Innlent

Lentu þyrlu á fótboltavelli - sóttu ferðamann með höfuðáverka

Þyrla Landhelgisgæslunnar. Myndin er úr safni.
Þyrla Landhelgisgæslunnar. Myndin er úr safni.

Þyrla Landhelgisgæslunnar lenti á fótboltavelli vestan við Dalbæ á Snæfjallaströnd rétt fyrir klukkan tvö í dag til þess að sækja tvo ferðamenn sem veltu bifreið sinni á svæðinu.

Annar ferðamaðurinn reyndist vera með höfuð- og bakáverka.

Það var TF- GNÁ sem sótti fólki en samkvæmt tilkynningu frá Landhelgisgæslunni þá er búist við því að þyrlan lendi við Landspítalann í Fossvogi um þrjú.


Tengdar fréttir

Þyrlan kölluð út eftir bílslys á Snæfjallaströnd

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út á Snæfjallaströnd við Ísafjarðardjúp vegna bílslyss sem var tilkynnt lögreglu klukkan hálf tólf. Samkvæmt lögreglunni á Ísafirði er ekki vitað um tildrög slyssins. Bíllinn valt og slösuðust útlent par sem var í bílnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×