Innlent

Völvan spáir nýjum formönnum

Völvan spáir því að Jóhanna dragi sig í hlé á næsta ári af heilsufarsástæðum og að Sigmundur Davíð hrökklast úr embætti formanns Framsóknarflokksins.
Völvan spáir því að Jóhanna dragi sig í hlé á næsta ári af heilsufarsástæðum og að Sigmundur Davíð hrökklast úr embætti formanns Framsóknarflokksins. Mynd/Anton Brink
Forráðamenn gömlu bankanna í handjárnum og Össur Skarphéðinsson tekur við sem formaður Samfylkingarinnar. Þetta er á meðal þess sem völva DV spáir að muni eiga sér stað á komandi ári.

Völvan sér flesta af forráðamönnum gömlu bankanna í handjárnum vegna uppgjörsmála eftir hrunið. Mest afhjúpandi rannsóknirnar verði utan Íslands. Þar komi við sögu þeir Hannes Smárason, Sigurjón Árnason, Bakkavarabræður og Ármann Þorvaldsson ásamt fleirum.  

Völvan segir frið verða á stjórnarheimilinu framan af ári þar sem mönnum verði létt eftir að hafa komið Icesave málinu í höfn. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra muni draga sig í hlé af heilsufarsástæðum og Össur Skarphéðinsson taka við sem forystumaður Samfylkingarinnar.

Þá muni Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hrökklast úr embætti formanns Framsóknarflokksins og Guðmundur Steingrímsson taka við. Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins eigi einnig erfitt uppdráttar á árinu.

Þá sér völvan Sjálfstæðisflokkinn endurheimta hreinan meirihluta í borginni í kosningunum næsta vor og að hart verði barist innan flokksins í aðdraganda kosninganna.

Völvan segir eldgos verða ekki langt frá Reykjavík en að öðru leyti verði Íslendingar lausir við náttúruhamfarir. Þá verði það lag Bubba Morteins ber sigur úr bítum í undankeppni Evrovision á Íslandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×