Innlent

Safna 15 milljónum fyrir barnaheimili

Fjölmargir hafa þegar lagt verkefninu lið með því að búa til bolta, þar á meðal þessar konur sem mættu í boltagerð á Laufásborg í síðustu viku. 
fréttablaðið/stefán
Fjölmargir hafa þegar lagt verkefninu lið með því að búa til bolta, þar á meðal þessar konur sem mættu í boltagerð á Laufásborg í síðustu viku. fréttablaðið/stefán

Styrktarfélagið Sóley og félagar stendur um helgina fyrir sölu á tauboltum, en ágóðinn mun fara í byggingu nýs heimilis fyrir um 100 börn í Tógó.

Félagið hefur stutt við bakið á barnaheimili sem haldið er úti í Anehó í Tógó undanfarin ár. Að sögn Öldu Lóu Leifsdóttur hefur börnunum fjölgað mikið og heimilið er nú í bráðabirgðahúsnæði. Fyrir hendi er lóð fyrir nýtt hús, en peninga vantar.

„Okkur vantar 15 milljónir, þess vegna bjuggum við til 10 þúsund taubolta sem við ætlum að selja á 1.500 krónur hvern, til að ná þessari upphæð inn.“ Tauboltinn er einnig næla, og segir Alda Lóa að fólk víðs vegar um bæinn hafi búið boltana til undanfarnar vikur.

Boltarnir verða til sölu um helgina en börn úr íþróttafélögum munu sjá um söluna. Boltarnir verða seldir í verslunarmiðstöðvum og fyrir utan verslanir, og einnig verður gengið í hús. Þá eru frekari upplýsingar á heimasíðu félagsins. - þeb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×