Innlent

Jóhanna: Þurfum einn dag til viðbótar

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segir að sér sýnist vera þörf á því að þingmenn komi saman til þingfundar í einn dag í viðbót síðar í þessum mánuði. Upphaflegar áætlanir gerðu ráð fyrir að þingstörfum ætti að ljúka í dag en Jóhanna svaraði því til við óundirbúnar fyrirspurnir í þinginu í dag að einn dag þurfi til viðbótar.

Hún segir ljóst að menn leggi mismunandi mat á hvaða mál sé brýnt að leysa en að allir séu sammála um að klára svokallaðan heimilispakka sem ætlað er að koma til móts við heimilin í landinu og þau vandræði sem þau glíma við.

Að mati Jóhönnu telur hún réttast að þingmenn hittist á ný eftir að réttarfarsnefnd hefur verið gefið færi á að fara yfir nokkur mál sem tengjast heimilispakkanum.

Jóhanna tilkynnti einnig að hún hefði boðað til formannafundar strax að loknum fyrirspurnatíma þar sem freista á að fá niðurstöðu í þessi mál.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×