Innlent

Ná í trén fyrir þúsund krónur

Vegna sparnaðar hjá borginni þurfa Reykvíkingar sjálfir að koma jólatrjám sínum í förgun að þessu sinni.
Fréttablaðið/Anton
Vegna sparnaðar hjá borginni þurfa Reykvíkingar sjálfir að koma jólatrjám sínum í förgun að þessu sinni. Fréttablaðið/Anton
Borgarbúar í Reykjavík munu ekki geta losað sig við jólatré út á næsta götuhorn eftir hátíðarnar. Reykjavíkurborg ætlar ekki að hirða trén eins og verið hefur um árabil.

Þeim sem eiga erfitt með að koma frá sér jólatrjánum mun hins vegar bjóðast sá valkostur að fá útsendara íþróttafélagsins í sínu hverfi til að koma og hirða trén gegn eitt þúsund króna þóknun. Trjánum verður síðan komið í förgun á viðeigandi hátt í samvinnu við gámafélög. - gar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×