Innlent

Frávísun í máli Viggós hafnað

Viggó Sigurðsson
Viggó Sigurðsson
Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði í gærmorgun frávísunarkröfu í meiðyrðamáli Viggós Sigurðssonar handknattleiksþjálfara gegn útgáfufélaginu Birtíngi, ritstjórum og blaðamanni DV og hjónum sem voru viðmælendur blaðsins.

Viggó stefndi hópnum vegna ummæla sem hjónin létu fjalla í samtali við DV þess efnis að þau hefðu kært hann fyrir að stela 40 feta gámi af lóð þeirra. Viggó hefur látið hafa eftir sér að lögreglan hafi tjáð honum að engin slík kæra hafi borist. Hann lítur því svo á að um ærumeiðandi ummæli hafi verið að ræða. - sh




Fleiri fréttir

Sjá meira


×