100 milljarða svigrúm til leiðréttingar 15. júní 2010 12:16 Helgi Hjörvar. Helgi Hjörvar stjórnarþingmaður segir 100 milljarða króna svigrúm til að leiðrétta lán heimilanna. Án almennra leiðréttinga væru þau skilaboð send út í þjóðfélagið að skuldagleðin ein njóti skilnings. Forsætisráðherra tók ekki undir þessi orð á Alþingi í morgun. Ríkisstjórnin hefur ítrekað sagt að ekki væri svigrúm til almennra leiðréttinga á húsnæðislánum heimilanna. 20% leiðrétting myndi kosta 229 milljarða króna. Nú hafa hins vegar tveir stjórnarþingmenn, sem eru formenn tveggja helstu efnahagsnefnda alþingis, þau Lilja Mósesdóttir Vinstri grænum og Helgi Hjörvar Samfylkingu lýst stuðningi við almennar leiðréttingar. Helgi rökstyður mál sitt í grein í Fréttablaðinu í dag. Þar bendir hann á að viðskiptabankarnir hafi fengið tugmilljarða afslátt frá sínum kröfuhöfum af þeim 500 milljörðum sem almenningur skuldi þeim í húsnæðislán. Málið hafi hins vegar strandað á lífeyrissjóðum og Íbúðalánasjóði. Að mati Helga hefur staðan nú breyst eftirr nýlegan og hagstæðan samning Seðlabankans við Seðlabankann í Lúxemborg um kaup á skuldabréfapakka sem innihélt íslensk íbúðabréf. Lífeyrissjóðirnir hafi keypt þessi skuldabréf og styrkt stöðu sína um á þriðja tug milljarða. Ekki sé óeðlilegt að ávinningur lífeyrissjóðanna renni til leiðréttinga húsnæðislána og það sama gildi um Íbúðalánasjóð, að mati Helga. Hann hafnar þeim rökum að ekki eigi að leiðrétta lán fólks sem ekki þurfi á að halda, það fólk hafi líka sætt óréttmætu vaxtaokri - auk þess séu það ekki góð skilaboð inn í framtíðina að skuldagleðin ein njóti skilnings því hingað til hafi einkum verið komið til móts við þá sem lengst gengu í skuldsetningu. Grein Helga má lesa hér. Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Bylgja Dís er látin Innlent Útsending komin í lag Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Helgi Hjörvar stjórnarþingmaður segir 100 milljarða króna svigrúm til að leiðrétta lán heimilanna. Án almennra leiðréttinga væru þau skilaboð send út í þjóðfélagið að skuldagleðin ein njóti skilnings. Forsætisráðherra tók ekki undir þessi orð á Alþingi í morgun. Ríkisstjórnin hefur ítrekað sagt að ekki væri svigrúm til almennra leiðréttinga á húsnæðislánum heimilanna. 20% leiðrétting myndi kosta 229 milljarða króna. Nú hafa hins vegar tveir stjórnarþingmenn, sem eru formenn tveggja helstu efnahagsnefnda alþingis, þau Lilja Mósesdóttir Vinstri grænum og Helgi Hjörvar Samfylkingu lýst stuðningi við almennar leiðréttingar. Helgi rökstyður mál sitt í grein í Fréttablaðinu í dag. Þar bendir hann á að viðskiptabankarnir hafi fengið tugmilljarða afslátt frá sínum kröfuhöfum af þeim 500 milljörðum sem almenningur skuldi þeim í húsnæðislán. Málið hafi hins vegar strandað á lífeyrissjóðum og Íbúðalánasjóði. Að mati Helga hefur staðan nú breyst eftirr nýlegan og hagstæðan samning Seðlabankans við Seðlabankann í Lúxemborg um kaup á skuldabréfapakka sem innihélt íslensk íbúðabréf. Lífeyrissjóðirnir hafi keypt þessi skuldabréf og styrkt stöðu sína um á þriðja tug milljarða. Ekki sé óeðlilegt að ávinningur lífeyrissjóðanna renni til leiðréttinga húsnæðislána og það sama gildi um Íbúðalánasjóð, að mati Helga. Hann hafnar þeim rökum að ekki eigi að leiðrétta lán fólks sem ekki þurfi á að halda, það fólk hafi líka sætt óréttmætu vaxtaokri - auk þess séu það ekki góð skilaboð inn í framtíðina að skuldagleðin ein njóti skilnings því hingað til hafi einkum verið komið til móts við þá sem lengst gengu í skuldsetningu. Grein Helga má lesa hér.
Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Bylgja Dís er látin Innlent Útsending komin í lag Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira