun ljósabekkja, sérstaklega hjá ungu fólki.

Sýknar Eykt af kröfum 101 Skuggahverfis

Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði verktakafyrirtækið Eykt af kröfum 101 Skuggahverfi um skaðabætur vegna galla á gleri í fjölbýlishúsum að Lindagötu 29-33, Vatnsstíg 13-21 og Skúlagötu 12. Kröfur hljóðuðu upp á 33,5 milljónir með dráttarvöxtum. Málskostnaður fellur niður.

Eigandi Draumsins í gæsluvarðhald

Eigandi söluturnsins Draumsins hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald en lögregla gerði húsleitir í versluninni og á heimilum eigandans og sonar hans. Þá var einnig leitað á tveimur öðrum heimilum. Töluvert fannst af lyfseðilsskyldum lyfjum í húsleitunum en lengi hefur sú saga gengið að í Draumnum sé hægt að kaupa lyf á borð við rítalín.

Lögregla upprætir umfangsmikla fíkniefnasölu

Karlmaður um þrítugt hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 16. júní næstkomandi að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Rannsókn lögreglu varðar framleiðslu og sölu á kannabisefnum og voru gerðar sex húsleitir í síðustu viku vegna málsins. Fimm karlmenn voru handteknir við þær aðgerðir en lögreglan á höfuðborgarsvæðinu naut aðstoðar lögreglumanna frá embætti Ríkislögreglustjóra auk tollyfirvalda. Með aðgerðunum telur lögreglan sig hafa stöðvað umfangsmikinn hóp við framleiðslu og sölu á ólöglegum fíkniefnum.

Bjarni: Hægt að ljúka þingstörfum í góðri sátt

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði við upphaf þingfundar í dag að full efni væru til þess að ljúka þingstörfum í góðri sátt. Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, vill að störfum Alþingis verði frestað en að þingmenn komi saman aftur eftir nokkra daga.

Hanna Birna upplýsir á morgun hvort hún verður forseti

Hanna Birna Kristjánsdóttir ætlar ekki að upplýsa fyrr en við meirihlutaskiptin á morgun, hvort hún þiggur stöðu forseta borgarstjórnar. Hún kvaddi starfsfólk ráðhússins í morgun, þennan síðasta dag sinn í stóli borgarstjóra.

Dagur kynnir málefnasamninginn

Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík, kynnir málefnasamning Besta flokksins og Samfylkingarinnar á lokuðum félagsfundi Samfylkingarfélaganna í Reykjavík í kvöld.

Lækjarskóli verðlaunaður

Lækjarskóli í Hafnarfirði hlaut á dögunum Íslensku menntaverðlaunin og af því til stóð bæjarstjórnar og fræðsluyfirvöld í Hafnarfirði fyrir móttöku í skólanum í dag. Skólinn hlaut verðlaunin í flokki skóla sem sinnt hafa vel nýsköpun eða farsælu samhengi í fræðslustarfi.

Ný bæjarstjórn kemur saman

Ný bæjarstjórn Hafnarfjarðar kemur saman í fyrsta sinn í dag. Boðað hefur verið til mótmæla vegna ráðningar Lúðvíks Geirssonar sem bæjarstjóra.

Gítargrip og Gogoyoko í samstarf

Tónlistarveitan Gogoyoko hefur hafið samstarf við Gítargrip.is. Notendur Gítargrip.is munu geta streymt tónlist frá Gogoyoko á meðan þeir spila með á eigin hljóðfæri.

Frímerki með Bláa Lóninu

Bláa Lónið hefur gefið út frímerki til sölu með burðargjaldi til landa innan og utan Evrópu.

Þing kemur saman í hádeginu

Þingfundur hefst klukkan 12 í dag og er enn stefnt að því að ljúka þinghaldi á morgun. Fjölmörg mál bíða afgreiðslu og hefur Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, sagt að þingflokkarnir þurfi að koma sér saman um þau mál sem eigi að ljúka núna og hvaða mál geti beðið til haustsins. Að hennar mati er brýnast fyrir þinglok að ljúka lagasetningu um skuldavanda heimilanna og afgreiða frumvarp sem felur í sér afnám vatnalaganna frá árinu 2006.

Þingmaður: Hættið að senda mér tölvupóst

Ólína Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, biður almenning um að hætta að senda sér tölvuskeyti vegna frumvarps um vatnalög sem bíður afgreiðslu Alþingis. Hún segir að tölvupósthólfið hennar sé að fyllast af áskorunum vegna frumvarpsins.

Hundaat í kanínum veldur deilum

Ökumaður, sem ætlaði að koma í veg fyrir að hundur væri að atast í villtum kanínum við Stekkjabakka í Reykjavík um klukkan eitt í nótt, varð fyrir því óláni að aka utan í hundinn,sem meiddist við það.

Gripu þjóf við að brjótast inn í bíl

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stóð mann að því að brjótast inn í bíl í Fossvoginum í Reykjavík í nótt og vera að stela þar verðmætum, þegar að var komið.

Eldsvoði að Laufási í Eyjafirði

Eldur kom upp í gamla torfbænum að Laufási í Eyjafirði um klukkan níu í gærkvöldi og var þegar kallað á slökkvilið frá Grenivík.

Aska úr Eyjafjallajökli gæti nýst í steinsteypu

Efnasamsetning gosöskunnar úr Eyjafjallajökli er svipuð ösku sem fellur til við kolabrennslu, en kolaaska er víða notuð til að bæta eiginleika steinsteypu. Starfsfólk rannsóknarstofu Verkfræðistofu Mannvits ákvað að kanna hvort askan úr eldgosinu gæti nýst sem bætiefni í steinsteypu eins og áðurnefnd kolaaska, sem er nýtt að takmörkuðu leyti hér á landi. Karsten Iversen tæknifræðingur og Børge Johannes Wigum jarðverkfræðingur stýrðu rannsókninni.

Rændu manni og börðu hann

Ríkissaksóknari hefur ákært fjóra menn um þrítugt fyrir húsbrot, frelsissviptingu og sérstaklega hættulega líkamsárás.

Breið samstaða náðist

Samstaða hefur náðst á Alþingi um afgreiðslu frumvarps um stjórnlagaþing. Forsenda hennar voru breytingartillögur allsherjarnefndar og búist er við að frumvarpið verði samþykkt á næstu dögum.

Ljúka á þinghaldi á morgun

Enn er stefnt að því að ljúka þinghaldi á morgun og reynt verður til þrautar að ná samkomulagi þar um í dag. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, segist vongóð um að það náist.

Loks hægt að nota greiðslukort í strætó

Strætó bs. stefnir á að bjóða farþegum sínum upp á að borga fyrir farið með almennum greiðslukortum í vetur, að sögn framkvæmdastjóra fyrirtækisins.

Áhrifarík meðferð við ristilkrabba í augsýn

„Niðurstöður úr nýrri rannsókn í Bretlandi benda til þess að mögulegt sé að lækka nýgengi krabbameins í ristli og endaþarmi um helming. Það er ótrúlegt en satt,“ segir Tryggvi Björn Stefánsson, sérfræðingur í almennum skurðlækningum.

Hæstiréttur dæmdi rangt í launamálum

Eftirlitsstofnun EFTA hefur úrskurðað að dómur Hæstaréttar, frá árinu 2004, um launaskuldbindingar sem fylgdu ekki til nýs eigenda Fréttablaðsins, hafi brotið í bága við tilskipun Evrópusambandsins. Málið gæti endað fyrir EFTA-dómstólnum.

Umsóknin að ESB verður rædd 17. júní

Búist er við því að umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu verði tekin fyrir á fundi leiðtogaráðs sambandsins þann 17. júní næstkomandi. Þetta hefur ríkisútvarpið eftir Kristjáni Guy Burgess, aðstoðarmanni utanríkisráðherra.

Vongóð um að það náist að semja um þinglok

Stjórn og stjórnarandstöðu gengur illa að semja um þinglok og enn er ágreiningur um afgreiðslu stórra mála. Forseti Alþingis vonast þó til þess að samkomulag náist á morgun.

Sjá næstu 50 fréttir