Innlent

Ákærður fyrir að marglemja mann með skiptilykli í fiskverkun

Karlmaður á fertugsaldri hefur verið ákærður fyrir að slá karlmann á þrítugsaldri í höfuðið með skiptilykli. Þá á maðurinn einnig að hafa lamið fórnarlambið í líkama margsinnis með skiptilyklinum.

Mennirnir eru báðir af erlendu bergi brotnir en árásin átti sér stað í húsnæði fiskverkunar í Hafnarfirði í maí á síðasta ári.

Fórnalamb mannsins hlaut mar á höfði, framhandlegg og vinstri þumalfingri, sár á nefi og bólgu á hægri hendi. Hann krefst 300 þúsund króna í skaðabætur.

Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×