Innlent

Jón Gnarr: So far so good

Jón Gnarr, borgarstjóri.
Jón Gnarr, borgarstjóri. Mynd/GVA
„Ég geri mitt besta. Ég veit að ég get ekki gert alla glaða þótt ég glaður vildi. Tek eitt í einu," segir Jón Gnarr, borgarstjóri, í dagbókarfærslu á samskiptavefnum Facebook í kvöld.

Jón heldur þar úti dagbók þar sem hann deilir hugsunum og pælingum með borgarbúum um verkefni sín sem borgarstjóri. Síðan opnaði fyrir tæpri viku og nú þegar eru tæplega 30 þúsund manns eru orðnir aðdáendur hennar.

„So far so good. Líkar vel við starfsfólk Reykjavíkurborgar. Líður vel. Ég geri mitt besta. Ég veit að ég get ekki gert alla glaða þótt ég glaður vildi. Tek eitt í einu. Þarf líklega að fara að ganga í jakkafötum að staðaldri. Orð dagsins: Traust," segir Jón.

Dagbókina er hægt að skoða hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×