Fleiri fréttir Íslensk mannætusaga á forsíðu Politiken Stórblaðið Politiken skrýddi forsíðu blaðsins og forsíðu bókakálfs síns með verkum Þórarins Leifssonar, rithöfundar og myndlistarmanns en í bókablaðinu sjálfu var síðan stærðarinnar viðtal við Þórarinn í tilefni af útkomu bókarinnar Leyndarmálið hans pabba þar í landi. 14.12.2009 17:28 Fleiri mótmæla Icesave en fjölmiðlafrumvarpinu Alls hafa 33890 manns skrifað undir áskorun Indefence til forseta Íslands um synjun staðfestingar á Icesave lögum samkvæmt tilkynningu frá samtökunum. 14.12.2009 17:09 Árás í Heiðmörk: Refsingu frestað Héraðsdómur Reykjaness ákvað í dag að fresta dómi skilorðsbundið yfir þremur sautján ára gömlum stúlkum sem játuðu að hafa ráðist á fjórðu stúlkuna í Heiðmörk í apríl á þessu ári. Haldi stúlkurnar þriggja ára skilorð munu þær ekki þurfa að sæta refsingu vegna árásarinnar. Þær voru hinsvegar dæmdar til þess að greiða sakarkostnað í málinu, tæpar 32 þúsund krónur. 14.12.2009 15:26 Flestir vetnisbílar hér á landi Stærsti floti vetnisknúinna fólksbíla í Evrópu er nú hér á landi. Í flotanum eru nú tuttugu og tveir fólksbílar, en tíu þeirra eru nýkomnir til landsins. Íslensk Nýorka og Brimborg tóku við bílunum á athafnasvæði Eimskipa í morgun. 14.12.2009 19:15 Aflakóngarnir eru á Hornafirði Aflahæsti smábátur landsins er ekki á Vestfjörðum heldur er gerður út úr árósi á suðausturhorni landsins. Hásetahluturinn var fimmtán milljónir króna í fyrra og verður enn hærri í ár. 14.12.2009 18:49 Fá humar frá Vinnslustöðinni Vinnslustöðin í Vestmannareyjum afhenti í dag Fjölskylduhjálp Íslands og Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur að gjöf samtals 900 kíló af humri til dreifingar meðal skjólstæðinga samtakanna fyrir jólin. Humarinn er frosinn í 450 gramma pokum. Hvor samtök fengu 1.000 poka til ráðstöfunar. 14.12.2009 16:13 Júlíus Vífill vill annað sætið Júlíus Vífill Ingvarsson borgarfulltrúi hefur ákveðið að bjóða sig fram í 2. sætið í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar í Reykjavík. Hann skipaði 5. sæti á lista sjálfstæðismanna í kosningunum 2006. 14.12.2009 15:52 Nauðgun: Lögregla leitar að leigubílstjóra Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar að leigubílstjóra í tengslum við rannsókn á nauðgunarmáli frá því í lok nóvember. 14.12.2009 15:36 Boða til mótmæla bílaeigenda Samtökin Nýtt Ísland standa á morgun fyrir mótmælum fyrir utan húsnæði fimm fyrirtækja sem lána til bifreiðakaupa. Safnast verður saman fyrir utan fyrirtækin og flautað stanslaust í þrjár mínútur. 14.12.2009 15:31 Meira en 5000 Reykvíkingar búnir að kjósa Rúmlega 5000 manns hafa nú kosið í netkosningunni um smærri nýframkvæmdir og viðhaldsverkefni sem hefur verið í gangi á heimasíðu Reykjavíkurborgar. 95 þúsund borgarbúar, sextán ára og eldri mega kjósa, og því hafa rúmlega 5,2% nýtt atkvæðisrétt sinn. Kosningunni lýkur á morgun. 14.12.2009 15:00 Braut gegn dóttur sinni og vinkonu hennar Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í dag karlmann í 10 mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn dóttur sinni og vinkonu hennar. Þær voru 12 ára þegar hann braut gegn þeim sumarið og haustið 2008 í sumarbústað. 14.12.2009 14:45 Sluppu með lítilsháttar meiðsli úr slysi í Skagafirði Umferðarslys var um klukkan tvö í Blönduhlíð í Skagafirði þegar bíll ók út af veginum. Frá slysinu er greint á fréttamiðlinum Feyki og er varað við gríðarlegri hálku á svæðinu. Bíllinn er gjörónýtur en hann hentist um 150 metra út af veginum og hafnaði út í skurði. 14.12.2009 14:34 Forseti ASÍ: Ríkisstjórnin brýtur samninga Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir ríkisstjórnina brjóta gegn ákvæðum gildandi kjarasamninga og svíkja þar með yfirlýsingar fyrri ríkisstjórna. Samstarf launþegahreyfingarinnar við ríkisstjórnina sé í uppnámi. 14.12.2009 14:13 Moggaviðtal við Bjarna aldrei birt Viðtal sem tekið var við Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, og stóð til að birta í sunnudagsblaði Morgunblaðsins í haust birtist aldrei þar sem Bjarni var ósáttur með efnistök blaðamannsins sem tók viðtalið. 14.12.2009 13:41 AGS: Samkomulag um aðra endurskoðun Íslensk stjórnvöld og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hafa náð samkomulagi um aðra endurskoðun á efnahagsáætlun Íslands. Þetta var tilkynnt á fundi með forsvarsmönnum AGS á Íslandi, þeim Mark Flanagan og Franek Roswadovski. Sendinefnd sjóðsins hefur fundað með stjórnvöldum hér á landi og öðrum áhrifamönnum úr viðskiptalífi landsins og fulltrúum launþega síðustu vikur. Búist er við því að hægt verði að leggja áætlunina fyrir framkvæmdastjórn AGS í janúar á næsta ári. 14.12.2009 13:34 Hegningarhúsið verði selt Í breytingatillögum meirihluta fjárlaganefndar við fjárlög fyrir árið 2010 er lagt til að selja húseignina við Skólavörðustíg 9 í Reykjavík sem betur er þekkt sem Hegningarhúsið við Skólavörðustíg. Gerðar eru nokkrar breytingatillögur í fangelsismálum en auk þess að selja Hegningarhúsið er lagt til að fangelsið á Kópavogsbraut verði einnig selt og í staðinn verði hentugra húsnæði á höfuðborgarsvæðinu leigt eða keypt. 14.12.2009 13:22 Tveggja mánaða skilorð fyrir nefbrot Héraðsdómur Suðurlands dæmdi í dag karlmann í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að nefbrjóta mann á tjaldstæðinu á Flúðum í júní. Mennirnir þekktust ekki en fyrir dómi sagðist árásarmaðurinn hafa verið áreittur af hinum og í framhaldinu hafi hann slegið hann á nefið með þeim afleiðingum að það brotnaði. 14.12.2009 13:07 Kennarar skora á menntamálaráðherra Stjórn Kennarasambands Íslands hefur sent frá sér ályktun þar sem skorað er á menntamálaráðherra að forgangsraða í þágu menntunar og standa vörð um þá lágmarksþjónustu sem börnum og unglingum er tryggð með núverandi lögum. „Stjórn Kennarasambands Íslands varar við hugmyndum Sambands íslenskra sveitarfélaga um áframhaldandi stórfellan niðurskurð í skólakerfinu. Á samdráttartímum er mikilvægara en nokkru sinni að standa vörð um menntun og skólastarf.“ 14.12.2009 12:53 Ragna fundar með lögreglumönnum Ragna Árnadóttir, dóms- og mannaréttindaráðherra, fundar í dag með lögreglumönnum um fyrirhugaðar skipulagsbreytingar á skipan lögreglu. Það er Lögreglufélag Reykjavíkur sem boðar til fundarins. Haukur Guðmundsson, skrifstofustjóri dómsmála- og löggæsluskrifstofu, mætir á fundinn með Rögnu. 14.12.2009 12:51 Hjúkrunarfræðingar andsnúnir tilfærslu Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga leggst alfarið gegn þeim hugmyndum ríkisstjórnarinnar að færa alla þjónustu við aldraða á hjúkrunarheimilum til félags- og tryggingamálaráðuneytis. Stjórn félagsins hvetur þingmenn til að greiða atkvæði gegn fyrirhuguðum flutningi þegar frumvarp til fjárlaga 2010 verður tekið til afgreiðslu á Alþingi. 14.12.2009 12:44 Sýn hinnar hagsýnu húsmóður Kynjakvóti, sem kveður á um að í stjórnum 350 stærstu fyrirtækja landsins eigi hlutfall kvenna að vera minnsta kosti 40%, getur orðið að lögum fyrir jól. Það á að innleiða sýn hinnar hagsýnu húsmóður inn í íslenskt atvinnulíf, segir þingmaður Samfylkingarinnar. 14.12.2009 12:22 AGS með blaðamannafund Mark Flanagan, yfirmaður sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á Íslandi og Franek Rozwadowski, sendifulltrúi sjóðsins, kynna vinnu sendinefndarinnar og árangur viðræðna við íslensk stjórnvöld á fundi í dag. Sendinefnd AGS kom til landsins í byrjun mánaðarins og hefur staðið í viðræðum við stjórnvöld síðan þá um aðra endurskoðun á efnahagsáætlun Íslands. 14.12.2009 12:03 Biður lögreglumenn ekki afsökunar Álfheiður Ingadóttir, heilbrigðisráðherra, sér ekki ástæðu til að biðja lögreglumenn afsökunar á ummælum sem eftir henni voru höfð í búsáhaldabyltingunni í byrjun þessa árs. Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, spurði Álfheiði út í málið á þingfundi í dag. Hann vildi að Álfheiður bæði lögreglumenn afsökunar á ummælum sínum þar sam hún í skyn að lögregla færi fram með of miklu harðræði og væru að hefna sín á mótmælendum. Veist hafi verið að lögreglumönnum og þeim veittir áverkar. 14.12.2009 10:49 Guðfríður Lilja aftur á þing Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna, tók sæti á Alþingi á nýjan leik í dag en hún hefur verið fæðingarorlofi. Guðfríður hefur verið meðal efasemdarmanna í þingflokki VG um Icesave málið. Varamaður hennar greiddi atkvæði með frumvarpi ríkisstjórnarinnar um Icesave í síðustu viku en tveir þingmenn flokksins greiddu atkvæði gegn frumvarpinu. 14.12.2009 10:42 Ross Beaty sest í stjórn HS orku Forstjóri kanadíska félagsins Magma Energy hefur tekið sæti í stjórn HS orku. Ross Beaty, forstjóri, ásamt öðrum fulltrúa félagsins, Lyle Braaten, eru nú komnir inn í stjórn fyrirtækisins. Fyrsti stjórnarfundurinn með þátttöku þeirra er nú að hefjast. Vísir fékk ekki nákvæmar upplýsingar um hvað stæði til að ræða á fundinum, annað en að þar yrði „farið yfir öll helstu mál“. 14.12.2009 10:38 Ólafur Ragnar heiðursdoktor við Ohio háskóla Ríkisháskólinn í Ohio, fjölmennasti háskóli Bandaríkjanna, gerði í gær, sunnudaginn 13. desember, forseta Íslands Ólaf Ragnar Grímsson að heiðursdoktor við hátíðlega athöfn í Columbus. „Forseta er veittur þessi heiður fyrir framlag hans til alþjóðasamfélagsins og baráttunnar gegn loftslagsbreytingum, fyrir að efla samstarf vísindamanna og fræðastofnana á vettvangi umhverfismála og nýtingar náttúruauðlinda og stuðla þannig að lausnum á brýnum vandamálum veraldar,“ segir í tilkynningu frá forsetaembættinu. 14.12.2009 10:12 Vegfarendur hvattir til að sýna fyllstu árvekni Umferðarráð hvetur alla vegfarendur til að sýna fyllstu árvekni í umferðinni. Ráðið bendir á að akstur undir áhrifum áfengis eða annarra vímuefna er helsta orsök alvarlegra umferðarslysa. Þetta kemur fram í ályktun síðasta fundar umferðarráðs um ölvunarakstur. 14.12.2009 10:06 Þingmenn strengjabrúður Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Hreyfingarinnar, segir óvönduð vinnubrögð viðhöfð á Alþingi og að þingmenn séu strengjabrúður ríkisstjórnarinnar. 14.12.2009 09:54 Svafa Grönfeldt hætt í HR Svafa Grönfeld rektor Háskólans í Reykjavík mun láta af störfum í næsta mánuði. Við rektorsstöðunni tekur Ari Kristinn Jónsson, forseti tölvunarfræðideildar skólans. 14.12.2009 09:40 Þingmenn ræða fjárlög Önnur umræða um fjárlagafrumvarpið á Alþingi hefst í dag. Starfsáætlun þingsins er farin úr skorðum en samkvæmt henni átti þriðja umræða fjárlaga að vera á morgun. Allt lítur því út fyrir að þingfundir verði milli jóla og nýárs. 14.12.2009 09:18 Brennuvargar á ferð Brennuvargar kveiktu í strætóskýli við Seljabraut í Breiðholti laust fyrir klukkan tvö í nótt og urðu talsverðar skemmdir á skýlinu. Nokkru fyrr, eða rétt upp úr miðnætti, var kveikt í ruslatunnum við Háberg í Breiðholti, en þær stóðu upp við húsvegg. 14.12.2009 08:15 Sprengingar við Fálkagötu Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var tilkynnt um sprengingar við Fálkagötu á tólfta tímanum í gærkvöldi. Þar sást til unglinga að sprengja einhvers konar kínverja, en þeir forðuðu sér áður en lögreglan kom. 14.12.2009 08:14 Átta fjölveiðiskip leita gulldeplu Átta fjölveiðiskip eru nú byrjuð að leita að gulldeplu, um það bil 40 sjómílur suður af Grindavík. 14.12.2009 08:05 Mikill gnýr í Óðalsbændum Mikill glaumur var á veitingahúsinu Óðali í nótt. Kvað svo rammt að hávaðanum frá húsinu að lögreglumenn fóru á vettvang á fimmta tímanum í nótt. 14.12.2009 07:35 Hópslagsmál unglinga við Kringluna Lögreglumenn stöðvuðu unglingaslagsmál við Borgarleikhúsið á áttunda tímanum í gærkvöldi, en tveimur hópum unglinga laust saman við Kringluna. 14.12.2009 07:32 Töluvert tjón í bílskúrsbruna Töluvert tjón varð þegar eldur kviknaði í bílskúr við Hverafold í Reykjavík á tíunda tímanum í gærkvöldi. Eldurinn magnaðist hratt og var að teygja sig í þakskegg á næsta húsi þegar slökkvilið kom á vettvang. 14.12.2009 07:18 Tilraun til að nýta gulldeplu sem aðalfóður í þorskeldi Hraðfrystihúsið Gunnvör í Hnífsdal gerði í fyrravetur tilraun til að nýta gulldeplu sem fóður í áframeldi á villtum þorski. Tilraunin gafst það vel að hugmyndir eru uppi um að leggja áherslu á gulldeplu sem fóður og Álfsfell, annað þorskeldisfyrirtæki í Djúpinu, hefur bæst við. Huginn VE frá Vestmannaeyjum ætlar að frysta 500 tonn fyrir jól, gefi á sjó. 14.12.2009 06:00 Jón berst gegn sameiningu ráðuneyta Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur beitt sér gegn sameiningu sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins og iðnaðarráðuneytisins. Samkvæmt heimildarmönnum Fréttablaðsins, úr þingliðum beggja stjórnarflokka, hefur hann reynt að torvelda vinnu við verkefnið, meðal annars með því að neita að hitta embættismenn sem starfa að sameiningunni. 14.12.2009 05:30 Milljarði sóað í dráttarvexti Ríkisstofnanir greiddu 1,2 milljarða króna í dráttarvexti frá ársbyrjun 2007 fram á mitt þetta ár. Stofnanir sem greiddu yfir milljón króna voru 37 talsins en sex þeirra bera meirihluta þessa kostnaðar og er uppsöfnuðum rekstrarhalla undanfarinna ára um að kenna. 14.12.2009 04:45 Fjöldi sveitarfélaga lifir ekki án styrkja Um helmingur sveitarfélaga á Íslandi, 36 af 77, fær þrjátíu prósent eða meira af tekjum sínum frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Ljóst er að slík sveitarfélög ættu erfitt uppdráttar án styrksins. Tvö sveitarfélög fá meira en helming tekna sinna úr sjóðnum; Skagabyggð er með 59,4 prósent og Bæjarhreppur með 59,7 prósent. 14.12.2009 04:00 Framlög til fangelsa og dómstóla aukin Auka á fjárveitingar til dómstóla og verja yfir 100 milljónum í fjölgun fangarýma á næsta ári. Þetta er meðal þess sem gert er ráð fyrir í breytingartillögum við fjárlagafrumvarp næsta árs, sem ræddar verða á Alþingi í dag. 14.12.2009 04:00 Ítarleg lögfræðileg álitsgerð óþörf Davíð Þór Björgvinsson, dómari við Mannréttindadómstól Evrópu í Strassborg, telur ekki tilefni til að efast um að Icesave-frumvarpið standist stjórnarskrá. Er hann raunar þeirrar skoðunar að ástæðulaust sé að tekin verði saman ítarleg lögfræðileg álitsgerð um málið. 14.12.2009 03:30 Samgöngumiðstöð enn í mestri óvissu Ekki hefur enn verið gengið frá því hvaða fyrirtæki eiga að nota fyrirhugaða samgöngumiðstöð í Vatnsmýri. Á næstunni verður rætt við flugfélög, veitingamenn og þá sem reka hópferðabíla um þetta. 14.12.2009 03:15 673 íslenskar bækur í flóðinu Aldrei hafa verið prentaðar fleiri bækur hérlendis en nú fyrir jólin að því er kemur fram í könnun Bókasambands Íslands. Um áttatíu prósent af öllum þeim bókartitlum sem birtust í Bókatíðindum Félags íslenskra bókaútgefenda eru prentuð hérlendis. 14.12.2009 03:00 Möppurnar seljast í janúar Fram undan er aðalvertíð ársins hjá Múlalundi í möppuframleiðslu, en þar eru framleiddar bókhaldsmöppur sem heita því rammíslenska nafni EGLA. Ef ekki selst vel af möppum í janúar má segja að árið sé ekki gott á vinnustofunni. Með því að kaupa möppurnar er verið að styrkja einstakling til betri framtíðar, því þær skapa vinnu fyrir fatlað fólk. Múlalundur var stofnaður árið 1959 og fagnar því hálfrar aldar afmæli sínu í ár. Þar vinnur fólk sem hefur einhvers konar fötlun, líkamlega eða andlega, en þó ekki blindir og heyrnarlausir. 14.12.2009 03:00 Sjá næstu 50 fréttir
Íslensk mannætusaga á forsíðu Politiken Stórblaðið Politiken skrýddi forsíðu blaðsins og forsíðu bókakálfs síns með verkum Þórarins Leifssonar, rithöfundar og myndlistarmanns en í bókablaðinu sjálfu var síðan stærðarinnar viðtal við Þórarinn í tilefni af útkomu bókarinnar Leyndarmálið hans pabba þar í landi. 14.12.2009 17:28
Fleiri mótmæla Icesave en fjölmiðlafrumvarpinu Alls hafa 33890 manns skrifað undir áskorun Indefence til forseta Íslands um synjun staðfestingar á Icesave lögum samkvæmt tilkynningu frá samtökunum. 14.12.2009 17:09
Árás í Heiðmörk: Refsingu frestað Héraðsdómur Reykjaness ákvað í dag að fresta dómi skilorðsbundið yfir þremur sautján ára gömlum stúlkum sem játuðu að hafa ráðist á fjórðu stúlkuna í Heiðmörk í apríl á þessu ári. Haldi stúlkurnar þriggja ára skilorð munu þær ekki þurfa að sæta refsingu vegna árásarinnar. Þær voru hinsvegar dæmdar til þess að greiða sakarkostnað í málinu, tæpar 32 þúsund krónur. 14.12.2009 15:26
Flestir vetnisbílar hér á landi Stærsti floti vetnisknúinna fólksbíla í Evrópu er nú hér á landi. Í flotanum eru nú tuttugu og tveir fólksbílar, en tíu þeirra eru nýkomnir til landsins. Íslensk Nýorka og Brimborg tóku við bílunum á athafnasvæði Eimskipa í morgun. 14.12.2009 19:15
Aflakóngarnir eru á Hornafirði Aflahæsti smábátur landsins er ekki á Vestfjörðum heldur er gerður út úr árósi á suðausturhorni landsins. Hásetahluturinn var fimmtán milljónir króna í fyrra og verður enn hærri í ár. 14.12.2009 18:49
Fá humar frá Vinnslustöðinni Vinnslustöðin í Vestmannareyjum afhenti í dag Fjölskylduhjálp Íslands og Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur að gjöf samtals 900 kíló af humri til dreifingar meðal skjólstæðinga samtakanna fyrir jólin. Humarinn er frosinn í 450 gramma pokum. Hvor samtök fengu 1.000 poka til ráðstöfunar. 14.12.2009 16:13
Júlíus Vífill vill annað sætið Júlíus Vífill Ingvarsson borgarfulltrúi hefur ákveðið að bjóða sig fram í 2. sætið í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar í Reykjavík. Hann skipaði 5. sæti á lista sjálfstæðismanna í kosningunum 2006. 14.12.2009 15:52
Nauðgun: Lögregla leitar að leigubílstjóra Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar að leigubílstjóra í tengslum við rannsókn á nauðgunarmáli frá því í lok nóvember. 14.12.2009 15:36
Boða til mótmæla bílaeigenda Samtökin Nýtt Ísland standa á morgun fyrir mótmælum fyrir utan húsnæði fimm fyrirtækja sem lána til bifreiðakaupa. Safnast verður saman fyrir utan fyrirtækin og flautað stanslaust í þrjár mínútur. 14.12.2009 15:31
Meira en 5000 Reykvíkingar búnir að kjósa Rúmlega 5000 manns hafa nú kosið í netkosningunni um smærri nýframkvæmdir og viðhaldsverkefni sem hefur verið í gangi á heimasíðu Reykjavíkurborgar. 95 þúsund borgarbúar, sextán ára og eldri mega kjósa, og því hafa rúmlega 5,2% nýtt atkvæðisrétt sinn. Kosningunni lýkur á morgun. 14.12.2009 15:00
Braut gegn dóttur sinni og vinkonu hennar Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í dag karlmann í 10 mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn dóttur sinni og vinkonu hennar. Þær voru 12 ára þegar hann braut gegn þeim sumarið og haustið 2008 í sumarbústað. 14.12.2009 14:45
Sluppu með lítilsháttar meiðsli úr slysi í Skagafirði Umferðarslys var um klukkan tvö í Blönduhlíð í Skagafirði þegar bíll ók út af veginum. Frá slysinu er greint á fréttamiðlinum Feyki og er varað við gríðarlegri hálku á svæðinu. Bíllinn er gjörónýtur en hann hentist um 150 metra út af veginum og hafnaði út í skurði. 14.12.2009 14:34
Forseti ASÍ: Ríkisstjórnin brýtur samninga Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir ríkisstjórnina brjóta gegn ákvæðum gildandi kjarasamninga og svíkja þar með yfirlýsingar fyrri ríkisstjórna. Samstarf launþegahreyfingarinnar við ríkisstjórnina sé í uppnámi. 14.12.2009 14:13
Moggaviðtal við Bjarna aldrei birt Viðtal sem tekið var við Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, og stóð til að birta í sunnudagsblaði Morgunblaðsins í haust birtist aldrei þar sem Bjarni var ósáttur með efnistök blaðamannsins sem tók viðtalið. 14.12.2009 13:41
AGS: Samkomulag um aðra endurskoðun Íslensk stjórnvöld og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hafa náð samkomulagi um aðra endurskoðun á efnahagsáætlun Íslands. Þetta var tilkynnt á fundi með forsvarsmönnum AGS á Íslandi, þeim Mark Flanagan og Franek Roswadovski. Sendinefnd sjóðsins hefur fundað með stjórnvöldum hér á landi og öðrum áhrifamönnum úr viðskiptalífi landsins og fulltrúum launþega síðustu vikur. Búist er við því að hægt verði að leggja áætlunina fyrir framkvæmdastjórn AGS í janúar á næsta ári. 14.12.2009 13:34
Hegningarhúsið verði selt Í breytingatillögum meirihluta fjárlaganefndar við fjárlög fyrir árið 2010 er lagt til að selja húseignina við Skólavörðustíg 9 í Reykjavík sem betur er þekkt sem Hegningarhúsið við Skólavörðustíg. Gerðar eru nokkrar breytingatillögur í fangelsismálum en auk þess að selja Hegningarhúsið er lagt til að fangelsið á Kópavogsbraut verði einnig selt og í staðinn verði hentugra húsnæði á höfuðborgarsvæðinu leigt eða keypt. 14.12.2009 13:22
Tveggja mánaða skilorð fyrir nefbrot Héraðsdómur Suðurlands dæmdi í dag karlmann í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að nefbrjóta mann á tjaldstæðinu á Flúðum í júní. Mennirnir þekktust ekki en fyrir dómi sagðist árásarmaðurinn hafa verið áreittur af hinum og í framhaldinu hafi hann slegið hann á nefið með þeim afleiðingum að það brotnaði. 14.12.2009 13:07
Kennarar skora á menntamálaráðherra Stjórn Kennarasambands Íslands hefur sent frá sér ályktun þar sem skorað er á menntamálaráðherra að forgangsraða í þágu menntunar og standa vörð um þá lágmarksþjónustu sem börnum og unglingum er tryggð með núverandi lögum. „Stjórn Kennarasambands Íslands varar við hugmyndum Sambands íslenskra sveitarfélaga um áframhaldandi stórfellan niðurskurð í skólakerfinu. Á samdráttartímum er mikilvægara en nokkru sinni að standa vörð um menntun og skólastarf.“ 14.12.2009 12:53
Ragna fundar með lögreglumönnum Ragna Árnadóttir, dóms- og mannaréttindaráðherra, fundar í dag með lögreglumönnum um fyrirhugaðar skipulagsbreytingar á skipan lögreglu. Það er Lögreglufélag Reykjavíkur sem boðar til fundarins. Haukur Guðmundsson, skrifstofustjóri dómsmála- og löggæsluskrifstofu, mætir á fundinn með Rögnu. 14.12.2009 12:51
Hjúkrunarfræðingar andsnúnir tilfærslu Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga leggst alfarið gegn þeim hugmyndum ríkisstjórnarinnar að færa alla þjónustu við aldraða á hjúkrunarheimilum til félags- og tryggingamálaráðuneytis. Stjórn félagsins hvetur þingmenn til að greiða atkvæði gegn fyrirhuguðum flutningi þegar frumvarp til fjárlaga 2010 verður tekið til afgreiðslu á Alþingi. 14.12.2009 12:44
Sýn hinnar hagsýnu húsmóður Kynjakvóti, sem kveður á um að í stjórnum 350 stærstu fyrirtækja landsins eigi hlutfall kvenna að vera minnsta kosti 40%, getur orðið að lögum fyrir jól. Það á að innleiða sýn hinnar hagsýnu húsmóður inn í íslenskt atvinnulíf, segir þingmaður Samfylkingarinnar. 14.12.2009 12:22
AGS með blaðamannafund Mark Flanagan, yfirmaður sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á Íslandi og Franek Rozwadowski, sendifulltrúi sjóðsins, kynna vinnu sendinefndarinnar og árangur viðræðna við íslensk stjórnvöld á fundi í dag. Sendinefnd AGS kom til landsins í byrjun mánaðarins og hefur staðið í viðræðum við stjórnvöld síðan þá um aðra endurskoðun á efnahagsáætlun Íslands. 14.12.2009 12:03
Biður lögreglumenn ekki afsökunar Álfheiður Ingadóttir, heilbrigðisráðherra, sér ekki ástæðu til að biðja lögreglumenn afsökunar á ummælum sem eftir henni voru höfð í búsáhaldabyltingunni í byrjun þessa árs. Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, spurði Álfheiði út í málið á þingfundi í dag. Hann vildi að Álfheiður bæði lögreglumenn afsökunar á ummælum sínum þar sam hún í skyn að lögregla færi fram með of miklu harðræði og væru að hefna sín á mótmælendum. Veist hafi verið að lögreglumönnum og þeim veittir áverkar. 14.12.2009 10:49
Guðfríður Lilja aftur á þing Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna, tók sæti á Alþingi á nýjan leik í dag en hún hefur verið fæðingarorlofi. Guðfríður hefur verið meðal efasemdarmanna í þingflokki VG um Icesave málið. Varamaður hennar greiddi atkvæði með frumvarpi ríkisstjórnarinnar um Icesave í síðustu viku en tveir þingmenn flokksins greiddu atkvæði gegn frumvarpinu. 14.12.2009 10:42
Ross Beaty sest í stjórn HS orku Forstjóri kanadíska félagsins Magma Energy hefur tekið sæti í stjórn HS orku. Ross Beaty, forstjóri, ásamt öðrum fulltrúa félagsins, Lyle Braaten, eru nú komnir inn í stjórn fyrirtækisins. Fyrsti stjórnarfundurinn með þátttöku þeirra er nú að hefjast. Vísir fékk ekki nákvæmar upplýsingar um hvað stæði til að ræða á fundinum, annað en að þar yrði „farið yfir öll helstu mál“. 14.12.2009 10:38
Ólafur Ragnar heiðursdoktor við Ohio háskóla Ríkisháskólinn í Ohio, fjölmennasti háskóli Bandaríkjanna, gerði í gær, sunnudaginn 13. desember, forseta Íslands Ólaf Ragnar Grímsson að heiðursdoktor við hátíðlega athöfn í Columbus. „Forseta er veittur þessi heiður fyrir framlag hans til alþjóðasamfélagsins og baráttunnar gegn loftslagsbreytingum, fyrir að efla samstarf vísindamanna og fræðastofnana á vettvangi umhverfismála og nýtingar náttúruauðlinda og stuðla þannig að lausnum á brýnum vandamálum veraldar,“ segir í tilkynningu frá forsetaembættinu. 14.12.2009 10:12
Vegfarendur hvattir til að sýna fyllstu árvekni Umferðarráð hvetur alla vegfarendur til að sýna fyllstu árvekni í umferðinni. Ráðið bendir á að akstur undir áhrifum áfengis eða annarra vímuefna er helsta orsök alvarlegra umferðarslysa. Þetta kemur fram í ályktun síðasta fundar umferðarráðs um ölvunarakstur. 14.12.2009 10:06
Þingmenn strengjabrúður Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Hreyfingarinnar, segir óvönduð vinnubrögð viðhöfð á Alþingi og að þingmenn séu strengjabrúður ríkisstjórnarinnar. 14.12.2009 09:54
Svafa Grönfeldt hætt í HR Svafa Grönfeld rektor Háskólans í Reykjavík mun láta af störfum í næsta mánuði. Við rektorsstöðunni tekur Ari Kristinn Jónsson, forseti tölvunarfræðideildar skólans. 14.12.2009 09:40
Þingmenn ræða fjárlög Önnur umræða um fjárlagafrumvarpið á Alþingi hefst í dag. Starfsáætlun þingsins er farin úr skorðum en samkvæmt henni átti þriðja umræða fjárlaga að vera á morgun. Allt lítur því út fyrir að þingfundir verði milli jóla og nýárs. 14.12.2009 09:18
Brennuvargar á ferð Brennuvargar kveiktu í strætóskýli við Seljabraut í Breiðholti laust fyrir klukkan tvö í nótt og urðu talsverðar skemmdir á skýlinu. Nokkru fyrr, eða rétt upp úr miðnætti, var kveikt í ruslatunnum við Háberg í Breiðholti, en þær stóðu upp við húsvegg. 14.12.2009 08:15
Sprengingar við Fálkagötu Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var tilkynnt um sprengingar við Fálkagötu á tólfta tímanum í gærkvöldi. Þar sást til unglinga að sprengja einhvers konar kínverja, en þeir forðuðu sér áður en lögreglan kom. 14.12.2009 08:14
Átta fjölveiðiskip leita gulldeplu Átta fjölveiðiskip eru nú byrjuð að leita að gulldeplu, um það bil 40 sjómílur suður af Grindavík. 14.12.2009 08:05
Mikill gnýr í Óðalsbændum Mikill glaumur var á veitingahúsinu Óðali í nótt. Kvað svo rammt að hávaðanum frá húsinu að lögreglumenn fóru á vettvang á fimmta tímanum í nótt. 14.12.2009 07:35
Hópslagsmál unglinga við Kringluna Lögreglumenn stöðvuðu unglingaslagsmál við Borgarleikhúsið á áttunda tímanum í gærkvöldi, en tveimur hópum unglinga laust saman við Kringluna. 14.12.2009 07:32
Töluvert tjón í bílskúrsbruna Töluvert tjón varð þegar eldur kviknaði í bílskúr við Hverafold í Reykjavík á tíunda tímanum í gærkvöldi. Eldurinn magnaðist hratt og var að teygja sig í þakskegg á næsta húsi þegar slökkvilið kom á vettvang. 14.12.2009 07:18
Tilraun til að nýta gulldeplu sem aðalfóður í þorskeldi Hraðfrystihúsið Gunnvör í Hnífsdal gerði í fyrravetur tilraun til að nýta gulldeplu sem fóður í áframeldi á villtum þorski. Tilraunin gafst það vel að hugmyndir eru uppi um að leggja áherslu á gulldeplu sem fóður og Álfsfell, annað þorskeldisfyrirtæki í Djúpinu, hefur bæst við. Huginn VE frá Vestmannaeyjum ætlar að frysta 500 tonn fyrir jól, gefi á sjó. 14.12.2009 06:00
Jón berst gegn sameiningu ráðuneyta Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur beitt sér gegn sameiningu sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins og iðnaðarráðuneytisins. Samkvæmt heimildarmönnum Fréttablaðsins, úr þingliðum beggja stjórnarflokka, hefur hann reynt að torvelda vinnu við verkefnið, meðal annars með því að neita að hitta embættismenn sem starfa að sameiningunni. 14.12.2009 05:30
Milljarði sóað í dráttarvexti Ríkisstofnanir greiddu 1,2 milljarða króna í dráttarvexti frá ársbyrjun 2007 fram á mitt þetta ár. Stofnanir sem greiddu yfir milljón króna voru 37 talsins en sex þeirra bera meirihluta þessa kostnaðar og er uppsöfnuðum rekstrarhalla undanfarinna ára um að kenna. 14.12.2009 04:45
Fjöldi sveitarfélaga lifir ekki án styrkja Um helmingur sveitarfélaga á Íslandi, 36 af 77, fær þrjátíu prósent eða meira af tekjum sínum frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Ljóst er að slík sveitarfélög ættu erfitt uppdráttar án styrksins. Tvö sveitarfélög fá meira en helming tekna sinna úr sjóðnum; Skagabyggð er með 59,4 prósent og Bæjarhreppur með 59,7 prósent. 14.12.2009 04:00
Framlög til fangelsa og dómstóla aukin Auka á fjárveitingar til dómstóla og verja yfir 100 milljónum í fjölgun fangarýma á næsta ári. Þetta er meðal þess sem gert er ráð fyrir í breytingartillögum við fjárlagafrumvarp næsta árs, sem ræddar verða á Alþingi í dag. 14.12.2009 04:00
Ítarleg lögfræðileg álitsgerð óþörf Davíð Þór Björgvinsson, dómari við Mannréttindadómstól Evrópu í Strassborg, telur ekki tilefni til að efast um að Icesave-frumvarpið standist stjórnarskrá. Er hann raunar þeirrar skoðunar að ástæðulaust sé að tekin verði saman ítarleg lögfræðileg álitsgerð um málið. 14.12.2009 03:30
Samgöngumiðstöð enn í mestri óvissu Ekki hefur enn verið gengið frá því hvaða fyrirtæki eiga að nota fyrirhugaða samgöngumiðstöð í Vatnsmýri. Á næstunni verður rætt við flugfélög, veitingamenn og þá sem reka hópferðabíla um þetta. 14.12.2009 03:15
673 íslenskar bækur í flóðinu Aldrei hafa verið prentaðar fleiri bækur hérlendis en nú fyrir jólin að því er kemur fram í könnun Bókasambands Íslands. Um áttatíu prósent af öllum þeim bókartitlum sem birtust í Bókatíðindum Félags íslenskra bókaútgefenda eru prentuð hérlendis. 14.12.2009 03:00
Möppurnar seljast í janúar Fram undan er aðalvertíð ársins hjá Múlalundi í möppuframleiðslu, en þar eru framleiddar bókhaldsmöppur sem heita því rammíslenska nafni EGLA. Ef ekki selst vel af möppum í janúar má segja að árið sé ekki gott á vinnustofunni. Með því að kaupa möppurnar er verið að styrkja einstakling til betri framtíðar, því þær skapa vinnu fyrir fatlað fólk. Múlalundur var stofnaður árið 1959 og fagnar því hálfrar aldar afmæli sínu í ár. Þar vinnur fólk sem hefur einhvers konar fötlun, líkamlega eða andlega, en þó ekki blindir og heyrnarlausir. 14.12.2009 03:00