Innlent

Minnisblað birt á Wikileaks

Upplýsingasíðan WikiLeaks birtir í dag minnisblað sem fullyrt er að sé eitt af leyniskjölunum svokölluðu. Minnisblaðið er sagt vera frá fundi í byrjun nóvember í fyrra.
Upplýsingasíðan WikiLeaks birtir í dag minnisblað sem fullyrt er að sé eitt af leyniskjölunum svokölluðu. Minnisblaðið er sagt vera frá fundi í byrjun nóvember í fyrra.

Upplýsingasíðan WikiLeaks birtir í dag minnisblað sem fullyrt er að sé eitt af leyniskjölunum svokölluðu sem þingmenn fá aðgang að í sérstöku herbergi á Alþingi. Minnisblaðið er frá fundi fjögurra íslenskra embættismanna 4. nóvember í fyrra með sjö fastafulltrúum ESB-ríkja.

Á fundinum gerðu fulltrúar Íslands grein fyrir stöðu mála hér á landi eftir bankahrunið. Afar mikilvægt væri að aðildarríki ESB gerðu sér grein fyrir þeirri stöðu sem Ísland væri í.

Peter Sellal, fastafulltrúi Frakklands, sagði alla vita vel við hvaða vanda Íslendingar ættu að etja. Verkefnið væri að reyna að finna lausn á vafamálum varðandi innistæðutryggingar. Evrópusambandið væri reiðubúið til að veita aðstoð.

Þegar fundurinn var haldinn voru Frakkar í forystu fyrir Evrópusambandið.

„Sellal lagði áherslu á að ekki væri hægt að komast með málið lengra nema að ekki leiki minnsti vafi á lagaskyldunni til greiðslu lágmarksverndarinnar. Fyrr væri ekki hægt að ræða málið á pólitískum forsendum. Hægt væri að byggja viðræðurnar á áliti lagasérfræðinganna. Ef að aðilar geti komið saman um það þá sé hægt að ná niðurstöðu fljótt og vel, og ESB og aðildarríkin muni koma hratt til aðstoðar til þess að loka ,,fjárhagspakkanum'' á vettvangi IMF," segir í minnisblaðinu.

Auk Íslendinganna sátu fundinn fastafulltrúar Þjóðverja, Breta, Hollendinga, Austurríkismanna, Finna, Svía og Dana.

Minnisblaðið er hægt að lesa hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×