Innlent

Gróður byrgði ökumanni sýn

Gróður við umferðargötur byrgir ökumönnum sýn.
Gróður við umferðargötur byrgir ökumönnum sýn.

Gróður byrgði ökumanni sýn á Selfossi með þeim afleiðingum að hann ók á barn á hjóli. Barnið slasaðist ekki við áreksturinn en það sá að líkindum ekki bílinn koma aðvífandi. 

Heiður Eysteinsdóttir, móðir barnsins, segir aðstæður sem þessar vera allt of algengar.  „Gróður byrgir sýn á mörgum stöðum í bænum,“ segir hún. „Þetta er búið að vera áhyggjuefni hjá mér lengi.“

Heiður segir að fólk verði að vera meðvitað um aðstæður sem þessar og klippa tré og runna reglulega til að forðast fleiri slys. „Það er ekki mikið um að fólk sé að fara eftir svona skipulagsreglugerðum,“ segir Heiður.

Einar Magnús Magnússon hjá Umferðarstofu segir að hættur sem þessar séu víða til staðar og fólk verði að vera vakandi fyrir gróðri í görðum sínum. „Maður sér mjög víða aðstæður þar sem þessi hætta er til staðar, sérstaklega í íbúðahverfum.“ segir Einar. „Fólk verður að huga að þessu, það er nefnilega aldrei að vita nema uppáhaldsrunninn sé að byrgja mönnum sýn í umferðinni.“ - sv




Fleiri fréttir

Sjá meira


×