Innlent

Kveikt í ruslagámi í gærkvöldi

Minnstu munaði að illa færi þegar kveikt var í ruslagámi við leikskóla við Ægisíðu í Reykjavík í gærkvöldi. Þegar slökkvilið kom á vettvang logaði glatt í gámnum og var eldurinn við það að teygja sig í húsið, en slökkviliðið afstýrði því og slökkti eldinn. Gámurinn, sem er úr plasti, bráðnaði að hluta. Brennuvargarnir eru ófundnir.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×