Lögregla svipti barn frelsinu 30. desember 2009 05:00 Lögreglumenn grunuðu piltinn um ölvun nóttina áður, og að hann hafi boðið fólki fíkniefni. Fréttablaðið / pjetur Íslenska ríkið hefur verið dæmt til að greiða pilti 70 þúsund krónur í miskabætur vegna þess að lögreglan í Borgarnesi lét hann fara í þvagprufu á lögreglustöð þrátt fyrir að hann hefði þegar mælst allsgáður í öndunarprófi. Pilturinn var sautján ára þegar hann var stöðvaður á bensínstöð í Borgarnesi eftir hádegi í janúar síðastliðnum. Lögreglumenn fullyrtu að þeim hefði borist utanaðkomandi ábending um að pilturinn hefði verið ölvaður kvöldið áður og einnig falboðið fíkniefni. Pilturinn veitti öndunarsýni á staðnum og mældist ekki undir áhrifum. Engu að síður óskuðu lögreglumennirnir eftir því að pilturinn kæmi með þeim á lögreglustöðina og gæfi þvagsýni. Hann gekkst við því, að eigin sögn vegna þess að hann þorði ekki að neita af ótta við að vera þá beittur valdi. Á lögreglustöðinni beið pilturinn síðan í tvo tíma eftir að geta gefið sýnið. Í niðurstöðu dómsins segir að sú ákvörðun lögreglumannanna að flytja piltinn á lögreglustöð hafi verið í engu samræmi við tilefnið, og að pilturinn hafi því á ólögmætan hátt verið sviptur frelsi sínu. Einnig er gerð athugasemd við það að ekki hafi verið haft samband við forráðamenn piltsins, enda var hann ólögráða. Lögreglumennirnir sögðu það vera venju í umdæminu að kalla ekki til foreldra þegar ungir ökumenn væru grunaðir um brot undir stýri. - sh Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Fleiri fréttir Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ Sjá meira
Íslenska ríkið hefur verið dæmt til að greiða pilti 70 þúsund krónur í miskabætur vegna þess að lögreglan í Borgarnesi lét hann fara í þvagprufu á lögreglustöð þrátt fyrir að hann hefði þegar mælst allsgáður í öndunarprófi. Pilturinn var sautján ára þegar hann var stöðvaður á bensínstöð í Borgarnesi eftir hádegi í janúar síðastliðnum. Lögreglumenn fullyrtu að þeim hefði borist utanaðkomandi ábending um að pilturinn hefði verið ölvaður kvöldið áður og einnig falboðið fíkniefni. Pilturinn veitti öndunarsýni á staðnum og mældist ekki undir áhrifum. Engu að síður óskuðu lögreglumennirnir eftir því að pilturinn kæmi með þeim á lögreglustöðina og gæfi þvagsýni. Hann gekkst við því, að eigin sögn vegna þess að hann þorði ekki að neita af ótta við að vera þá beittur valdi. Á lögreglustöðinni beið pilturinn síðan í tvo tíma eftir að geta gefið sýnið. Í niðurstöðu dómsins segir að sú ákvörðun lögreglumannanna að flytja piltinn á lögreglustöð hafi verið í engu samræmi við tilefnið, og að pilturinn hafi því á ólögmætan hátt verið sviptur frelsi sínu. Einnig er gerð athugasemd við það að ekki hafi verið haft samband við forráðamenn piltsins, enda var hann ólögráða. Lögreglumennirnir sögðu það vera venju í umdæminu að kalla ekki til foreldra þegar ungir ökumenn væru grunaðir um brot undir stýri. - sh
Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Fleiri fréttir Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ Sjá meira