Fleiri fréttir

Nágrannavarsla í Reykjanesbæ

Íbúar við Kjarrmóa í Reykjanesbæ hafa bundist samtökum um nágrannavörslu í samstarfi við bæjarfélagið. Munu íbúarnir fylgjast með húsum nágranna sinna þegar þeir eru að heiman og gæta eigna.

Safna 15 milljónum fyrir barnaheimili

Styrktarfélagið Sóley og félagar stendur um helgina fyrir sölu á tauboltum, en ágóðinn mun fara í byggingu nýs heimilis fyrir um 100 börn í Tógó.

Jón Gnarr: So far so good

„Ég geri mitt besta. Ég veit að ég get ekki gert alla glaða þótt ég glaður vildi. Tek eitt í einu,“ segir Jón Gnarr, borgarstjóri, í dagbókarfærslu á samskiptavefnum Facebook í kvöld.

Ók ölvaður á kyrrstæðan bíl

Talsverður erill hefur verið hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í kvöld. Á níunda tímanum barst tilkynning um að bifreið hefði verið ekið á kyrrstæða bifreið á Laugarnesvegi. Ökumaðurinn ók í burtu en lögreglumenn höfðu hendur í hári hans skömmu síðar. Ökumaðurinn er talinn hafa ekið undir áhrifum áfengis.

Kviknaði í grillinu

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út rétt fyrir klukkan sjö í kvöld eftir að tilkynning barst um eld í gasgrilli á svölum í Búðagerði. Varðstjóri segir að húsráðendum hafi tekist að ráða niðurlögum eldsins áður en að slökkvilið kom á staðinn og því var dælubíl snúið við. Óverulegar skemmdir hlutust af eldinum.

Gagnrýnir ráðningu Sigrúnar sem dagskrárstjóra

Björn Þórir Sigurðsson, markaðsstjóri Morgunblaðsins, gagnrýnir ráðningu Sigrúnar Stefánsdóttur í stöðu dagskrárstjóra Ríkissjónvarpsins. Hann telur að Páll Magnússon, útvarpsstjóri, hefði þess í stað átt að líta til þeirra sem sóttu um stöðuna í mars.

Karlarnir prjóna og drekka bjór

Sænskur karlmaður, búsettur á Íslandi, hefur gefið út prjónabók en þar kemur fyrir nafnið á þriðja landinu því bókin heitir Rússneskt hekl á íslensku.

Auðveldar neytendum verðsamanburð

Fjarskiptamarkaðurinn er frumskógur í huga margra og hefur Póst og fjarskiptastofnun því hleypt af stokkunum reiknivél til að auðvelda neytendum verðsamanburð.

Gylfi Magnússon: Best að stjórnvöld gefi ekki skipanir

Tugir, ef ekki hundruð, lögfræðinga hafa skoðað gengislánin á síðustu níu árum án þess að sjá nokkurt athugavert við þau, segir forstjóri Fjármálaeftirlitsins. Hann segir margt í uppnámi eftir myntkörfudóma Hæstaréttar. Viðskiptaráðherra vonast til að óvissunni linni á næstu dögum um hvernig eigi að greiða af gengislánum næstu mánuði.

Kanna hugsanlega hvort styrkirnir hafi farið í einkaneyslu

Til greina kemur að skattyfirvöld kanni hvort framboðsstyrkjum til stjórnmálamanna hafi verið varið í kosningabaráttu eða til eigin nota. Styrkirnir eru tekjuskattsskyldir hafi þeir runnið beint í vasa stjórnmálamannanna.

Kókaínsmygl: Einum sleppt og öðrum haldið

Hæstiréttur staðfesti í dag framlengingu á gæsluvarðhaldi yfir manni sem grunaður er um aðild að innflutningi á 1,6 kílóum af kókaíni með flugi frá Alicante í apríl. Maðurinn hefur setið í gæsluvarðhaldi frá þeim tíma. Héraðsdómur hafði áður úrskurðað manninn í áframhaldandi gæsluvarðhald til 9. júlí en Hæstiréttur stytti tímann um fjóra daga en þá verða liðnar tólf vikur frá því hann hóf vistina.

Páll: Kom til greina að auglýsa starfið aftur

Páll Magnússon útvarpsstjóri segir að það hafi vel komið til greina að auglýsa starf dagskrástjóra aftur eftir að Erna Kettler, tiltölulega nýráðin sem dagskrástjóri sjónvarps, sagði starfi sínu lausu vegna heilsufarsástæðna í dag.

Ferðamaðurinn kominn á spítala

Þyrla Landhelgisgæslunnar lenti um klukkan þrjú við Landspítalann í Fossvogi en þyrlan flutti slasaðan ferðamann sem hafði hlotið höfuðmeiðsl og bakmeiðsl.

Svandís: Almenningur njóti vafans

Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra segir að við ákvörðun um leyfilegt magn brennisteinsvetnis í andrúmslofti hafi heilsa og hagsmunir almennings fengið að njóta vafans. Gústaf Adolf Skúlason aðstoðarframkvæmdastjóri Samorku sagði í samtali við fréttastofu fyrr í dag að ákvörðunin hafi valdið vonbrigðum og benti hann á að reglur hér á landi séu orðnar þrefallt strangari en Alþjóða heilbrigðisstofnunin miðar við.

Kvartað vegna utanvegaaksturs í Mosfellsbæ

Nokkuð hefur borið á kvörtunum um utanvegaakstur í Mosfellsbæ að undanförnu og virðist umferð jeppa, fjórhjóla og torfæruhjóla utan merktra vegslóða í hlíðum fella í Mosfellsbæ, s.s. Úlfarsfells og Æsustaðafells, vera algengur.

Fundu 1 kíló af hassi í bíl

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fann fíkniefni í bifreið í Árbæ í Reykjavík um hádegisbil í gær. Um var að ræða um 1 kg af hassi. Umráðamaður bílsins, karl um þrítugt, var handtekinn í tengslum við rannsókn málsins en maðurinn hefur áður komið við sögu hjá lögreglu. Í framhaldinu var framkvæmd húsleit í íbúð í fjölbýlishúsi á höfuðborgarsvæðinu en í henni fundust nokkrir tugir kannabisplantna. Á sama stað var einnig lagt hald á fáeina muni sem grunur leikur á að séu þýfi.

Samorka: Reglugerð Svandísar veldur vonbrigðum

Gústaf Adolf Skúlason - aðstoðarframkvæmdastjóri Samorku, samtaka orku- og veitufyrirtækja á Íslandi segir að ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur umhverfisráðherra um að setja ströng viðmið um leyfilegan styrk brennisteinsvetnis í andrúmslofti valdi mönnum þar á bæ talsverðum vonbrigðum. Gústaf segir að ákvörðunin sé greinilega tekin á pólitískum forsendum en Samorkumenn töldu sig hafa unnið að málinu í góðu samstarfi við ráðuneytið og bjuggust menn við því að viðmiðin yrðu í samræmi við reglur alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar sem leyfa 150 míkrógrömm á rúmmetra. Nýja reglugerðin er hinsvegar mun strangari og leyfir aðeins 50 míkrógrömm á rúmmetra.

J-listinn ætlar ekki að kæra úrskurð kjörnefndar

J-listi ætlar ekki að kæra úrskurð kjörnefndar sýslumannsins á Akureyri um niðurstöðu sveitarstjórnarkosninga í Dalvíkurbyggð í endan maí síðastliðinn. Í tilkynningu sem framboðið sendi frá sér segir að það sé mat þeirra sem skipa listann að það séu hagsmunir sveitarfélagsins að óvissu ljúki sem fyrst og að bæjarstjórn með starfhæfan meirihluta taki til starfa svo fljótt sem verða má og vinni að þeim brýnu verkefnum sem fyrir liggja.

Þyrlan kölluð út eftir bílslys á Snæfjallaströnd

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út á Snæfjallaströnd við Ísafjarðardjúp vegna bílslyss sem var tilkynnt lögreglu klukkan hálf tólf. Samkvæmt lögreglunni á Ísafirði er ekki vitað um tildrög slyssins. Bíllinn valt og slösuðust útlent par sem var í bílnum.

Körfuboltamaður ætlar að áfrýja nauðgunardómi

Sigurður Á Þorvaldsson, landsliðsmaður í körfuknattleik og leikmaður Snæfells, hefur verið dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir að nauðga 17 ára stúlku í samkvæmi í nóvember í fyrra. Samkvæmt heimildum fréttastofu ætlar Sigurður að áfrýja dómnum.

Barn hætt komið í verslun - lífshættulegar rúllugardínur

Nýlega var ungt barn hætt komið þegar það vafði snúru úr rúllugardínu í kringum hálsinn á sér að sögn Herdísar L. Storgaard, Forstöðumans Forvarnarhússins. Hún segir að barnið hafi verið statt í verslun þegar slysið varð en foreldri þess leit af því eitt augnablik á meðan á afgreiðslu stóð.

Skarphéðinn Berg: Fóru offari með stuðningi fjármálaráðherra

Skarphéðinn Berg Steinarsson segir skattinn hafa farið offari gegn sér og að yfirvöld hefðu aldrei ráðist í kyrrsetningu eigna án stuðnings fjármálaráðherra, en Hæstiréttur felldi úr gildi kyrrsetningu eigna hans. Skattrannsóknarstjóri svarar ekki skilaboðum fréttastofu.

Pétur vissi ekki að hann væri í viðtali

Pétur Blöndal þingmaður segir í samtali við fréttastofuna að hann hafi ekki vitað að hann væri í viðtali við Fréttablaðið, en hann segir í blaðinu í morgun að þingmannsstarfið sé mannskemmandi og illa borgað. Svo sé honum stillt upp „eins og glæpamanni" vegna styrkjamála, en hann hefur ekki gefið upp nöfn hjóna sem prentuðu fyrir hann kosningabækling.

Umferðarstofa: Ekki stytta ykkur leið í gegnum hverfin

Upplýsingafulltrúi Umferðarstofunnar, Einar Magnús Magnússon, hvetur ökumenn til þess að sleppa því að stytta sér leið í gegnum íbúðarhverfin, til dæmis Réttarholtsveg eða Sogaveg, í ljósi þess að vinstri beygjur eru bannaðar á annatímum á Bústaðaveginum.

Reglugerð sett um styrk brennisteinsvetnis

Umhverfisráðherra hefur sett reglugerð um leyfilegan styrk brennisteinsvetnis í andrúmslofti. Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra segir að markmið reglugerðarinnar sé að draga úr mengun brennisteinsvetnis frá jarðhitavirkjunum og mögulegum neikvæðum áhrifum hennar á heilsu fólks. Brennisteinsvetni hefur mælst í mun meira magni síðustu ár á höfuðborgarsvæðinu eftir að nýting jarðhita var aukin á Hellisheiðarsvæðinu en brennisteinsvetni getur haft áhrif á heilsu fólks, gróður og mannvirki að sögn ráðuneytisins.

Rauði krossinn sendir fleiri til Haítí

Níu sendifulltrúar verða að störfum á Haítí á vegum Rauða kross Íslands en á morgun munu Björk Ólafsdóttir, sérnámslæknir í bráðalækningum, Kristjana Þuríður Þorláksdóttir og Magna Björk Ólafsdóttir, hjúkrunarfræðingar, halda til landsins.

Ungmennum bannað að tjalda á Írskum dögum - aftur

Bæjarráð Akraness hefur nú ákveðið að fara að tilmælum stjórnar Akranesstofu að ungmennum á aldrinum 18-23 ára verður ekki heimilaður aðgangur á tjaldsvæði bæjarins, nema þá sem fjölskyldumeðlimum, foreldrum með börnum eða börnum með foreldrum, þegar bæjarhátíðin Írskir dagar fara fram. Þetta ákvæði var einnig sett árið fyrir tveimur árum eftir mikil slagsmál og drykkju ungmenna árið áður, eða 2007.

Ekið á níu kindur í síðustu viku

Ekið var á níu ær og lömb á þjóðvegum Vestfjarða í síðustu viku og drápust þau öll. Þar af urðu tvö lömb fyrir bifhjóli, og munaði minnstu að ökumaður þess slasaðist.

Leikstjóri dæmdur fyrir að skalla mann

Leikstjórinn og tónlistarmaðurinn Ágúst Bent Sigbertsson var dæmdur í 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás árið 2008 í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun.

Neytendasamtökin: Samningar eiga að standa

Neytendasamtökin telja að gengistryggðir samningar, sem voru dæmdir ólöglegir í Hæstarétti á dögunum, eigi að standa óbreyttir, það eigi einnig við ákvæði um vaxtakjör að mati samtakanna.

Ölvaðir ökumenn ollu tjóni í Reykjavík

Tveir ölvaðir ökumenn ollu tjóni með þvi að aka utan í bíla í Reykjavík í nótt. Annar þeirra stakk af frá vettvangi, en var handtekinn skömmu síðar.

Pétri Blöndal er skapi næst að hætta á þingi

Pétur Blöndal þingmaður segir að sér sé skapi næst að hætta á Alþingi. Starfið sé mannskemmandi og illa borgað. Svo sé honum stillt upp „eins og glæpamanni" vegna styrkjamála.

Sjö hvolpar til fíkniefnaleitar

Lögregluyfirvöld og tollgæsla hafa nú stigið fyrsta skrefið í ræktun eigin fíkniefnaleitarhunda hér á landi. Til þessa hafa hundar úr viðurkenndum ræktunum verið fluttir frá útlöndum með verulegum tilkostnaði. Þeir hafa verið þjálfaðir hér á landi.

Gróður byrgði ökumanni sýn

Gróður byrgði ökumanni sýn á Selfossi með þeim afleiðingum að hann ók á barn á hjóli. Barnið slasaðist ekki við áreksturinn en það sá að líkindum ekki bílinn koma aðvífandi.

Bíður tillagna frá ríkissaksóknara

„Ákveðið var með lögum að fresta stofnun embættis héraðssaksóknara til 2012, þar sem ekki voru til fjármunir,“ útskýrir Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra spurð um stöðuna á stofnun embættis héraðssaksóknara.

Sjá næstu 50 fréttir