Innlent

Ekið á níu kindur í síðustu viku

Ekið var á níu ær og lömb á þjóðvegum Vestfjarða í síðustu viku og drápust þau öll. Þar af urðu tvö lömb fyrir bifhjóli, og munaði minnstu að ökumaður þess slasaðist.

Ellefu lömb urðu fyrir bílum vikuna á undan, en eftir að ferðamannatímabilið gengur í garð líður ekki sú vika að nokkarr ær og lömb drepist á þennan hátt, að sögn lögreglunnar á Ísafirði.

Féð er ekki haft í girtum beitarhólfum vestra og því bendir lögregla ökumönnum á að draga alltaf úr hraða þegar þeir nálgast sauðfé í grennd við vegina. Bændur eru tryggðir þegar búfé þeira drepst á þennan hátt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×