Innlent

Fólk hvatt til að mæta með rauð blys á Austurvöll

Austurvöllur verður lýstur upp með nokkur hundruð rauðum Bengal-blysum klukkan tólf í dag. Að uppákomunni standa nokkrir hópar, þar á meðal InDefense hópurinn og er hugsunin að sýna fram á andstöðu almennings við að Alþingi samþykki ríkisábyrgð á Icesave skuldbindingum.

Ólafur Elíasson, einn af forsvarsmönnum InDefense hvetur fólk til þess að mæta með rauð blys til þess að leggja málstaðnum lið. Jafnframt biður hann fólk um að koma aðeins með rauð blys og alls enga skotelda af öðru tagi. Ólafur hvetur fólk til þess að koma fram af varkárni og virðuleik.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×