Innlent

Neytendasamtökin: Samningar eiga að standa

Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna.
Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna.

Neytendasamtökin telja að gengistryggðir samningar, sem voru dæmdir ólöglegir í Hæstarétti á dögunum, eigi að standa óbreyttir, það eigi einnig við ákvæði um vaxtakjör að mati samtakanna.

Í tilkynningu sem samtökin birtu á heimasíðu sinni segir að Neytendasamtökunum hafi borist til umsagnar erindi frá efnahags- og viðskiptaráðuneytinu þar sem óskað var eftir skoðunum þeirra á því hvaða vextir skuli gilda á slíkum lánum.

Í áliti samtakanna segir orðrétt: „Neytendasamtökin telja að horfa verði til þess að áðurnefndir Hæstaréttardómar séu í raun skýrir hvað þetta varðar, en í þeim eru ákveðin ákvæði slíkra samninga ógilt á grundvelli þess að þau brjóti gegn lögum.

Hins vegar er ekki tekið á öðrum þáttum lánasamninganna. Er það því mat samtakanna að samningarnir eigi að öðru leyti að standa."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×