Innlent

Rauði krossinn sendir fleiri til Haítí

Björk Ólafsdóttir, Magna Björk Ólafsdóttir og Kristjana Þuríður Þorláksdóttir eru á leiðinni á Haítí
Björk Ólafsdóttir, Magna Björk Ólafsdóttir og Kristjana Þuríður Þorláksdóttir eru á leiðinni á Haítí
Níu sendifulltrúar verða að störfum á Haítí á vegum Rauða kross Íslands en á morgun munu Björk Ólafsdóttir, sérnámslæknir í bráðalækningum, Kristjana Þuríður Þorláksdóttir og Magna Björk Ólafsdóttir, hjúkrunarfræðingar, halda til landsins.

Þær munu starfa á tjaldsjúkrahúsi þýska og finnska Rauða krossins í höfuðborginni Port-au-Prince. Þetta er í fyrsta sinn sem Björk, Kristjana og Magna Björk fara til starfa á vegum Rauða kross Íslands en þær tóku þátt í sendifulltrúanámskeiði félagsins sem haldið var í mars síðastliðnum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×