Innlent

Menn ársins í viðskiptalífinu

Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra afhenti viðurkenningu Frjálsrar verslunar til manna ársins 2009 í viðskiptalífinu í hófi sem haldið var á Hótel Sögu síðdegis í gær. Fréttablaðið/Valli
Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra afhenti viðurkenningu Frjálsrar verslunar til manna ársins 2009 í viðskiptalífinu í hófi sem haldið var á Hótel Sögu síðdegis í gær. Fréttablaðið/Valli
Menn ársins í viðskiptalífinu er feðgarnir í Fjarðarkaupum, samkvæmt vali tímaritsins Frjálsrar verslunar. Mennirnir eru Sigurbergur Sveinsson og synir hans Sveinn og Gísli Þór.

„Í mati sínu lagði dómnefndin til grundvallar frumkvöðlastarf á sviði lágvöruverðsverslunar á Íslandi, langan og farsælan feril, hófsemi, dugnað og útsjónarsemi sem gert hefur Fjarðarkaup að stöndugu og framúrskarandi fyrirtæki,“ segir í tilkynningu tímaritsins.

Þar kemur jafnframt fram að verslunin hafi verið stofnuð fyrir 37 árum sem fyrsta lágvöruverðsverslun á Íslandi, hagnaði hafi ævinlega verið haldið inni í fyrirtækinu og langtímaskuldir þess séu engar. - óká



Fleiri fréttir

Sjá meira


×