Innlent

ESB hefur þegar samþykkt aðildarviðræður við Íslendinga

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Utanríkisráðherra Spánar segir að búið sé að samþykkja aðildarviðræður við Íslendinga.
Utanríkisráðherra Spánar segir að búið sé að samþykkja aðildarviðræður við Íslendinga.
Utanríkisráðherrar Evrópusambandsríkjanna eru búnir að samþykkja aðildarviðræður við Íslendinga, segir utanríkisráðherra Spánar í samtali við Daily Telegraph.

Ráðherrann segir að formlega verði ákvörðunin tekin á fimmtudaginn - 17. júní. En „það er í prinsippinu samkomulag í höfn um að hefja aðildarviðræður við Íslendinga," segir Miguel Angel Moratinos, utanríkisráðherra Spánar.

Daily Telegraph segir að Íslendingar séu þegar aðilar að NATO og Schengen og miklar líkur séu á að Ísland geti orðið aðili að ESB á undan ríkjum á borð við Tyrkland og Serbíu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×