Innlent

Fjölbreyttur hópur berst um titilinn maður ársins

Reykjavík síðdegis. Þáttastjórnendurnir Kristófer Helgason, Þorgeir Ástvaldsson og Bragi Guðmundsson.
Reykjavík síðdegis. Þáttastjórnendurnir Kristófer Helgason, Þorgeir Ástvaldsson og Bragi Guðmundsson.
Fjölbreyttur hópur berst um nafnbótina maður ársins 2009 í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Valið fer fram vinstramegin hér á Vísi.is og skiptist í tvær umferðir. Í gær gat fólk skrifað nafn þess sem það taldi vera mann ársins og í dag getur fólk valið á milli þeirra tíu sem fengu flestar tilnefningar. Sá sem fær flest atkvæði hlýtur nafnbótina maður ársins.

Eftirtaldir fengu flestar tilnefningar í gær:

Davíð Oddsson ritstjóri

Edda Heiðrún Bachman leikkona

Eva Joly ráðgjafi

Guðmundur Sesar Magnússon sjómaður

Gunnar Nelson bardagaíþróttamaður

Íslenski lögreglumaðurinn

Jóhanna Guðrún Jónsdóttir söngkona

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra

Jón Gnarr leikari

Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra

Úrslitin verða kynnt í sérstökum áramótaþætti Reykjavík síðdegis á morgun, Gamlársdag, milli klukkan 8 og 11.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×