Innlent

Fundu 200 kannabisplöntur, landa og bruggtæki

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Lögreglan upprætir kannabisverksmiðju. Mynd/ Stefán.
Lögreglan upprætir kannabisverksmiðju. Mynd/ Stefán.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði kannabisræktun á tveimur stöðum í Reykjavík í gær.

Við húsleit í íbúð í Breiðholti var lagt hald á rúmlega 200 kannabisplöntur. Á sama stað fannst einnig landi og bruggtæki og var það sömuleiðis tekið í vörslu lögreglunnar. Lögreglan gerði jafnframt húsleit í annarri íbúð í borginni í gær en í henni fundust um 30 kannabisplöntur. Þrír aðilar voru handteknir í tengslum við rannsókn málanna. Þeir hafa allir játað aðild sína og eru lausir úr haldi lögreglu.

Lögreglan minnir sem fyrr á fíkniefnasímann 800-5005. Í hann má hringja nafnlaust til að koma á framfæri upplýsingum um fíkniefnamál. Fíkniefnasíminn er samvinnuverkefni lögreglu og tollyfirvalda og er liður í baráttunni við fíkniefnavandann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×