Vill að Árni Páll komi út í sólina 15. júní 2010 11:26 Mynd/GVA Í umræðum um niðurfellingu skulda við upphaf þingfundar í dag gripu þingmenn til líkingamáls og blandaðist litaraft Árna Páls Árnasonar, félagsmálaráðherra, auk þess í umræðuna. Guðmundur Steingrímsson, þingmaður Framsóknarflokksins, líkti aðgerðaleysi ríkisstjórnarinnar við það þegar enginn kemur til dyra þegar dyrabjöllu er hringt. Árni Páll kallaði tillögur Guðmundar og stjórnarandstöðunnar bjölluat. „Það að reyna að sannfæra ríkisstjórnina um nauðsyn almennra aðgerða á lánamarkaði hefur verið eins og hringja dyrabjöllu þegar það kemur aldrei neinn til dyra. Við vitum að það er fólk inni," sagði Guðmundur. „Við höfum hrópað allskonar skilaboð inn um lúguna og við höfum fengið skilaboð út á móti. Einstaka þingmenn eru tilbúnir að fara í almennar aðgerðir. Félagsmálaráðherra opnaði nýlega rauf og sagðist vera til í almennar aðgerðir varðandi bílalánin," sagði Guðmundur og benti á nauðsyn þess stjórnvöld mæti hinni almennu kjararýrnun sem varð eftir bankahrunið með aðgerðum.Helgi komst fram hjá dyravörðunum Guðmundur sagði að Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, hefði náð að lauma sér fram hjá dyravörðunum og opna dyrnar upp á gátt. Þar vísaði Guðmundur til greinar sem Helgi skrifaði í Fréttablaðið í dag og segist vilja nýta það svigrúm sem skapast vegna samninga við Seðlabankann í Lúxemborg til almennrar niðurfellingar á skuldum. Guðmundur fagnaði tillögum Helga og spurði svo: „Er félagsmálaráðherra tilbúinn til að koma út í sólina og ræða hlutina?" Árni Páll sagðist hafa hrifist af líkingamáli Guðmundar. Hann sagði það hefði ekki staðið á honum að ræða við Guðmund eða aðra fulltrúa stjórnarandstöðunnar um flatar niðurfellingar skulda. Minnihlutinn verði þó að geta útskýrt fyrir honum hvernig hægt sé að ná slíku fram án þess að það hafi í för með sér kostnað fyrir skattborgara. „En þegar ég kem til dyra en þá virðist alltaf hafa verið framið bjölluat því þá er enginn til viðræðu. Þá er aldrei við neinn að tala. Þeir sem kalla eftir niðurfellingum verða að svara hvernig á að fjármagna þær," sagði Árni Páll. Þegar Guðmundur tók til máls í annað sinn sagðist hann gera sér grein fyrir því að kaldhæðnislegt væri að biðja Árna Pál um að koma út í sólina í ljósi þess hversu brúnn ráðherrann væri. Hann bætti við að eftir því hefði verið tekið að Árni Páll hefði þagað þegar greidd voru atkvæði um frumvarp um notkun ljósabekkja í gær.„Við erum misjafnlega bleik" Árni Páll svaraði þeirri athugasemd á léttum nóttum og sagðist ekki geta ímyndað sér hvaða meðferð einstaklingar af erlendum uppruna komi til með að fá tækju þeir einn daginn við embætti ráðherra hér á landi. „Við erum því miður misjafnlega bleik eftir aldar vera í þessu landi og það er ekki við mig að sakast þó að genum mínum sé þannig komið fyrir að húðlitur minn sé með nokkrum öðrum hætti en hábleikra Íslendinga." Þá bætti Árni Páll við að hann væri til að ræða við alla um niðurfellingu skulda. Hann benti þó á að tillaga Helga Hjörvars feli í sér kostnað fyrir íslenska lífeyrissjóði og rýrnun lífeyrisréttinda. Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Bylgja Dís er látin Innlent Útsending komin í lag Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Í umræðum um niðurfellingu skulda við upphaf þingfundar í dag gripu þingmenn til líkingamáls og blandaðist litaraft Árna Páls Árnasonar, félagsmálaráðherra, auk þess í umræðuna. Guðmundur Steingrímsson, þingmaður Framsóknarflokksins, líkti aðgerðaleysi ríkisstjórnarinnar við það þegar enginn kemur til dyra þegar dyrabjöllu er hringt. Árni Páll kallaði tillögur Guðmundar og stjórnarandstöðunnar bjölluat. „Það að reyna að sannfæra ríkisstjórnina um nauðsyn almennra aðgerða á lánamarkaði hefur verið eins og hringja dyrabjöllu þegar það kemur aldrei neinn til dyra. Við vitum að það er fólk inni," sagði Guðmundur. „Við höfum hrópað allskonar skilaboð inn um lúguna og við höfum fengið skilaboð út á móti. Einstaka þingmenn eru tilbúnir að fara í almennar aðgerðir. Félagsmálaráðherra opnaði nýlega rauf og sagðist vera til í almennar aðgerðir varðandi bílalánin," sagði Guðmundur og benti á nauðsyn þess stjórnvöld mæti hinni almennu kjararýrnun sem varð eftir bankahrunið með aðgerðum.Helgi komst fram hjá dyravörðunum Guðmundur sagði að Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, hefði náð að lauma sér fram hjá dyravörðunum og opna dyrnar upp á gátt. Þar vísaði Guðmundur til greinar sem Helgi skrifaði í Fréttablaðið í dag og segist vilja nýta það svigrúm sem skapast vegna samninga við Seðlabankann í Lúxemborg til almennrar niðurfellingar á skuldum. Guðmundur fagnaði tillögum Helga og spurði svo: „Er félagsmálaráðherra tilbúinn til að koma út í sólina og ræða hlutina?" Árni Páll sagðist hafa hrifist af líkingamáli Guðmundar. Hann sagði það hefði ekki staðið á honum að ræða við Guðmund eða aðra fulltrúa stjórnarandstöðunnar um flatar niðurfellingar skulda. Minnihlutinn verði þó að geta útskýrt fyrir honum hvernig hægt sé að ná slíku fram án þess að það hafi í för með sér kostnað fyrir skattborgara. „En þegar ég kem til dyra en þá virðist alltaf hafa verið framið bjölluat því þá er enginn til viðræðu. Þá er aldrei við neinn að tala. Þeir sem kalla eftir niðurfellingum verða að svara hvernig á að fjármagna þær," sagði Árni Páll. Þegar Guðmundur tók til máls í annað sinn sagðist hann gera sér grein fyrir því að kaldhæðnislegt væri að biðja Árna Pál um að koma út í sólina í ljósi þess hversu brúnn ráðherrann væri. Hann bætti við að eftir því hefði verið tekið að Árni Páll hefði þagað þegar greidd voru atkvæði um frumvarp um notkun ljósabekkja í gær.„Við erum misjafnlega bleik" Árni Páll svaraði þeirri athugasemd á léttum nóttum og sagðist ekki geta ímyndað sér hvaða meðferð einstaklingar af erlendum uppruna komi til með að fá tækju þeir einn daginn við embætti ráðherra hér á landi. „Við erum því miður misjafnlega bleik eftir aldar vera í þessu landi og það er ekki við mig að sakast þó að genum mínum sé þannig komið fyrir að húðlitur minn sé með nokkrum öðrum hætti en hábleikra Íslendinga." Þá bætti Árni Páll við að hann væri til að ræða við alla um niðurfellingu skulda. Hann benti þó á að tillaga Helga Hjörvars feli í sér kostnað fyrir íslenska lífeyrissjóði og rýrnun lífeyrisréttinda.
Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Bylgja Dís er látin Innlent Útsending komin í lag Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira