Innlent

Björgunarsveitarfólk gætir flugelda að nóttu til

Mikillar gæslu er þörf við sölustaði flugeldamarkaði björgunarsveita að nóttu til þar sem þess hefur orðið vart að óprúttnir aðilar hafa hugsað sér að ná í flugelda án þess að greiða fyrir þá.

Fram kemur í tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu að í í nótt hafi gæslufólk orðið vart við nokkra bíla sem ekið var á milli sölustaða til að kanna þar aðstæður. Í einhverjum tilvikum munu farþegar hafa út úr bílum við sölustaði og kannað dyr og glugga en lagt á flótta þegar þeir urðu varir við björgunarsveitafólk á staðnum.

Til að koma í veg fyrir innbrot hafa björgunarsveitir tekið til þess ráðs að koma upp þjófavarnarkerfum, myndavélum með hreyfiskynjurum og manna staðina eftir lokun. Einnig hafa þær með sér samstarf, gæsluaðilar eru í fjarskiptum hver við annan og fylgst er vel með öllum grunsamlegum mannaferðum og lögregla látin vita af þeim. Verður sá háttur hafður á þar til flugeldasölu lýkur þetta árið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×