Innlent

Kókaínsmygl: Einum sleppt og öðrum haldið

Hæstiréttur
Hæstiréttur
Hæstiréttur staðfesti í dag framlengingu á gæsluvarðhaldi yfir manni sem grunaður er um aðild að innflutningi á 1,6 kílóum af kókaíni með flugi frá Alicante í apríl. Maðurinn hefur setið í gæsluvarðhaldi frá þeim tíma. Héraðsdómur hafði áður úrskurðað manninn í áframhaldandi gæsluvarðhald til 9. júlí en Hæstiréttur stytti tímann um fjóra daga en þá verða liðnar tólf vikur frá því hann hóf vistina.

Rétturinn komst hinsvegar að því að annar maður, sem einnig hefur setið í gæsluvarðhaldi vegna sama máls, skyldi látinn laus. Maðurinn sem flutti efnin til landsins hefur játað þátt sinn í ætluðu broti, en taldi sig þó vera með hass en ekki kókaín, og segir dómari að ekki verði ráðið af málsgögnum að þáttur hans í málinu sé með þeim hætti að honum verði gert að sæta gæsluvarðhaldi eins og saksóknari hafði krafist.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×